Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 76
Eggert Þór Bernharðsson
raðanum og hafa oft glögga yfirsýn
um hvaða heimildir koma yfirlcitt
til álita áður cn hafist cr handa. Sá
sem starfar á sviði samtímasögu
þarf hins vegar oft að verja löngum
tíma í að meta gildi einstakra heim-
ilda eða hcimildaflokka, velja og
hafna, vegna þess að hann hefur
sjaldnast aðgang að rannsóknum
og reynslu annarra. Af þessum
sökum verður tíminn sem fer í
heimildakönnun oft langur og enn
sem komið er, er afar tímafrekt að
öðlast heildarsýn á heimildir sam-
tímasögunnar. Ekki bætir heldur
úr skák að aðgangur að aðgengi-
legum hjálpartækjum er mjög tak-
markaður. Þannig skortir t.d.
margvíslegar skrár yfir samtíma-
söguheimildir á söfnum og enn
hefur of lítið verið gert af því að
vinna upp yfirlit um efni blaða,
tímarita og bóka eða nýta nýja
tækni til þess að spara fræði-
mönnum vinnu.
Allir þessir heimildaerfiðleikar
setja rannsóknum í íslenskri sam-
tímasögu verulegar skorður og
gera þær mun snúnari en ella.
Vegna þess m.a. hve heimildirnar
cru margar og dreifðar, könnun
þeirra tímafrek og undirbúnings-
tíminn fyrir eiginlegar skriftir
langur er kannski ekkert sérstak-
lega árennilegt að stunda rann-
sóknir í samtímasögu enda hafa
sárafáir sagnfræðingar lagt út á
þessa braut enn sem komið er. Þá
geta heimildavandkvæðin haft þau
áhrif, að menn hneigist jafnvel til
þess að þrengja viðfangsefni sín til
þess að gera þau viðráðanlegri því
yfirleitt ráða þeir aðeins yfir tak-
mörkuðum rannsóknatíma. Á hinn
bóginn er hætt við því að rann-
sóknir þeirra, sem reyna við viða-
meiri verkefni, geti orðið fremur
yfirborðslegar af sömu ástæðum.
Ný tœkni — Nýjar heimildir
Ekki er nóg með að rituðum heim-
ildum hafi fjölgað með veldishraða
undanfarna áratugi heldur hafa nýir
heimildaflokkar komið fram á
sjónarsviðið sem taka þarf tillit til.
Ný tækni hefur aukið mjög við
heimildaforðann. Þannig leynast í
útvarpinu ijölmargar bitastæðar
heimildir og með sjónvarpinu jókst
sá heimildasjóður sem hægt er að
ganga í. Þá skipta ljósmyndir sífellt
meira máli í sagnfræðirannsókn-
um. Ekki aðeins sem skraut með
rituðu máli, eins og margir virðast
halda, heldur sem sjálfstæðar heim-
ildir sem geta varpað ljósi á liðinn
tíma, ljósi sem prentað mál megnar
oft ekki að gera. í samtímasögu-
rannsóknum eru ljósmyndir sér-
staklega mikilvægar. Og þar skipta
kvikmyndir ekki síður máli. Er-
lendir sagnfræðingar hafa gefið
þeim æ meiri gaum undanfarin ár
Hafa kviktnyndir mótandi áhrif á viðhorf
fólks? Verða sagnfrœðingar ekki að gefa
þeim aukinn gaum við rannsóknir í sam-
tímasögu?
og hér á landi hafa menn verið að
byrja að vakna til vitundar um gildi
þeirra. Enn einn heimildaflokkur-
inn af þessu tagi eru hljómplötur,
en tónlist, einkum svokölluð dæg-
urtónlist, hefur verið ríkur þáttur í
lífi fólks undanfarna áratugi, aðal-
lega ungs fólks. Þessar nýju heim-
ildir má nota innan þröngs ramma
eða setja þær í vítt samhengi, allt
eftir því hvert eðli viðfangsefnisins
er. Þannig má t.d. tengja dægur-
músíkina við unglingamenningu
og hugarheim ungmenna. Kvik-
myndirnar við leit fólks að fyrir-
myndum og viðmiðum þegar
þjóðfélagið var að taka róttækum
breytingum í átt til borgarsamfé-
lags og hvernig þær opnuðu fólki
sýn til nýrra átta. Þátt útvarps og
sjónvarps í því að brúa bilið milli
þéttbýlis og strjálbýlis má rann-
saka, og þannig mætti raunar lengi
telja. Reyndar verður menningar-
saga síðustu áratuga vart skrifuð án
þess að þessar heimildir séu vand-
lega gaumgæfðar.
Sagnfræðingar sem fást við sögu
undangenginna áratuga verða að
beina sjónum sínum að þessum
Hljómplötur eru nýrflokkur heimilda sem samtimasögufrœðingar verða að líta til, t.d.
þegar þeirJJalla um dœgurmenningu ungmenna síðustu áratugi. Hér sést einn helsti boð-
beri djasstónlistarinnar á íslandi,Jón Múli Árnason, velja plötu tilþess að leika í djass-
þcetti stnum í ríkisútvarpinu.
74 SAGNIR