Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 71

Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 71
Gjöf skal gjaldast ef vinátta á að haldast Hann segir það sama gilda um lausafé og gripi. Gurevich tekur þetta dæmi um Kjartan þar sem hann þiggur skikkju Ólafs Tryggva- sonar, þrátt fyrir óánægju félaga sinna. Þeim þótti hann hafa gengið of mikið á vald konungs. Eftir lítið hik lét Kjartan tilleiðast að kröfu konungs og lét skíra sig til krist- innar trúar.26 Konur sem gjafir Ef við lítum á gjafir sem aðferð til að viðhalda trúnaðarböndum eða kannski aðallega til að stofna til þeirra, verður að fjalla um konur í því sambandi. Talað var um gift- ingar; konur voru gefnar mönnum, en einnig var talað um kaup, brúð- kaup. Oftast var gifting til að styrkja bönd milli gefenda og þiggjenda og til að tryggja sam- stöðu ætta.27 í mörgum tilfellum var því um að ræða einskonar hags- munahjónabönd. í Laxdælu segir frá Vigdísi Ingjaldsdóttur, Ólafs- sonar feilans, en hún var gefin Þórði godda. Um hana segir: „Vigdís var meir gefin til fjár cn brautargengis."28 Sumar konur áttu því láni að fagna að fá að vera með í skipu- lagningu ráðahags síns. Þorgerður Egilsdóttir Skalla-Grímssonar fékk að vera með í ráðum er Ólafur Höskuldsson bað hennar. Höskuldur faðir Ólafs sagði við Tilvísanir 1 Mauss, Marcel': The Gift. The form and reason for exchange in archaic societies. U.K. 1990, 60. 2 Gurevich, A.J.: „Wealth and Gift Bestowal among the Ancient Scand- inavians". Scandinavica. 1968 7(1) 133. 3 Jón Viðar Sigurðsson: Frágoðorðum til ríkja. Þróun goðavalds á 12. og 13. öld. Rv. 1989, 83. (Ritsafn Sagnfræði- stofnunar 10.) 4 Gurevich, A.J.: Categories of Medieval Culture. 1985, 230. 5 Jón Viðar Sigurðsson: Frágoðorðum til ríkja, 85. 6 Gurevich, A.J.: Categories of Medieva! Culture, 221. 7 Gágás Ia. 247. 8 Sœmundar-Edda. Eddukvœði. 2. útg. Rv. 1927, 27-28. hann þegar hann fór að leita sér kvonfangs: „... Egill á sér dóttur, þá er Þorgerður heitir, þessarar konu ætla eg þér til handa að biðja því að þessi kostur er albestur í öllum Borgarfirði og þó víðara væri; er það og vœnna, að þér yrði þá efling að mægðum við þá Mýramenn."29 Þarna kemur fram á orðum Höskulds að það var ekki eingöngu vegna þess að Þorgerður var mikill kvenkostur sem hann vildi að Ólafur kvæntist henni, heldur fyrst og fremst vegna mægða. Þeir feðg- arnir fóru saman á fund Egils og Þorgerðar og báru upp bónorðið, og fóru festar fram, með samþykki Þorgerðar.30 Veisla var haldin all- sköruleg og voru menn kvaddir með gjöfum að henni lokinni. Gjafir og álög Gjöfum fylgdu oft ýmis konar álög. Hér verður aðeins sagt frá einum hlut sem lagt var á. f Lax- dæla sögu segir frá sverði sem kon- ungur gaf Kjartani og sagði: „Hér er sverð, Kjartan, er þú skalt þiggja af mér að skilnaði okkrum; láttu þér vopn þetta fylgjusamt vera, því að eg vænti þess, að þú verðir eigi vopnbit- inn maður, ef þú berr þetta sverð.“31 9 íslenzk fornrit V. Laxdœla saga. Einar Ól. Sveinsson gaf út. Rv. 1934, 135. 10 íslenzk fornrit V, 135. 11 Jón Viðar Sigurðsson: Frá goðorðum til ríkja, 83. 12 íslenzk fornrit III. Borgfirðingasögur. Sigurður Nordal og Finnur Jónsson gáfu út, Rv. 1938, 131. 13 íslenzk fornrit III, 137-8. 14 Gurevitch, A.J.: Wealth and Gift Best- owal, 135-6. 15 íslenzk fornrit V, 75. 16 íslenzk fornrit III, 187. 17 Jón Viðar Sigurðsson: Frágoðorðum til ríkja, 82. 18 íslenzk fornrit III, 191. 19 Jón Viðar Sigurðasson: Frá goðorðum til ríkja, 82. 20 íslenzk fornrit V, 11-13. Kjartan bar ekki þetta sverð þegar þeir Bolli mættust, enda féll Kjartan. Niðurlag Hér hefur hlutverk gjafa og gjafa- skiptakerfið sem tíðkaðist á þjóð- veldisöld verið rakið og sýnt hversu mikilvægar hlutverki gjafir gegndu í valdabaráttu höfðingja. Veislur gegndu sama hlutverki og oft voru konur notaðar sem gjafir til að styrkja vináttu og auka völd. Með því að gefa gjafir gátu höfð- ingjar gert menn sér undirgefna og þegin gjöf gerði menn háða gefanda. Konungar notuðu þær til að efla áhrif sín jafnvel í fjarlægu landi. Til þess að öðlast völd urðu menn að hafa framleiðslu eða eignir umfram eigin þörf til að gefa öðrum. Auðsöfnun var almennt ekki tíðkuð á 13. öld, forystu- mönnum þótti eðlilegt að ráðstafa tekjuafgangi í gjöfum og veislum til að tryggja og styrkja stöðu sína. Það sem almennt er vitað um gjafaskipti í fábreyttum samfé- lögum kemur vel heim og saman við það gjafakerfi sem sagt er frá í Laxdælu og Bjarnar sögu Hítdæla- kappa. íslendingasögurnar ættu því að geta verið hinar ágætustu heim- ildir fyrir mannfræðinga og aðra sem vilja kanna hvernig siðum og venjum var háttað á ritunartíma þeirra. 21 Gurevich, A.J.: Categories of medieval culture, 230. 22 íslenzk fornrit V, 80. 23 íslenzk fornrit V, 74. 24 Gurevich, A.J.: Categories of Medieval culture, 219. 25 íslensk fornrit V, 118, leturbreyting höfundar. 26 Islenzk fornrit V, 123. 27 Jón Viðar Sigurðsson: Frá goðorðum til ríkja, 66. 28 tslenzk fornrit V, 21. 29 íslenzk fornrit V, 62, leturbreyting höfundar. 30 íslenzk fornrit V, 65. 31 íslenzk fornrit V, 131-132. SAGNIR 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.