Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 42
Peter Foote
Viðtal: Orri Vésteinsson og Adolf Friðriksson
Islendingar sem leggja stund á
íslensk fræði við erlenda háskóla
undrast oft þann mikla áhuga
sem erlendir fræðimenn hafa á
sóknir erlendra fræðimanna í
íslenskum fræðum ná ekki alltaf
eyrum íslenskra kollega, og oft
virðist sem sitthvor umræðan sé í
„ . . . hafði helst búist við að verða menntaskólakennari einhversstaðar uppi í sveit með
íslensku til hjástundaajþreyingar. “
tungumáli, sögu og bókmenntum
okkar litlu þjóðar og þá löngu hefð
sem þar býr að baki. Sá áhugi birt-
ist ekki aðeins í vingjarnlegri for-
vitni, heldur í kennslu, rann-
sóknum og útgáfustarfsemi. Rann-
gangi; önnur á fslandi og hin er-
lendis. Síst mun þetta stafa af
áhugaleysi útlendinga á því sem
íslenskir fræðimenn hafa að segja,
heldur frekar af því að íslendingum
finnst þeir hafa betri og dýpri skiln-
ing á sinni eigin sögu, bókmennt-
um og tungumáli og þurfa því ekki
að kynna sér skoðanir annarra.
Viðhorf og hugmyndir erlendra
fræðimanna eru íslendingum oft
framandi og hina síðarnefndu
skortir gjarnan þekkingu — og
áhuga — á hinum menningarlega
bakgrunni sem slíkar hugmyndir
cru sprottnar úr.
Til þess að bæta aðeins úr þessu
leituðu Sagnir til Peters Foote pró-
fessors, sem í yfir 40 ár hefur verið
í forystusveit þeirra er stunda ís-
lensk fræði á Bretlandi. Hann er
því manna fróðastur um áhuga á
íslenskri menningu þar. í þessu
viðtali mun Foote rekja upphaf
þessa til frásagna ferðamanna um
furðulandið ísland og ljóða róm-
antískra skálda um hina framandi
menningu. Við munum einnig
kynnast viðhorfum breskra fræði-
manna til íslenskukennslu og fá
innsýn í stöðu hennar á Bretlandi í
dag,-
Peter Foote er fæddur árið 1924
og kenndi við Norðurlandamála-
deild University College í London
í meira en 30 ár — frá 1950 til 1983
— og var deildarstjóri hennar síð-
ustu 20 árin. Hann hefur gefið út
fjölda íslenskra miðaldarita, ritstýrt
safnritum og þýtt bækur um
íslensk og norræn efni á ensku.
Safn greina hans er að finna í ritinu
Aurvandilstá sem kom út 1984.
Helsta rit. hans verður að telja The
Viking Achievement sem hann skrif-
aði ásamt David M. Wilson og
kom fyrst út árið 1970. Það er
grundvallarrit í víkingaaldarfræð-
40 SAGNIR