Sagnir - 01.05.1991, Qupperneq 83
Akantusmunstrið
fullmótað form, er hann endur-
unninn og rennur saman við hið
gamla án þess að stíllinn missi
hinn taktfasta og baráttuglaða
anda sem var arfur frá víkingat-
ímanum.15
Teinungarnir mynda, ásamt
dýraformunum, grunninn fyrir
hinn ríkulega skreytistíl sem er á
dyraumgjörðum stafkirknanna.
Þessi stíll óx upp sem merkileg
andstæða við annars fábreytilegar
normanskar jurtaskreytingar í
Norcgi. Teinungarnir voru ólíkrar
gerðar eftir stöðum og lands-
hlutum og fengu sín stíleinkenni er
fram liðu stundir. Dyraumgjörðir
stafkirknanna öðluðust samskonar-
sess og bókalýsingar í Englandi.
Þær urðu „handrit" Noregs. Ekki
svo að skilja að enskur handritastíll
væri umskapaður í risaeftirlíkingar,
heldur byggði skreytistíll dyra-
umgjarðanna að miklu leyti á
gömlum norskum hefðum.
Er hér var komið sögu höfðu
ensk áhrif á skreytilistina aukist á
kostnað suður- og mið-Evrópu.
Aðrar breytingar má nefna, eins og
til dæmis þá að gömlu Urnesdýrin
fengu vængi og breyttust í dreka.
Á sumum stöðum höfðu dýra-
skreytingarnar enn yfirhöndina en
voru undir áhrifum frá akantus-
teinungnum, sum dýranna breytt-
ust í einhvers konar teinungsdýr.
Annars staðar stóðu bæði formin
jafnhliða, jafnvel sitt hvoru megin
við inngangsdyrnar. Smátt og
smátt hafði teinungurinn betur,
hann varð ríkari, blaðmeiri, fyllti æ
meir upp í flötinn og dýrin viku.
Þá fyrst er hægt að segja að
stafkirkjustíllinn sé orðinn róm-
anskur.16
íslensk útskurðarlist
Ellen Marie Mageröy hefur rann-
sakað íslenskan tréskurð frá víkinga-
öld til aldamótanna 1900 og gefið
út viðamikið rit um það efni. Hún
skiptir mununum eftir aldri og stíl-
tegund og fjallar nákvæmlega um
hvern hlut og gerð hans. í
íslenskum tréskurði sá hún speglast
sérstæða menningu og hann var
ólíkur öllu öðru sem hún hafði
áður séð á Norðurlöndum.17
Mageröy segir að tréskurðar-
listin hljóti að vera gömul á íslandi,
líklega allt frá landnámstíð. Senni-
lega komi það mörgum á óvart
sem þekkja til staðhátta hér á landi,
en ef betur er að gáð þarf það ekki
að vera svo undarlegt. Landnem-
arnir komu hér að óbyggðu landi,
með ósnertu skóglendi og ógrynni
af rekaviði var hér við strendur. Á
miðöldum varð rekaviðurinn,
ásamt innfluttu efni, aðalefniviður
skurðarmeistaranna. Hver minnsta
Altarisbikarinn
jrá Fitjum. Róm-
anskur kaleikur
með akantusskreyt-
ingum,Jrá Í2. öld.
Rómanskir
kaleikar eru ákaf-
lega sjaldgœfu.
fjöl var nýtt, sumir munanna voru
t.d. samsettir úr mörgum viðarteg-
undum, fura var annars mest not-
aða tegundin. Tréskurður var aðal
listformið á víkingaöldinni og því
ekki nema eðlilegt að niðjar lista-
manna á borð við þá sem skópu
listmuni eins og Ásubjargarmunina
bæru hingað neistann. Mageröy
vitnar í íslendingasögurnar, því til
staðfestingar að hér hafi mikið
verið um útskurð og listmuni til
forna. Hún nefnir til dæmis Eglu,
þar sem getið er um mikinn reka-
viðarauð Skallagríms. Laxdæla
segir frá ríkulega skreyttum húsa-
kynnum að Hjarðarholti og fleiri
frásagnir í íslendingasögunum bera
þessu vitni.
Þó að tiltölulega lítið af munum
hafi varðveist hérlendis þá eru
flestir þeirra áhugaverðir og
Rúmfjöl frá
18. öld. Pessi
jjöl er með hefð-
bundið íslenskt
teinungamunstur.
SAGNIR 81