Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 36

Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 36
Pétur Pétursson og Snorri Már Skúlason aðstæðum stúlkunnar heldur var hún dæmd sem kaldrifjaður morð- ingi á síðum blaðsins. Frá dulsmálsfréttinni víkur sög- unni að innbrotsþjófnaði nokkurra kvenna, en þetta mál var greinilega birt þar sem það hefur þótt óvenju- legt, það stakk í stúf við önnur afbrotamál sem dómsvaldið hafði afskipti af. Þar kemur tvennt til: Hér voru konur á ferð, og þær voru nokkrar saman, að því er virtist, í nokkuð skipulögðu þjófa- félagi. Síðarnefnda atriðið vekur sérstaka athygli þar sem brot hér á landi voru í flestum tilfellum lítt skipulögð heldur réðust þau af aðstæðum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að fólk varð í mörgum til- fellum glæpahneigðara við að flytj- ast í þéttbýli, þar sem gömlu gildin gengu síður upp. Þannig taldi Emile Durkheim sem kom fram með kenningu um siðrof (anomi) að þjóðfélagsþróun í iðnaðarsam- félaginu (sjávarþorp og verslunar- staðir hér á landi) leiddu til fjöl- breyttari verkaskiptingar og aukins stéttarmuns. Við slíkar aðstæður taldi hann hættu á félagslegri upp- lausn. Einstaklingarnir yrðu að gangast inn í ný hlutverk í sam- félaginu sem væru þeim framandi og þeir réðu ekki við. Nýjar sam- skiptareglur kæmust ekki í gagnið vegna takmarkaðra félagslegra samskipta og því skapaðist siðrof.16 Það er forvitnilegt að velta fyrir sér hvort kenning Durkheims eigi við um þjófafélag Reykjavíkurkvenn- anna. Ef til vill er eftirfarandi frétt heimild um fyrsta skipulagða glæpa- flokkinn í Reykjavík, allavegana vakti athæfi kvennanna athygli og furðu fyrir flcira en það eitt að þjóf- arnir voru konur. Kvenfólk fremur innbrotsþjófnað í fyrra vetur hvarf úr biskups- stofunni gömlu í Laugarnesi all- mikið af sængurfatnaði og fl. er bæjarstjórn Reykjavíkur átti þar geymt síðan 1872, að þar var sjúkrahús fyrir Frakkneska fiskimenn er hingað fluttust bóluveikir. Seint í fyrra mánuði varð loks uppvíst, hverjir valdið höfðu hvarfi þessu, og eru það nokkrar lausakonur hér í bænum. Virðast þær hafa verið í félagi svo árum skiptir bæði um þennan þjófnað og aðra stuldi, er mjög hafa verið tíðir hér í Reykjavík að undanförnu, einkum í vetur. Er mikið af því innbrotsþjófnaður, einkum í hjalla og önnur útihús. I Laug- arnesi höfðu þær brotist inn um glugga, skömmu fyrir jólin í fyrra vetur og borið þaðan klitjar sínar af þýfi.17 Samkvæmt dómabók bæjarréttar Reykjavíkur þar sem mál kvenn- anna var tekið fyrir 3. febrúar 1877 reyndust þær hafa verið fjórar á ferð. Níelsína Hansdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Anna ívarsdóttir og Guðrún Halldórsdóttir en sú síðasttalda var einkum í slagtogi með Níelsínu og er hennar ekki getið frekar í dónmum. Níelsína Hansdóttir var sögð hafa brotist inn á 13 ólíkum stöðum, í hjalla og útihús, og stolið aðallega fatnaði af ýmsu tagi, allt frá barnatreyju og háleistum til karlmannsnærbuxna. Guðrún Bjarnardóttir stal úr Lauganesi 1875 einum koppi og striga utan af heydýnu, auk kjöt- bita frá húsbónda sínum. Anna ívardóttir fór inn í opinn skúr í Lauganesi 1874 við tvær aðrar konur og tók þar tvo diska og sprungna krukku. Einnig hafði hún tekið við þýfi frá öðrum konum eins og koddaræfli, léreftsvoðum og línlaki. Erfitt er að sjá af dómabókinni að þær stöllur hafi unnið skipulega saman að þjófnuðunum, tengslin á milli þeirra virðast óljós en einhver hljóta þau að hafa verið fyrst mál þeirra voru tekin fyrir sameigin- lcga. Níelsína scm reyndar strauk úr varðhaldi sumarið 1876 var dæmd til tveggja ára bctrunarhús- vinnu, Guðrún Guðmundsdóttir var látinn sæta refsingu við vatn og brauð í 2x5 daga og Anna ívars- dóttir fékk 4x5 daga refsingu við vatn og brauð.18 Ekki verður séð að mál kvennanna hafi komið fyrir Landsyfirrétt.19 En snúum okkur að öðrum málum, þar sem kvenfólk átti einn- ig hlut að máli. Gísli Ágúst segir, í fyrrnefndu riti sínu, að dæmi væru um að giftir húsbændur keyptu vinnumenn og bændasyni til að gangast við börnum sem þeir sjálfir áttu20 og vitnar í þeim efnum í endurminningar Magnúsar Bl. Jónssonar. í Þjóðólfi 1854 birtist eftirfarandi frétt: Fleygst hefir að norðan sá orð- sveymur, að ráðskonan amt- mannsins á Friðriksgáfu hafi alið barn og kennt bóndasyni þar í grennd, og er það varla í frásögur færandi; hitt er merki- legra, ef satt væri, sem barst þar með, að barnsfaðirinn hafi orðið 200 rd. ríkari á burðardegi barnsins, og hefir þá merkilega ræzt á honum orðtækið: „gefur guð björg með barni“; en „all- tjend segja mennirnir til sín“!21 Þarna skín í gegn háðið hjá blaða- manni að einhver stórbóndinn eða embættismaðurinn, sem átti nætur- gistingu hjá amtmanninum fyrir norðan, eða kannski amtmaðurinn sjálfur, hafi farið herbergjavillt í myrkrinu. Má þar kannski kenna um, að ljósmeti var af skornum skammti og hinn byltingakenndi olíulampi vart kominn til sögunnar hér á landi, en um það skal ekki fullyrt. Samkvæmt dómabókum voru barnsfaðernismál22 þó nokkuð algeng, t.d. voru þau 14% mála, sem komu fyrir rétt, í Eyjafjarðar- sýslu 1851—’59 og 6,2% mála í Gullbringu- og Kjósarsýslu, á árunum 1855—’59 voru af sama T\ toga. J í Landsyfirrétti árið 1864 féll dómur í barnsfaðernismáli. Þar segir frá Guðbjörgu Jónsdóttur sem höfðaði mál gegn sýslu- manninum í ísafjarðarsýslu, Stefáni Bjarnarsyni og lýsti hann föður að stúlkubarni sem hún ól 28. sept- ember 1866 og hlaut við skírn nafnið Stefanía, vafalaust í höfuðið á meintum föður sínum. Sýslu- 34 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.