Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 79

Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 79
Akantusmunstrið aðist hún sér-íslensk einkenni og tók litlum stílbreytingum gegnum tíðina, ólíkt því sem gerðist í ná- grannalöndum okkar. Hinn róm- anski teinungur sem barst hingað á 11. og 12. öld var hér ríkjandi í munsturgerð og þótti einkennandi fyrir íslenska handmennt og list. Enn þann dag í dag eru dæmi þess að tréskurðarmenn sæki þangað fyrirmyndir sínar. Kistján Eldjárn lýsir þessari munsturgerð í inn- gangi bókar sinnar um hagleiks- verk Hjálmars í Bólu: íslenskur tréskurður ber ákaf- lega sterk ættarmót allar götur frá miðöldum og fram á tuttug- ustu öld.... Þetta sterka sam- eiginlega svipmót stafar öðru fremur frá hinunr uppundu greinum eða teinungum sem eru kennimark skreytis á þorra þessara hluta og ráða rcyndar einnig lögunr og lofum í málmsmíði, hannyrðum og lýs- ingum bóka. Þessi erlenda skrautjurt átti að upphafi ætt sína að rekja til akantusblaða í náttúrunnar ríki. Hún barst hingað til lands með rómanskri kirkjulist á miðöldum og festi rammar rætur í verkum hag- leiksmanna, gerðist íslensk og þjóðleg.2 Ég reyni í stórum dráttum að gera grein fyrir uppruna og þróun akantus munsturgerðarinnar allt frá Hellas til upphafs þessarar munstur- gerðar í Noregi og hér á landi. Uppruni og táknmerking Upphaf akantusmunstursins hefur verið rakið allt aftur til attískrar graflistar. í lok Persastríðanna (479 f. Kr.) varð Aþena miðpunktur Grikklands og undir styrkri stjórn Periklesar var stofnað hið attíska heimsveldi. Perikles var lýðræðis- legur stjórnandi sem hafði afskipti bæði af veraldlegum og andlegum málefnum. Á hans tíma var talað um gullöld Grikklands. „Takmark Perikless var að ala borgarana þannig upp við menntir, listir og stjórnarstörf, að þeir og allt attíska ríkið gætu orðið fyrirmynd allra annarra ríkja... að gjöra Aþenu - „að skóla alls Hellas.“3 Á dögum Períklesar voru reistar fagrar bygg- ingar á rústum Akrópólishæða. Þar reis Meyjahofið er hýsti hið mikla líkneski Aþenu sem talið var að Fídías hefði gert, þar reis einnig lítið hof, Erekþeion, og fögur súlnagöng Propylaiurnar. Með dauða Períklesar lauk blómaskeiði Aþeninga. Til Aþenu komu listamenn alls staðar að frá hinum gríska heimi og frá þessari borg streymdi aftur hin attíska list, list sem hafði hreinleika og fegurð að markmiði. Frá attískri jörð óx einnig jurtamunstrið sem framar öllu átti eftir að verða eign alls heimsins, hinn gullni akantus.4 Fyrstu vísa akantusmunstursins er að finna á grískum legsteinum og kerum sem höfð voru undir smyrsli og lögð í attískar grafir. Það er einnig að finna á súluhöfðum og rismyndum grísku hofanna. Munsturgerðin þótti hafa náð hámarki fegurðar sinnar á korint- ísku súluhöfðunum og því var eðli- legt að uppruni munstursins hafði oft verið rakinn þangað.5 Til er gömul þjóðsaga um uppruna munstursins sem höfð var eftir Vitruvíusi. Ung stúlka frá Korintu varð veik og dó. Gömul amma hennar safnaði saman í körfu ýmsum smáhlutum sem stúlk- unni hafði þótt vænt um, bar hana að gröf hennar og setti hana upp á gröfma. Körfuna byrgði hún með steinplötu. Af tilviljun hafði karfan verið sett á akantusrót. Um vorið uxu blöð á jurtina, og teinungarnir sem skáru hliðar körfunnar, vöfðu sig saman undir hornum plöt- unnar. Kallimachos, listamaður sem af tilviljun átti leið framhjá gröfmni, tók eftir körfunni og bernskri fegurð blaðanna. Hann Myndskreyting á attisku smyrslakeri. í bakgrunni má sjá súlu, skreytta akantus- blöðum. Karystos-mitinisvarðinn. Hér má sjá dætni um fortnræna útfærslu á aktanus- munstrinu, t.d. eru blöðin ekki tennt og ekki gerð tilraun til nákvæmrar eftirlík- ingar jurtarinnar. Frá Grikklandi u.þ.b. 450f.Kr. SAGNIR 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.