Sagnir - 01.05.1991, Qupperneq 9

Sagnir - 01.05.1991, Qupperneq 9
Þá riðu goðar um héruð“ þess að kaupa hey og mat, til þess að eiga nóg handa þeim. Loks kom að því að mennirnir ákváðu að fara frá Möðruvöllum og reið Guð- mundur á leið með þeim. Á leið- inni áðu þeir og spurði þá Guð- mundur Ófeig um erindi þeirra við hann.3 Ófeigur svarar: Nú vcistu, að það er vandi þinn að fara á hendur þingmönnum þínum norður um sveitir á vorin með þrjá tugi manna og setjast að eins bónda sjö nætur. Nú er það lítil vægð við þá, sem lítil fé eiga og eigi hafa betur en skipað til búa sinna á haustin. .. . nú höfðu vér eigi svo lengi verið, og þótti mér sem þú þyrftir bæði að kaupa hey og mat - og áttir allt gnógt og ert höfðingi yfir mönnum. Ég hygg, að þú værir aldrei rninni höfðingi, þótt þú færir til vina þinna við tíunda mann. Myndu allir því kunna vel.4 Guðmundur viðurkenndi að þetta væri satt og urðu ekki miklar kveðjur með þeinr. En um vorið fór Guðmundur af stað í sína árlegu för og hafði nú aðeins 10 menn með sér. Hann gisti hjá Ófeigi á Skörðum og tók Ófeigur honum vel og dvaldist Guðmundur þar í viku. Skildu þeir síðan með sæmd. „Og þótti mönnum Ófeigur mjög vaxið hafa af þessum viðskiptum þeirra Guðmundar."5 Vegna þingmannafjölda Guð- mundar ríka hefur sú spurning vaknað hvort honum hafi tekist að sameina mörg goðorð í eitt, þegar á fyrri hluta 11. aldar. Veldi Guð- mundar hefur verið líkt við veldi þeirra höfðingja sem ríktu á seinni hluta 12. aldar og á 13. öld. Spyrja má hvort þetta séu mcrki valda- samrunans, sem endaði með því að fimm ættir voru nær allsráðandi hér um 1220? Svo hefur oft verið talið. En dæmið hér að framan og fleira bendir til annars. Til að varpa ljósi á það í hverju veldi Guð- mundar mun hafa verið fólgið verður stuðst við kenningar mann- fræðinga um stórmenni (big-men) og foringja (chiefs). Fyrst er þó rétt að huga að íslendingasögum sem heimildum og spyrja hvort óhætt sé að nota þær um tímann fyrir 1100. Síðan verður samruninn á 12. öld athug- aður til þess að geta borið hann saman við veldi Guðnrundar ríka. Islendingasögur - traustar heimildir? íslendingasögurnar tvær sem fjalla eitthvað um Guðmund ríka eru Ljósvetninga saga og Valla-Ljóts saga. Hans er þó getið í fleiri sögum. Björn Sigfússon álítur að Ljósvetninga saga sé skrifuð um eða eftir miðja 13. öld.6 Þeir Andersson og Miller tímasetja hana heldur fyrr en Björn eða um 1220.7 Valla- Ljóts saga er talin vera frá fyrri helmingi 13. aldar, skrifuð á árunum 1220 - 40, skv. Jónasi Kristjánssyni.x Sagan endar fyrir 1025, þ.e. áður en Guðmundur deyr.9 Fræðimenn á seinustu áratugum hafa vantreyst íslendingasögum vegna þess hve langur tími líður frá því að þær eiga að gerast og þangað til þær eru skrifaðar. Það eru t.d. tæplega 200 ár frá ætluðu láti Guð- mundar og þangað til Ljósvetninga saga er skrifuð. Þá vaknar sú spurning, hvernig getum við þá notað íslendingasögurnar? Hvað getum við gert við Guðmund ríka? Á síðustu árum hafa mannfræð- ingar verið að kveða sér hljóðs í sambandi við rannsóknir á íslend- ingasögum og samfélaginu sem var ríkjandi hér fram til 1262. „Mann- fræðingar fast við að kanna svo- nefnd „frumstæð" þjóðfélög, lýsa þeim og bera þau saman. íslenska þjóðveldið telst hafa verið „frumstætt" þjóðfélag, m.a. af því að þar skorti sameiginlegt fram- kvæmdavald ... en blóðhefnd tíð- kaðist.“10 Mannfræðingar beina aðallega athygli sinni að kerfúm, félagslegum og hagrænum kerfúm. Bcendum virðist hafa verið frjálst að velja sér goða. Goði varð því að rækta samband sitt við þingmenn sína. SAGNIR 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.