Sagnir - 01.05.1991, Qupperneq 67

Sagnir - 01.05.1991, Qupperneq 67
Gjöf skal gjaldast ef vinátta á að haldast veislur og gjafir, gjafir konunga, konur sem gjafir og loks gjafir og álög. Gjafir til friðar og sátta Eins og fram hefur komið voru gjafir notaðar í ýmiss konar til- gangi, bæði þegar stofna þurfti til vináttu og viðhalda henni. Ef slett- ist upp á vinskap voru þær notaðar til að friða eða sætta menn. Sam- kvæmt Laxdæla sögu og Bjarnar sögu Hítdælakappa voru friðar- og sáttargjafir mikilvægar. Frásögn af athyglisverðustu friðar- og sáttargjöf í þessum sögum er að finna í Laxdæla sögu. Kjartan Ólafsson kom til íslands eftir að hafa verið í Noregi með konungi og hafði þá Bolli Þorleiks- son, fóstbróðir hans, kvænst Guð- rúnu Ósvífursdóttur sem var föstnuð Kjartani.', Bolli átti stóðhross þau, er best voru kölluð; hesturinn var, mikill og vænn og hafði aldregi brugðist að vígi; hann var hivítur að lit og rauð eyrun og toppurinn. Þar fylgdu þrjú merhryssi með sama lit sem hesturinn. Þessi hross vildi Bolli gefa Kjartani, en Kjartan kvaðst engi vera hrossamaður og vildi eigi þiggja. Ólafur bað hann við taka hrossunum, — „og eru þetta hinar virðuligstu gjafar." Kjartan setti þvert nei fyrir. Skildust eftir það með engri blíðu, og fóru Hjarðhylt- ingar heim, og er nú kyrrt.1" Hafa ber það í huga að skyldan að þiggja var þá jafn sterk og sú að gefa og endurgjalda.11 Með því að þiggja ekki gjöfina braut Kjartan eina reglu gjafaskiptaformsins, skylduna að þiggja. Þess vegna skapaðist ójafnvægi í samskiptum þeirra Bolla og upp frá því varð ófriður milli þeirra og fjölskyldna þeirra, sem endaði með dauða beggja. Neitun Kjartans er stað- festing á óvináttu eins og viðtaka staðfestir vináttu. í Bjarnar sögu Hítdælakappa má finna svipað dæmi ósáttar sem leyst var með friðar- og sáttargjöf og eins og í Laxdæla sögu var það tengt kvonfangi. Björn Arngeirs- son Hítdælakappi var heitbundinn Oddnýju Þorkelsdóttur og sat hún í festum heima á íslandi á meðan Björn var með konungi í Noregi. Þórður Kolbeinsson, félagi Bjarnar, sem var einnig með kon- ungi, fór heim á undan Birni og þóttist ætla að færa kveðjur og gjöf konuefni hans, en í stað þess bað hann hennar sjálfum sér til handa. Þórður fór þarna eins að og Bolli Þorleiksson gerði í Laxdæla sögu, þegar hann bað Guðrúnar Ósvíf- ursdóttur. Þegar Björn komst að þessu varð hann að vonum æfur Þórði, svo úr varð óvinátta. Margar tilraunir voru gerðar til sátta með þeim Birni og Þórði en þær fóru allar á einn eða annan hátt út um þúfur og lauk deilum þeirra með því að Þórður drap Björn. Fyrsta sáttatilraun fór þannig fram að eitt sinn er Þórður og SAGNIR 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.