Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 55
Húsmæður og haftasamfélag
Skömmtunarskrifstofa Reykjavíkur annaðist dreifmgu skömmtunarseðla til bœjarbúa.
Skammturinn miðaðist að öllu jöfnu við einn einstakling óháð aldri eða hjúskapar-
stöðu. Skömmtunarmiðar voru upphaflega merktir bókstöfum sem stóðu fyrir ólíkar
vörutegundir, en síðar var farið að merkja þá með vöruheitum og magni því sem fyrir
þá fékkst.
sjaldnast bein afleiðing haftafyrir-
komulagsins.
Segja má að eina grænmetið sem
íslendingar þekktu á þessum tíma
hafi verið garðávextir eins og kar-
töflur, rófur, gulrætur og kál.
Aðrar tegundir eins og gúrkur og
tómatar voru frekar sjaldséðar enda
gróðurhúsarækt enn tiltölulega ung
atvinnugrein á íslandi.17 Það græn-
meti sem á boðstólum var mun allt
hafa verið ræktað hér á landi, en
kartöflur voru einnig innfluttar.
Þrátt fyrir hátt verð var grænmetið
vinsælt eins og segir í Víkverja
Morgunblaðsins: „En allt er þetta
rifið út og eru fleiri um boðið en fá,
þegar grænmeti kemur í verslanir
eða torgsölur. Það sýnir að blessað
fólkið hefur enn einhver aUraráð og
vill láta sér líða vel.“18
Ávextir hvort sem voru ferskir,
niðursoðnir eða þurrkaðir voru
sjaldséðir. Innflutningur á eplum
og appelsínum dróst saman árin
1947 til 1950 frá því sem verið hafði
árið 1946 og fyrri hluta árs 1947. Þá
fór innflutningur á niðursoðnum
ávöxtum niður í 22 tonn árið 1949
en hafði verið u.þ.b. 304 tonn árið
1945 (sjá töflu). Innflutningur á
ávöxtum var að jafnaði mestur í
desember, fyrir jólahátíðar og voru
þeir þá skammtaðir, en væru þeir á
boðstólum þess á milli tóku kaup-
menn það að sér að skammta þá
sjálfir.
Það var haft á orði, að meðan
húsmæður sárvantaði hráefni til
heimabaksturs væru bakaríin í
Reykjavík full af brauði og kökum.
Matvælaframleiðslan hafði smám
saman verið’að færast frá heimil-
unum til framleiðslufyrirtækjanr.a
og með því að takmarka innflutn-
ing á hráefni til einstaklinga átti
haftastefnan þátt í því að viðhalda
þeirri þróun. Sigríður skrifar
Hannesi á Horninu og harmar
hvernig komið sé fyrir húsmóður-
starfinu:
Hauststörf húsmæðra voru
fyrrum að undirbúa veturinn.
Þær keyptu sláturafurðir og
bjuggu til geymslu. Þær suðu
niður eftir föngunr undir vetur-
inn og gerðu annað þessu líkt
sem gcrði heimilin heimilislegri
og sköpuðu öryggi fyrir hina
löngu og erfiðu vetrarmánuði.
Skyndilega hefur þetta breyst.
Undanfarin haust hefur ekki
verið hægt að kaupa efni til
sláturgerðar upp á gamla
mátinn. Hins vegar hafa hús-
mæður getað keypt í matvöru-
verslunum slátur fyrir okurverð
... nú er verið að reyna að
neyða þær til þess að kaupa
þetta tilbúið ...Hér er verið að
afnema ágæt og nauðsynleg
störf heimila og húsmæðra til
ágóða fyrir kaupmenn.19
í þá daga var líka til siðs að vinna
sultu og saft úr berjum og rabar-
bara, en naumur skammtur af sykri
takmarkaði þá iðju. Kaupmaður
einn fullyrðir að oft eyðileggist
„meirihluti rabarbarans sem rækt-
aður er hér sökum sykurleysis.“
Og sami kaupmaður heldur áfram:
„Við skiljum vel óánægju hús-
mæðra þegar þær gera sín matar-
kaup. Það er t.d. hart, að það skuli
ekki hafa sést matarlím í búðum
svo mánuðum skipti, heldur ekki
bökunardropar.. .“20 Smjör-
skammturinn var líka vinsælt bit-
bein húsmæðra. Um tíma fékkst
hér tvenns konar smjör, danskt og
íslenskt. Danska smjörið fékkst út
á skömmtunarseðla, var ódýrara en
það íslenska og þótti auk þess
betra. Framboð þessa innflutta
smjörs mun að jafnaði hafa annað
eftirspurninni og kannski vel það
því það kom á daginn að þegar
húsmæður höfðu nýtt smjörseðl-
ana og gátu ekki fengið annað en
það íslenska lá það danska undir
skemmdum.21
Kaffiskömmtunin var e.t.v.. eitt
besta dæmið um það hversu illa
hafði til tekist við að skipuleggja
skömmtunina. Kaffiskammturinn
miðaðist við hvern einstakling,
þannig að börn og unglingar fengu
sama skammt og fullorðnir. Þetta
kom sér auðvitað vel fyrir barn-
nrargar fjölskyldur.
SAGNIR 53