Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 90

Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 90
Gunnar Karlsson íslendingum hœttir til að nota nafnorð óþarflega mikið á kostnað sagna. Sömu tilhneig- ingar gcetir í ensku, en þar hafa menn líka áhyggjur afþví að nafnorð vilja bregða sér óbreytt í mynd sagna. í óhófi er hvort tveggja vannýting á möguleikum tungumálsins. skipuleggja ritgerð sína, að finna í efninu eitthvert snið sem unnt er að láta ráða efnisskipun hennar. Þetta tekst til dæmis Óskari og Unni með ágætum í greininni um Stóra- dóm, Kristjáni Sveinssyni líka í grein um stærð fiskibáta á 18. öld, en Steinunni V. Óskarsdóttur nokkru miður í ritgerð um muninn á uppeldi drengja og stúlkna. Tveir fyrstu undirkaflar hennar heita nöfnum sem gætu eins átt við greinina í heild: Uppeldi stráka og stelpna (51) og Karlmenn einhvers konar „sparispíss“? (52), og ég sé ekki hvað ræður því hvernig efnis- atriðum er skipað í þessa kafla, né þá sem koma á eftir. Komið er oftar en einu sinni að hverju atrið- inu af öðru, svo sem hjásetu (51- 52), barnagæslu (51-52, 56) og ófullnægðri menntunarþörf stúlkna (53-57). Kannski stafar þessi klifun af því að Steinunn hafi ætlað að skrifa frásagnargrein og taka vitnis- burði heimildarmanna sinna fyrir í röð. Þá hljóta sömu efnisatriði að koma fyrir oftar en einu sinni, því margir heimildarmenn tjá sig um sömu efni. En fyrir slíka grein er höfundur allt of heimaríkur og ákafur að draga ályktanir. Megin- niðurstaðan, að konur hafi verið aldar upp til að verða auðmjúkar og undirgefnar, er sett fram einum átta eða níu sinnum í greininni, oft- ast með þessum sömu orðum. Það er styrkur Sagna að þar er mikið fjallað um efni sem snertir fólk beint og sterkt; þar er skrifað um tilfinningamál. Þeim mun fremur þarf að forðast að klifa á tilfinningahlöðnum niðurstöðum. Á sama hátt held ég að höfundar ættu að láta lesendum eftir að fella siðferðilega dóma um söguper- sónur og gerðir þeirra, því fremur sem þeir eru augljósari. „Með lýs- ingu á málsatvikum í huga verður þetta að teljast furðuleg niður- staða“, segir Guðfinna Hreiðars- dóttir um Landsyfirréttardóm einn (14), en er þá búin að segja les- endum nógu mikið um dóminn til þess að þeir undrast sjálfir án hennar hjálpar. „Enginn þing- maður sá ástæðu til að leggja orð í belg“, segir Arnþór Gunnarsson um frumvarp Katrínar Thoroddsen um dagheimili barna (39). Hann hefði átt að setja punkt þar, en bætir við: „sem verður að teljast undarlegt.“ Svo á Arnþór eftir að koma að sama atriði á eftir og hnykkja á hneykslun sinni (39): „Slíkt er auðvitað óþolandi viðmót þegar til lengdar lætur. “ Sama getur átt við þótt ekki sé verið að draga siðferðilega ályktun. „Þær eru hvorki færri né fleiri en 107“, segir Guðjón Friðriksson (83), og bætir við: „og er það ótrúlegur fjöldi. “ Það er grikkur við lesendur að grípa fram í fyrir þeim með dóma og ályktanir því að það skemmti- legasta í sögu er einmitt að álykta. Þess vegna er líka rétt að birta sem oftast nægar upplýsingar til að les- endur geti ályktað sjálfir cða fylgst méð ályktunum höfundar og metið þær. Höfundur á að taka lesendur með sér inn söguna, ekki skammta þeim álit og ályktanir út um lúgu. Á þessu flaskar Birgir Jónsson dálítið í grein sinni um tekjumun presta á 18. og 19. öld. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að hægt sé að tala um tvær stéttir presta (72): „Önnur sem gat kostað uppeldi og menntun barna sinna en hin ekki.“ Með þessum orðum tengir Birgir niðurlagið haglega við upphafsorð greinarinnar, tilvitnun í Jón Eiríks- son um það böl að embættismenn hafi ekki efni á að ala börn sín upp ' til að taka við embættum (68). En gallinn er sá að forsendur fyrir þessari tvískiptingu prestastéttar- innar birtast ekki í greininni. Þar koma aðeins fram upplýsingar um að sex- til tólffaldur munur hafi verið á tekjum bestu og lökustu brauða (70-71). Þó tekur steininn úr að þessu leyti í hugvekju Jóns ísberg í tilefni af 500 ára afmæli Píningsdóms. Þar eru lesendur meðal annars fræddir á því að víg Jóns Gerrekssonar, „brottrekstur" Guðmundar Arasonar ríka á Reyk- hólum, Langaréttarbót og víg Björns Þorlcifssonar hirðstjóra séu merki um samvinnu milli „landcig- enda, bænda, kirkjuvaldsins, kóngs og síðast en ekki síst Hansakaup- manna." (76) Ef einhver vill fá rök eða sannanir segir höfundur í lokin, í staðinn fyrir heimildatilvísanir (77): Þessi grein byggir á prentuðum og þekktum heimildum sem lesendum Sagna ætti flestum að vera vel kunnugar og er því ástæðulaust að vera með heim- ildatilvísanir í svo margþvældu efni. Hér er lesendum semsé tilkynnt að kunni þeir ekki skil á því sem er haldið fram í greininni þá hafi þeir ekki fylgst nógu vel með í fræðun- um. Nú vill svo til að ég er nýbú- inn að lesa splunkunýtt fimmta 88 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.