Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 81
Akantusmunstrið
fannst kvistur sem talinn var hafa
því hlutverki að gegna að koma í
veg fyrir að viðkomandi gengi aftur.
Sérstök dauðamunstur eru á flestum
austur-asískum grafkcrum, sam-
svarandi grísku skreytingunum.
Niðurstaðan var því eðlilega sú að
ekki væri neinn vafi á því að akant-
usmunstrið í grískri graflist hefði
haft táknræna merkingu.9
Þróun munstursins
Fyrstu akantusskreytingarnar voru
formrænnar gerðar, en ekki náttúr-
legar eftirlíkingar. Fyrsti vísirinn, í
áttina til nákvæmari eftirlíkingar,
var í formi lítils blaðs sem teygði sig
út úr vafningunum og líktist æ meira
náttúmlegu fyrirmyndinni, varð
fjaðurlaga og með þyrnóttum
jöðrum. Slík þróun frá formrænni
gerð til náttúrulegra eftirlíkinga er
ekki óvanaleg þó að jafn oft sé þró-
unin í gagnstæða átt.10
Þessi gríska munsturgerð átti
eftir að ná ótrúlegum vinsældum
víða um heim. Það var ekki hvað
síst fyrir atbeina Rómverja sem
hrifust mjög af akantusmunstrinu.
Þeir tóku það upp á arma sína,
þróuðu það áfram og komu fram
með sérrómversk einkenni.
Norsku tréskurðarmeistararnir
sóttu raunverulega fyrirmynd sína
til rómverskrar útfærslu á grísku
akantus-skreytingunum. Hið sama
má segja um íslenska skreytilist,
hún sótti sína fyrirmynd til rómanska
teinungsins með akantusblöðum
sem barst hingað á 11. öld.
Með akantuslaufinu og hinni
taktfast gerðu jurtaröð hafði hin
gríska skreytilist náð árangri sem
ekki er gjörlegt að ofmeta.
„Öll blaðagerð skreytilistar-
innar sem ekki ber greinileg ein-
kenni náttúrulegrar fyrirmynd-
ar, er í raun afsprengi gamla
gríska akantusblaðsins. Það sem
ef til vill var einu sinni merki
dauðans, varð að sjálfri lífslín-
unni í evrópskri skreytilist.“n
Fyrir barokk akantusinn hafði
gríska skreytilistin samt enga beina
þýðingu. Gríski akantusinn var
Jalangurssteinninn frá því um 980 e Kr. Hér má sjáfyrstu vísa akantusmunstursins
í norrœnni list. Meginatriði myndskreytingarinnar er „Kristsdýrið“ sem talið er eiga að
tákna Jesú Krist. Jalangursstíllinn er eldri en Hringaríkisstíllinn, eitt af einkennum
hans er dýrsmynd sem dregin er með tvöfóldum útlínum.
svokallaður stöngulteinungur sem
hafði meiri þýðingu fyrir endur-
reisnina og einveldið en hið
„franska lauf“ barokk tímabilsins.
Rómverjar sköpuðu hinn blaðríka
blaðteinung sem barokktíminn
byggði á sína skreytilist. Róm-
verjar bættu engum nýjum atriðum
við grísku skreydlistina en þaul-
unnu og auðguðu hana. Þeir voru
mjög uppteknir af akantusmunstr-
inu og gerðu það svo rómverkst að
komi það fyrir í skreydlist eykur
það líkurnar á að hluturinn tilheyri
rómanska tímabilinu.
Rómverjar höfðu lengi verið
undir áhrifum frá grískri menn-
ingu, sem dæmi má nefna list Etr-
úra. Grískir lista- og handverks-
menn höfðu einnig lengi verið
fengnir til Rómar. Þegar svo Róm-
verjar hertóku og fóru ránshendi
um Grikkland fluttu þeir heim í
miklum mæli gripi og gríska list-
muni sem aftur hafði ómæld áhrif á
rómverska menningu.
Hjá Rómverjum tók akantus-
munstrið miklum breytingum, t.d.
varð akantusteinungurinn æ blað-
ríkari, þar til stöngullinn hvarf
alveg eða varð þakinn blöðum.
Blöðin fóru að vefjast um stöngul-
inn og fylgja stefnu hans. Stöngul-
endarnir enda í hnöppum og
SAGNIR 79