Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 65

Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 65
Margrét Jónasdóttir Gjöf skal gjaldast ef vinátta á að haldast Um gjafir í Laxdœla sögu og Bjarnar sögu Hítdœlakappa Fyrr á öldum tíðkuðust gjafir sem laun fyrir veitta þjónustu eða tryggð og var þá til flókið kerfi gjafaskipta. Enn eru til málshættir sem mætti nota til að skýra þetta kerfi nánar, svo sem „æ sér gjöf til gjalda". í dag virðast þetta vera merkingarlausir máls- hættir. Við eitt tilefni taka gjafa- skiptin þó á sig þá mynd sem þau höfðu áður fyrr, en það er á jólun- um. Þá ná gjafaskipti manna á milli hámarki. Nær allir gefa vinum og vandamönnum jólagjafir og ætlast til þess að þær séu endurgoldnar. Þá gildir enn málshátturinn sem er titill þessarar greinar „gjöf skal gjaldast ef vinátta á að haldast“. En til hvers voru gjafirnar, og hvernig mátti beita þeim í valdabaráttu? Almennt um gjafir Gjafir og gjafaskipti eiga sér langa sögu. Þær hafa tíðkast öldum saman og verið fastmótaður hluti af venjum samfélaga um allan heim. Mannfræðingar hafa rannsakað tilgang gjafa í samskiptum fólks og komist að þeirri niðurstöðu að það að skiptast á gjöfum, veislum og þjónustu var og er útbreitt form félagslegra samskipta. í forn-ger- mönskum samfélögum voru lengi vel ekki til markaðslögmál. Þetta voru fábrotin bændasamfélög og framleiðsla stjórnaðist ekki af fram- boði og eftirspurn. Sjálfsþurftar- búskapur tíðkaðist á fslandi fram á nítjándu öld og dreifing vöru ekki tengd við markað eins og gerist í dag. Þess í stað gegndu gjafir mikilvægu hlutverki í vöruskiptum og þróuðu fábreyttu samfélögin því með sér næstum fullkomið kerfi gjafaskipta.1 Kenningar mannfræðinga um gagngjöf (reci- procity) eiga vel við forna íslenska samfélagið. Gagngjöf felst í því að einstaklingar skiptast á gjöfum eða þjónustu og giltu ákveðnar reglur um hvernig skyldi endurgjalda. Gagngjafakerfið er bæði félagslegt og efnahagslegt kerfi, notað til að styrkja vináttu og verða sér úti um vinsældir, styrkja valdastöðu sína og verða sér úti um gripi. Á ránsferðum sínum til annarra landa náðu víkingarnir sér í tals- verð verðmæti. Höfðingjar og stórmenni eignuðust geysimikið af glæstum vopnum, skrautmunum og skipum ásamt öðru. Gjafmildi og gestrisni skiptu mestu máli fyrir þá sem voru í áhrifastöðum og með því að deila út ránsfeng, vopnum og voðum, tryggðu höfðingjar sér fylgi þeirra sem lægra stóðu.2 Mikil verðmæti fluttust í gegnum samfélög í formi gjafa, en hluti þeirra hafði lítið hagnýtt gildi og gekk manna á milli kynslóð eftir kynslóð.3 Gæðum og verðmætum gjafa var veitt mikil athygli, og SAGNIR 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.