Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 22
Sigríður K. Þorgrímsdóttir
í Essen, en þær fá yfirleitt engir
útlendingar að sjá“ sagði Morgun-
blaðið.36
„Efnahagsundur“ Hitlers
íslendingar voru ekki einir um að
dást að undrum þriðja ríkisins. Það
gerði fjöldi fólks um Evrópu alla
og varla von að íslendingar sæju
frekar inn í framtíðina en aðrir.
Þjóðverjar lögðu mikið upp úr að
ganga í augun á útlendingum og
ckkert var til sparað í þeint tii-
gangi. Má til dæmis nefna Ólym-
píuleikana í Berlín 1936, en glæsi-
leiki þeirra vakti hrifningu víða.
Margt af því sem miður fór var
hulið á bak við tjöldin. Hitlcr tókst
að nokkru á við atvinnuleysið, sent
var gífurlegt, með því að endurher-
væða Þýskaland. Auk þess var
komið á þegnskylduvinnu fyrir
ungt og atvinnulaust fólk. Þetta
þótti mörgum ágætt ráð hér heima
á Fróni, þegnskylduvinna hafði
löngum átt hér talsmenn. Nasistar
(og einnig fasistar) fjötruðu verka-
lýðshreyfinguna og lækkuðu laun-
in. Þenslan í efnahagskerfinu gat
ekki endað vel ef friður hélst, en
Hitler ætlaði sér í stríð og láta her-
tekin meginlönd Evrópu um að
leysa efnahagsvanda Þýskalands.
Hlýðni Þjóðverja við nasista og
foringjadýrkunin á Hitler var
haldið við að töluverðu leyti með
því að ala á ótta og ofbeldi. En um
það var umhciminum lítið
kunnugt. Utlendingar fengu jafn-
vel að heimsækja fangabúðirnar í
Dachau til að sannfærast um
mannúðlega meðferð fanga. Hitler
tókst að varpa ryki í augu margra
íhaldsmanna. Hitler var að fram-
fylgja sinni eigin óháðu stefnu og
notaði til þess hvaða meðul sem
var. Hann friðmæltist við íhaldsöfl
innanlands og utan og lést vilja
vinna með þeim eftir þeirra nóturn.
Afnám þingræðis og hin miklu
ríkisafskipti á öllum sviðum í
Þýskalandi voru þó vart í anda
íhaldsflokka Vestur-Evrópu. Margir
íhaldsmenn virðast ekki hafa skoðað
stefnu nasista nógu vel til að gera
sér grein fyrir raunverulegu eðli
Sumir hœgrimenn
voru alla tíð á móti
Hitler og nasistum.
Peirra á meðal var
hreski íhaldsmaður-
inn Winston
Churchill og sá
íslenski Ólafur
Thors. íslenskir
nasistar töldu Ólaf
vera af Gyðingacett-
um.
hennar. Sumir íhaldsmenn voru þó
alla tíð á móti Hitler, til dæmis
breski íhaldsmaðurinn Winston
Churchill og íslenski íhaldsmaður-
inn Ólafur Thors.37
Margir íslenskir og breskir
íhaldsmenn áttu það sammerkt að
hrífast af hinum „sterka“ stjórn-
málamanni, ekki síður af Mussolini
en Hitler.38 íslenskir hægrimenn
létu ekki síður blekkjast af fallegu
yfirborði þriðja ríkisins, en margir
samherjar þeirra erlendis.
Umsagnir um Hitlers Þýskaland
voru yfirleitt jákvæðar í Vísi og
Morgunblaðinu, eftir að líða tók á
árið 1933 og eftir það. Ótti við að
neikvæð umræða setti viðskipta-
hagsmuni í hættu, aðdáun á harðri
baráttu Hitlers gegn kommún-
istum og hrifning á „framförum“ í
Þýskalandi eru allt orsakir sem
liggja hér að baki að meira eða
minna leyti.
Islenskir nasistar
Þjóðernishreyfing íslendinga leit
dagsins Ijós árið 1933. Þá ríkti
kreppa og óánægja með þá valkosti
sem fyrir voru í stjórnmálunum.
Hreyfingin bauð fram til bæjar-
stjórnarkosninga í Reykjavík 1934
ásamt Sjálfstæðisflokknum. Við
það klofnaði hún og stofnaður var
Flokkur þjóðernissinna. 1 honum
voru aðallega ungir menn og var
stefnuskrá flokksins mikið til sam-
hljóða stefnu þýskra nasista. Þjóð-
ernishreyfingin byggði ekki nema
að litlum hluta á nasískri hug-
myndafræði og var mun „íslensk-
ari“ en Flokkur þjóðernissinna.
Tengsl hreyfingarinnar við Sjálf-
stæðisflokkinn voru mikil, en öðru
máli gegndi um Flokk Þjóðernis-
sinna. Hann kærði sig ekkert um
nein tengsl við „íhaldið“. Líklega
voru engin bein tengsl á milli
þýskra og íslenskra nasista þrátt
fyrir einkennisbúninga og haka-
kross beggja. Flokkur þjóðernis-
sinna lognaðist út af smárn saman
og eftir 1939 heyrðist ekki meira
frá honum.39 Ástæður hafa eflaust
vcrið ýmsar, en líklcga leist
íslensku nasistunum ekki meira en
svo á framgang Hitlers.
20 SAGNIR