Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 75

Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 75
Frumskógar samtímans formenn stjórna og nefnda ýmis konar sem virðast hafa farið með skjöl eða aðrar hcimildir heim og síðan hefur farist fyrir að þau kæm- ust á réttan stað aftur. Svona hátta- lag virðist jafnt eiga við opinbera kerfið sem cinkageirann. Leita þarf leiða til þess að koma í veg fyrir slys af þessu tagi. Jafnframt þarf að búa svo um hnúta að mikilvæg gögn utan opinbera geirans varð- veitist. í lögum um Pjóðskjalasafn segir að því sé heimilt að taka við gögnum annarra en afhendingar- skyldra aðila. Þessa heimild þarf að nýta eftir föngum, kynna mögu- leikana sem fyrir hendi eru, og hér- aðsskjalasöfn þurfa einnig að beina sjónurn sínum í auknum mæli í þcssa átt, því ógreiður aðgangur að gögnum félaga, fyrirtækja, stofn- ana og samtaka sem ekki eru skila- skyld, og fremur rýr skjalakostur á því sviði í opinberum söfnum, er eitt af því sem takmarkar mögu- leika þeirra sem stunda samtíma- sögurannsóknir. Takmarkanir af öðru tagi geta einnig valdið þeim erfiðleikum. Þeir sem fást t.d. við utanríkismálasögu síðustu áratuga hafa margsinnis rekist á hindranir þegar þeir hafa leitað eftir því að komast í opinber gögn í tengslum við hana. Af ýmsum ástæðum virðast stjórnvöld hafa verið ákaf- lega viðkvæm þegar rannsóknir á utanríkismálum hefur borið á góma og aðgangur að skjölum á því sviði virðist ekki helgast af „þrjátíu ára reglunni". Oft hefur jafnvel verið affarasælast að fara t.d. til Bandaríkjanna til þess að konrast yfir skjöl sem tengjast sam- skiptum íslendinga og Bandaríkja- manna eftir stríð. Slíkar takmark- anir kunna ekki góðri lukku að stýra og þær skekkja jafnvel niður- stöður rannsókna því aðeins ein hlið mála fæst ef íslenskar heimildir eru ekki aðgengilegar. Fjallliáiv bunkar Enda þótt oft sé erfitt að nálgast heimildir um sögu síðustu áratuga hafa samtímasögufræðingar úr býsna miklu að moða. Raunar veldur hinn gríðarlegi fjöldi heim- ilda þeim umtalsverðum erfiðleik- um. Heimildamagnið hefur aukist geysilega á 20. öld. Utgáfa bóka, blaða og tímarita hefur margfaldast miðað við fyrri tíð og aragrúi af ýmis konar bæklingum, skýrslum, greinargerðum og öðru af svip- uðurn toga hefur litið dagsins ljós. Svo ekki sé talið um hina fjallháu skjalabunka. Ekkert lát hefur verið á pappírsflóðinu. Af og til hljóta samtímasögufræðingar að fá það á tilfinninguna að þeir séu beinlínis að drukkna í heimildum og stundum standa þeir nánast ráð- þrota gagnvart þessu ofurmagni þeirra. Vegna heimildamagnsins er hætt við því að heimildirnar taki af þeim völdin, stjórni jafnvel rann- sókn að meira eða minna leyti. Vissulega er slík hætta ætíð fyrir hendi í sagnfræðirannsóknum en þcir senr rannsaka samtímasögu þurfa eflaust að hafa meira fyrir því að losna undan harðstjórn heimild- anna en hinir sem beina sjónum sínum að eldri tíma og þurfa ekki að taka afstöðu til jafn marga og ólíkra hcimilda. Þeir sem vinna á sviði samtíma- sögu eru oft á tíðum að handfjatla gögn sem jafnvel enginn annar hefur snert á aðrir en þeir sem bjuggu þau til. Vissulega getur verið skemmtilegt að uppgötva nýjar heimildir og ryðja brautina, en ýmis vandkvæði eru því einnig samfara. Þeir sem stunda rann- sóknir á eldri tíma sögu hafa t.d. oftast aðgang að yfirlitsritum, rannsóknum annarra, geta skoðað heimildaskrár og vita gjarnan að hverju þeir ganga í heimildahand- Skrár af ýmsu tagi eru bráðnauðsynlegar við rannsóknir. Samtíma- sögufrœðingar eru þó í lakari aðstöðu en margir aðrir vegna þess hversu lítið hefur verið unnið að sér- skrám sem taka til heimilda frá síðari árum. Þá hefur ný tækni alltof lítið verið notuð til þess að auðvelda frœðimönn- um heimildavinnu á söfnum. SAGNIR 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.