Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 83

Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 83
Akantusmunstrið fullmótað form, er hann endur- unninn og rennur saman við hið gamla án þess að stíllinn missi hinn taktfasta og baráttuglaða anda sem var arfur frá víkingat- ímanum.15 Teinungarnir mynda, ásamt dýraformunum, grunninn fyrir hinn ríkulega skreytistíl sem er á dyraumgjörðum stafkirknanna. Þessi stíll óx upp sem merkileg andstæða við annars fábreytilegar normanskar jurtaskreytingar í Norcgi. Teinungarnir voru ólíkrar gerðar eftir stöðum og lands- hlutum og fengu sín stíleinkenni er fram liðu stundir. Dyraumgjörðir stafkirknanna öðluðust samskonar- sess og bókalýsingar í Englandi. Þær urðu „handrit" Noregs. Ekki svo að skilja að enskur handritastíll væri umskapaður í risaeftirlíkingar, heldur byggði skreytistíll dyra- umgjarðanna að miklu leyti á gömlum norskum hefðum. Er hér var komið sögu höfðu ensk áhrif á skreytilistina aukist á kostnað suður- og mið-Evrópu. Aðrar breytingar má nefna, eins og til dæmis þá að gömlu Urnesdýrin fengu vængi og breyttust í dreka. Á sumum stöðum höfðu dýra- skreytingarnar enn yfirhöndina en voru undir áhrifum frá akantus- teinungnum, sum dýranna breytt- ust í einhvers konar teinungsdýr. Annars staðar stóðu bæði formin jafnhliða, jafnvel sitt hvoru megin við inngangsdyrnar. Smátt og smátt hafði teinungurinn betur, hann varð ríkari, blaðmeiri, fyllti æ meir upp í flötinn og dýrin viku. Þá fyrst er hægt að segja að stafkirkjustíllinn sé orðinn róm- anskur.16 íslensk útskurðarlist Ellen Marie Mageröy hefur rann- sakað íslenskan tréskurð frá víkinga- öld til aldamótanna 1900 og gefið út viðamikið rit um það efni. Hún skiptir mununum eftir aldri og stíl- tegund og fjallar nákvæmlega um hvern hlut og gerð hans. í íslenskum tréskurði sá hún speglast sérstæða menningu og hann var ólíkur öllu öðru sem hún hafði áður séð á Norðurlöndum.17 Mageröy segir að tréskurðar- listin hljóti að vera gömul á íslandi, líklega allt frá landnámstíð. Senni- lega komi það mörgum á óvart sem þekkja til staðhátta hér á landi, en ef betur er að gáð þarf það ekki að vera svo undarlegt. Landnem- arnir komu hér að óbyggðu landi, með ósnertu skóglendi og ógrynni af rekaviði var hér við strendur. Á miðöldum varð rekaviðurinn, ásamt innfluttu efni, aðalefniviður skurðarmeistaranna. Hver minnsta Altarisbikarinn jrá Fitjum. Róm- anskur kaleikur með akantusskreyt- ingum,Jrá Í2. öld. Rómanskir kaleikar eru ákaf- lega sjaldgœfu. fjöl var nýtt, sumir munanna voru t.d. samsettir úr mörgum viðarteg- undum, fura var annars mest not- aða tegundin. Tréskurður var aðal listformið á víkingaöldinni og því ekki nema eðlilegt að niðjar lista- manna á borð við þá sem skópu listmuni eins og Ásubjargarmunina bæru hingað neistann. Mageröy vitnar í íslendingasögurnar, því til staðfestingar að hér hafi mikið verið um útskurð og listmuni til forna. Hún nefnir til dæmis Eglu, þar sem getið er um mikinn reka- viðarauð Skallagríms. Laxdæla segir frá ríkulega skreyttum húsa- kynnum að Hjarðarholti og fleiri frásagnir í íslendingasögunum bera þessu vitni. Þó að tiltölulega lítið af munum hafi varðveist hérlendis þá eru flestir þeirra áhugaverðir og Rúmfjöl frá 18. öld. Pessi jjöl er með hefð- bundið íslenskt teinungamunstur. SAGNIR 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.