Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 69
Gjöf skal gjaldast ef vinátta á að haldast
ef eg geri að makligleikum að
launa beinann, mun eg þiggja
hrossin og vita, að þau verði
enn þá launuð að nokkurri
mynd. Eg mun bjóðast til að
gera í milli ykkar Þórðar um
mál yður, því að eigi má svo
búið standa.16
Eins og áður hefur verið nefnt var
skyldan til að endurgjalda jafn sterk
skyldunni að þiggja, og ógoldin
gjöf gerði menn háða gefanda.17
Þorsteinn hafði þegið húsaskjól hjá
Birni og skuldaði þar með einn
greiða. Þegar Björn bauð honum
hrossin að auki vildi hann ekki
þiggja þau fyrr en hin „gjöfin“
hefði verið launuð. Þorsteinn var
fylgismaður Þórðar óvinar Bjarnar
og var því ekki hrifinn af að verða
háður Birni, hann skuldaði greiða
þegar og vildi ekki bæta öðrum
ofan á. Björn hafði aftur á móti
hagsmuna að gæta í því að ná vin-
fengi við Þorstein, og fá hann þar
með í lið með sér. Þorsteinn gerði
tilraun til sátta milli Bjarnar og
Þórðar en ekki tókst sem skyldi
vegna deilna milli þeirra. Er Þor-
steinn hugðist halda heim bauð
Björn honum vináttu sína, og
„Þorsteinn kvað sér þykja í hvern
stað jafnboðið, er hann bauð sitt
vinfengi" og verða þeir ásáttir um,
að hvor myndi hefna hins eða eftir
mæla. Að skilnaði gaf Björn Þor-
steini hrossin, og skildu þeir sem
. . i o
vinir.
Veislur og gjafir
Eins og áður hefur verið vikið að
skiptu veislur miklu máli fyrir
þann sem vildi verða sér út um vin-
sældir og virðingu annarra. Gjaf-
mildi var mikils metin og þótti sá
þjónustu verður sem vel veitti.
Menn voru leystir út með gjöfum
að veislum loknum og voru þær
hugsaðar til að efla stuðning við
gestgjafa og samstöðu bænda og
búaliðs. Mikið er um veislur bæði í
Laxdæla sögu og í Bjarnar sögu
Hítdælakappa og má þar sjá
hvernig þcim var háttað.
En var öllum boðið og voru allir
leystir út með gjöfum? Jón Viðar
Sigurðsson sagnfræðingur hefur
rannsakað gjafakerfið á 12. og 13.
öld og notað Sturlungu til hliðsjón-
ar. Hann segir í bók sinni Frá goð-
orðum til ríkja:
Örlæti höfðingjanna skipti
miklu máli fyrir virðingu
þeirra. Þeir nutu ekki virðingar
fyrir auð sinn heldur gjafmildi.
Þess var krafist að þeir væru
gjaflyndir og héldu boð fyrir
vini sína. Örlátir höfðingjar
juku áhrif sín og virðingu og
þar með völd.19
í Laxdæla sögu segir frá brúðkaupi
Ólafs feilans:
Unnur hafði mikinn fékostnað
fyrir veislunni, því að hún lét
víða bjóða tignum mönnum úr
öðrum sveitum.... Og er skál-
inn var alskipaður, fannst
mönnum mikið um, hversu
veisla sú var sköruglig. Þá
mælti Unnur: „Björn kveð eg
að þessu, bróður minn, og
Helga og aðra frændur mína og
vini; bólstað þenna með slíkum
búnaði, sem nú megu þér sjá,
sel ég í hendur Ólafi, frænda
mínum, til eignar og forráða."
... [Daginn eftir dó Unnur.]
Var nú drukkið allt saman,
brullaup Ólafs og erfi Unnar.
... Ólafur feilan tók þá við búi í
Hvammi og allri íjárvarðveislu
at ráði þeirra frænda sinna, er
hann höfðu heim sótt. En er
veisluna þrýtur, gefur Ólafur stór-
mannligar gjafar þeim mönnum, er
þar voru mest virtir, áður á brott
fóru. Ólafur gerðist ríkur
maður og höfðingi mikill.20
Jón Viðar virðist gera ráð fyrir að
öllum hafi verið boðið og allir hafi
verið leystir út með gjöfum. Sam-
kvæmt frásögnum af veislum sem í
sögunum tveimur eru má sjá að
ekki hafa allir veislugestir farið rík-
ari heim. Sagnfræðingurinn Gure-
vich segir að hefð hafi verið fyrir
því að enginn færi úr veislu öðru-
vísi en að þiggja einhvers konar
gjöf,21 en ekki er að sjá á þessu
dæmi að svo hafi verið. Ólafur
SAGNIR 67