Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 51
Viðtal: Orri Vésteinsson og Adolf Friðriksson
Að skoða sögu miðalda ein-
angrað frá öðrum miðaldafræðum
tel ég óhægt með öllu. Vitaskuld
fer það mikið eftir ætlun og metn-
aði hvers einstaklings, en ef hann
hefur það helst í huga að skilja alls-
konar heimildir og mannlífið sem
birtist í þeim, komast sem næst til-
veru og viðhorfum manna á fyrri
öldum, þá koma mörg efni til
greina: handritafræði, skjalfræði og
textafræði eru sjálfsagðir hlutir,
fornleifafræði og tæknisaga líka, og
þá málfræði og málsaga, bók-
menntir, kirkjulíf og klaustralíf,
trúar- og hjátrúarsaga, listasaga og
hvað annað. Ég sjálfur var bók-
menntafræðingur í upphafi, en í
þeirri grein var talið sjálfsagt á
mínum námsárum að sjá bók-
menntir og gildi þeirra í sögulegu
og þjóðfélagslegu ljósi. Þá varð ég
málfræðingur samtímis — það
„Mér fmnst gaman og
stundum gagnlegt að
umfaðma nýjar teoríur,
og jafnvel samrekkja
þcim, en aðeins í til-
raunaskyni - skamm-
sýnt að giftast þeim í
fullri alvöru. “
liggur í augum uppi að málfræði er
grundvöllur alls skilnings þegar
maður er að fást við eldri bók-
menntir. Síðan gerðist ég texta-
fræðingur, en mig hefur ætíð
langað að skoða texta í samhengi
við mannlífið og þjóðfélagið. En
það er siður hjá okkur, sem er erfð
frá klassískri fílólógíu, að maður
lætur ekki texta fara frá sér án þess
að leiðbeina námsmönnum og les-
endum almennt í einkennum og
verðmætum verksins, stöðu og
þýðingu þess, og án þess að hafa
allýtarlegar skýringar með. Gott
dæmi um slíka útgáfu er Hrafns
saga Sveinbjarnarsonar sem
Guðrún P. Hclgadóttir gaf út í
Oxford fyrir þremur eða fjórum
árum. En ef útgefandinn ætlar að
að sinna þessum kröfum kemst
hann ekki hjá því að afla sér fróð-
leiks víðsvegar, og auðvitað þarf
hann að hafa aðgang að góðum
bókasöfnum. Myndi það ekki vera
góð æfing fyrir sagnfræðinemanda
líka, að taka fyrir hendur sér kafla
úr Árna sögu biskups eða Lárentíus
sögu til dæmis og semja kom-
mentar við hann — hann lærir
mikið af því — og láta teoríurnar
bíða á meðan? Þannig er ég búinn
að lesa töluvert í fleiri greinum,
orðinn að því leyti einskonar „Jack
of all trades“, en ekki kerfisbund-
inn, og allra minnst teoríubundinn,
sérfræðingur í neinu. Ég get vel
sætt mig við að vera áhugafullur
viðvaningur, enda er það líka hefð
hjá okkur að vera pragmatískur í
viðhorfum. En ég tel það mikil-
vægt fyrir miðaldafræðing, hvort
sem hann er aðallega í sögu eða
annarri grein, að læra og lesa nógu
mikið svo að hann geti spurt veru-
lega sérfræðinga skynsamlegra
spurninga og séð kost og löst á
aðferðunum sem þeir beita í sínum
rannsóknum, geti gert sér grein
fyrir takmörkunum þeirra. í
sumum efnum verður hann nokk-
urnveginn sjálfstæður í dómum
sínum, nokkurnveginn fær um að
kjósa á milli andstæðra kenninga,
til dæmis að velja úr þeim það sem
honum þykir gagnlegt. í öðrum
verður hann eins og ég, það er að
segja svo kunnugur um ýmis efni
að hann veit þegar hann ekki veit
— er það ekki upphaf spekinnar? —
en hefur samt dágóða hugmynd
um hvar þann fróðleik sem hann
girnist er að fmna, í heilum manna
eða bókum. Því miður er ekki
hægt að gefa yngri fræðimönnum
það besta ráð, sem er að lesa allt í
einni sérgrein og margt í mörgum,
hugsa djúpt, og skrifa enga bók
fyrr en hann er orðinn fertugur eða
eldri. Sjálfur hef ég lesið töluvert
en á eftir að hugsa — kannski á
morgun. En býsna ánægjulegt
hefur það verið að leggja stund á
íslensk fræði í 40 ár og tveimur
betur. Þegar W.P. Ker kvaddi stúd-
enta sína í hinsta sinn, sagði hann
við þá: „Do what you like!“ Gerið
það sem ykkur þykir gaman að.
Ætli það sé ekki grundvöllur allrar
fræðimennsku?
SAGNIR 49