Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 13

Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 13
„Þá riðu goðar um héruð“ Eftir að goðorð urðu staðarlega afmörkuð sóttust goðar eftir því að búa í þjóðbraut, t.d. á kirkjustöðum. Sturlungaaldar og aðeins aðdragandi hennar, og það voru höfðingjar af tegund Guð- inundar, sem styrkust stoð voru landsfriði alla 11. og 12. öld.23 Ég tel að þetta standist ekki alveg og mjög erfitt er að fullyrða að veldi Guðmundar sé söguleg stað- reynd. Við getum ekki vitað fyrir víst að það sem skrifað er um hann sé satt. í dæminu úr Ljósvetningasögu hér að framan, kom í ljós að Guð- mundur fór eins og konungur að veislum hjá þegnum sínum. Þetta virðist benda til þess að bændur hafi haft þó nokkuð að segja og Guðmundur orðið að gæta þess að hafa bændur góða. Vcldi hans virð- ist þannig vera fólgið í rækt hans við persónubundin sambönd og stöðug ferðalög. Helgi Þorláksson virðist álíta að svo hafi verið og segir að sumir goðar hafi átt fáa þingmenn sem bjuggu strjált og gæti Guðmundur ríki á Möðru- völlum í Eyjafirði verið dæmi um slíkan voldugan goða. Einnig sé ljóst að Guðmundur bjó ekki í þjóðbraut og ef marka megi sögur hafi hann ferðast langar leiðir til funda við þingmenn sína og þegið af þeim veitingar og húsaskjól.26 Guðmundur þáði gjafir og endur- greiddi með heimboðum og gjöfum. Helgi segir síðan: „Að sjálfsögðu er ekki að treysta á frá- sagnir íslendingasagna um ein- stakar gjafir og boð en kerfi gjafa- skipta og heimboða er vafalaust rétt lýst enda er þetta að öllum lík- indum fornt samfélagskerfi og rót- gróið. f slíku kerfi var höfðingjum sennilega engin nauðsyn að vera búsettir við þjóðleið.“27 Helgi telur að hafi samgöngur batnað og ferðir aukist á 11. og 12. öld, hafi goðar sóst eftir því að vera í þjóðbraut, t.d. á kirkjustöðum scm voru vel í sveit settir. Og að þeir goðar sem sátu í þjóðbraut hafi verið sigursælir, sem kunnu að notfæra sér bættar samgöngur og bættu jafnvel samgöngur sjálfir og löðuðu ferðamenn til sín og stuðl- uðu þannig að því að ferðalög jukust.28 Guðmundur ríki bjó ekki í þjóðbraut og þurfti sjálfur að ferðast milli þingmanna sinna til að tryggja sér stuðning þeirra. Þetta þurftu 12. og 13. aldar höfðingjar sem bjuggu í þjóðbraut ekki að gera, því að þeir fengu menn í heimsókn til sín og gátu þannig fylgst vel með öllu sem var að gerast. Guðmundur hefur þurft að treysta á persónusambönd sín við þingmenn sína. Veldi hans var ekki landfræðilega afmarkað og hann gat ekki neytt bændur til þess að vera þingmenn sínir, en það gátu 12. aldar höfðingjar aftur á móti. Á 12. öld fara goðorð að vera land- fræðilega afmörkuð og frjálst val bænda um goða verður því úr sög- unni. Ég álít þ ví að ekki sé hægt að telja Guðmund hliðstæðan vold- ugum 12. aldar höfðingjum, því hann virðist ekki hafa haft eins mikil völd og þeir. Niðjar Guð- mundar virðast ekki heldur halda völdum eftir hans dag, eins og Jón Viðar segir: „Við dauða Guðmundar brotnaði veldi hans í smátt ,..“29 Þannig virðist veldi hans hafa hrunið þegar hans naut ekki lengur við og persónusambönd rofnuðu. Lokaorð Getum við þá sagt að samruni goð- orða hafi komið fyrr til sögunnar en við höfum haldið? Ég álít að við getum ekki litið á þetta valdabrölt Guðmundar, eins og samruna goð- orða sem varð á 12. öld, þegar nokkrar ættir tóku að safna völdum á hendur sér. Ef við tökum heim- ildirnar bókstaflega þá getum við sagt að Guðmundur sé fyrsti goð- inn sem fari með tvö goðorð. Þar sem Guðmundur virðist hafa verið fyrsti goðinn sem fór með fleira en eitt goðorð, er veldi hans gjarnan borið saman við veldi goða á tíma samruna á 12. öld. Eins og ég hef áður sagt voru veldi þessara manna byggð á ólíkum grundvelli. Ég tel að menn hafi alltaf mátt búast við því að einhver reyndi að taka völdin, valdagræðgi virðist manninum í blóð borin. Skoðun mín er því sú að veldi Guðmundar sé ekki nein ráðgáta og það hafi í raun verið fátt sem gat afstýrt að SAGNIR 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.