Sagnir - 01.05.1991, Qupperneq 77

Sagnir - 01.05.1991, Qupperneq 77
Frumskógar samtímans nýju heimildaflokkum. Þeir þurfa að takast á við þá, greina heimild- irnar, túlka þær og meta, og læra að vinna með þær og með þeim. Með víxlverkan ritaðs máls og annars konar heimilda fæst fyllri mynd af liðinni tíð og undirstöður rannsókna verða traustari. Tómt mál er hins vegar að tala um notkun þessara nýju heimilda ef þær eru ekki aðgengilcgar eða fræðimenn vita ekki hvar þær er að finna. I þessum efnum er við ærinn vanda að etja því aðgangur að þeim er engan veginn greiður. Utvarp og sjónvarp eiga t.d. stór segul- banda- og myndasöfn en fyrir utanaðkomandi er almenn aðstaða til rannsókna afar takmörkuð. Og þó færi gefist á að nota þessi heim- ildasöfn er ekki þar með sagt að það finnist sem leitað er að, því margt hefur glatast í tímans rás. Á sumum sviðum er raunar hvergi hægt að ganga að einstökum heim- ildaflokkum í heild, t.d. íslenskum hljómplötum eða kvikmyndum. Á síðustu árum hefur verið reynt að bæta nokkuð úr þessum vankönt- um, t.d. eru nokkur ár síðan hljómplötur voru gerðar skila- skyldar á Landsbókasafn og Kvik- myndasafn íslands hefur lagt sig eftir innlendum myndum. En margt eldra efni er enn afar erfitt að nálgast. Oft virðist mun auðveld- ara að komast yfir erlent efni af þessum toga en innlent. Svipaður vandi snýr að þeim sem vilja nálg- ast ljósmyndir frá síðustu áratug- um. Ljósmyndasöfn eru fá og meiri áhersla virðist hafa verið lögð á skráningu og tímasetningu á myndum sem taka til tímans fyrir 1940 en eftir. Af þeim sökum er oft tímafrekt og erfitt að leita að ljós- myndum frá síðustu áratugum. Að ljósmyndasöfnum frátöldum er helst hægt að reyna við dagblöð og einkasöfn en þar er við ramman reip að draga því miklu virðist hafa verið fargað og einkasöfnin eru oft óaðgengileg og dreifð út um víðan völl svo örðugt er að öðlast heild- aryfirsýn. Hætt er því við að sagn- fræðingar missi sjónar af mikil- vægum heimildum samtímasög- unnar á þessu sviði sökum þess hve erfitt er að nálgast þær. Fáeinar spurningar að lokum Af ofanskráðu má ljóst vera að fjöl- mörg vandamál verða á vegi þeirra í bíóhúsum hefur fólk kynnst nýrri veröld með hjálp kvikmyndanna og þau hafa verið mikilvœg í skemmt- analífmu. í sam- tímasögurann- sóknum má m.a. tengja kvikmyndir við leit fólks að fyrirmyndum þegar íslenskt þjóðfélag var að taka rót- tækum breytingum í átt til borgarsam- félags. sem stunda rannsóknir í samtíma- sögu. Og þó er aðeins fátt eitt talið. Þegar heimildir samtímasögunnar eru hugleiddar má velta upp ýmsum spurningum sem snerta þessa hlið sagnfræðirannsókna og spegla vandkvæðin sem við er að eiga. Hvaða áhrif hafa t.d. tímatak- markanir þrjátíu ára reglunnar á rannsóknir í samtímasögu? Skortir ekki heimildir um fjölmörg svið mannlífsins þrátt fyrir þetta ofur- magn heimilda? Hvar setur heim- ildafæðin helst skorður? Hvers eðlis eru þær heimildir sem margir styðjast við, t.d. dagblöð? Eru þau traust eða skekkja þau þá mynd sem sagnfræðingurinn leitast við að draga upp? Skipta munnlegar heim- ildir miklu máli þegar samtíma- sagan er annars vegar? Hvað ber helst að varast þegar þær eru not- aðar og hvernig má nýta þær á árangursríkan hátt? Stýrir skráning heimilda á skjalasöfnum að ein- hverju leyti því hvað menn ákveða að taka fyrir? Hvaða áhrif hefur ný tækni, t.d. síminn, pappírslausa skrifstofan, tölvupóstur og tölvu- tímarit? Hvernig nýtist úrvinnsla á gögnum frá síðari árum sagn- fræðingum, t.d. tölfræðiheimildir ýmis konar á vegum hins opinbera? Er ekki margt að varast þegar þær eru notaðar? Auðveldar það rann- sóknir að sá sem stundar samtíma- sögu getur oft á tíðum nánast „gengið inn í söguna", gert kann- anir á vettvangi? Skiptir aldur sagnfræðingsins meira máli í sam- tímasögurannsóknum en þeirra sem kanna eldri tíð? Hvaða áhrif hefur skortur á grunnrannsóknum í samtímasögu á stöðu sagnfræðinga sem við hana fást? Verður hver og einn að byrja á því að smíða almennan ramma og fella síðan viðfangsefnið inn í hann? Hvaða áhrif hefur nálægð atburða í tíma og rúmi yfirleitt á rannsóknir í samtímasögu og mat á þeim heim- ildum sem til álita koma? Ekki verður reynt að svara þessurn spurningum hér, en þær látnar les- endum eftir til umhugsunar. SAGNIR 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.