Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 70

Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 70
Margrét Jónasdóttir gefur þeim sem „mest voru virðir“. Líklega gerir Jón Viðar ráð fyrir of miklum gjöfum. f dæminu hér að ofan segir að Unnur hafi látið bjóða tignum mönnum úr öðrum sveitum, en samt gaf Ólafur aðeins þeim er mest voru virðir af þeim. Merkileg er einnig í þessu sam- hengi veisla sem Ólafur Höskulds- son hélt. Þar segir: „Hann gaf og stórgjafar öllu stórmenni, er hann hafði heim sótt. Þótti Ólafur vaxið hafa af þessari veislu."22 Sú spurning vaknar hvort höfundur tali um alla sem heim- sóttu Ólaf sem stórmenni og því hafi allir fengið gjafir, eða hvort hann hafi eingöngu gefið stór- mennum og ekki þeim sem áhrifa- minni voru? Líklega er því farið hér eins og lesa má út úr öðrum dæmum að aðeins stórmennum voru gefnar gjafir, hinir urðu að láta sér nægja veitingar. Að lokum skal hér nefnd erfidrykkja Höskulds Dala-Kollssonar. Ólafur sonur hans var staddur á Lögbergi og bauð til erfidrykkju „...öllum goðorðsmönnum, því at þeir munu flestir hinir gildari menn, er í tengðum váru bundnir við hann; skal og því lýsa, at engi skal gjafalaust á brott fara hinna meiri manna. Þar með vilju vér bjóða bændum og hverjum, er þiggja vill, sælum og vesölum; skal sækja hálfsmánaðar veislu á Höskuldsstaði, þá er tíu vikur eru til vetrar.“23 Þessi veisla varð Ólafi til mikils framdráttar og óx höfðingdómur hans enn meir. Það er athyglisvert að talað er um að það hafi verið venja að enginn færi úr veislum öðruvísi en að fá gjafir, en bæði í þessari veislu og í veislu Ólafs feil- ans, fengu aðeins þeir gjafir sem voru voldugastir áhrifamanna. Ólafur tekur það líka frarn að hann ætli að bjóða öllum sem vilji koma, sælum og vesölum, en tekur það skýrt fram að enginn hinna meiri manna skuli fara gjafalaus á brott. Hlaut hann virðingu allra fyrir, eða 68 SAGNIR eingöngu þeirra sem gjafirnar fengu? Að öllum líkindum hefur það þótt rausnalegt að mati allra að gefa aðeins stórbændum, því þegar álit bestu bænda óx á einum manni, í þessu tilfelli Ólafi, hefur öðrurn bændum og vesalingum eflaust einnig þótt mikið til þess manns koma. Gjafir konunga Sagnfræðingurinn Gurevich talar um að gjafir sem þegnar fái frá leið- toga sínum, veiti þeim hlutdeild í velgengni leiðtogans og varpi ljóma á hann.24 Þess vegna hlýtur það að hafa verið mikilvægt fyrir höfðingja á íslandi að fá gjafir frá Noregskonungi, sem þeir gátu gefið aftur hér heima og þar með varpað ljóma á sjálfa sig. í Laxdæla sögu er sérstaklega mikið um gjafaskipti á milli Ólafs Höskuldssonar og Noregskon- ungs. Konungur var mjög hrifinn af glæsileika Ólafs og þegar hann fór til írlands styrkti konungur ferðina, lét hann fá skip og mikið fé og falleg klæði, en á móti gaf Ólafur konungi miklar og góðar gjafir þegar hann kom aftur frá ír- landi. Mikið hefur mönnum þótt til koma að bera klæði konunga og er að finna nokkuð hliðstæð dæmi um það í báðum sögunum. f Laxdælu er sagt frá því að Kjartan hafi þreytt sundkeppni við Ólaf konung Tryggvason og varð konungur hrifinn af fimi Kjartans. Kjartan gekk í burtu eftir viðureignina. Þá tekur konungur af herðum sér skikkju góða og gaf Kjart- ani; kvað hann eigi skikkju- lausan skyldu ganga til sinna manna. Kjartan þakkar konungi gjöfina og gengur til sinna manna og sýnir þeim skikkjuna. Ekki létu hans nicnn vel yfir þessu; þóttu Kjartan mjög hafa gengið á konungs vald; og er nú kyrrt.23 Gurevich talar um að landnáms- mönnum á íslandi hafi þótt lítil- mannlegt að þiggja land að gjöf og vildu frckar ná því með valdi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.