Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 44
Peter Foote
c^. &e
Ebenezer Henderson sýndi meiri áhuga á sálarlífi, heilsufari og almenningskjörum
íslendinga en samtímamenn hans.
efni. Ég nefndi orðabókina áðan,
en fyrir utan útgáfustarfsemi hans
vildi ég helst benda á Prolegomena til
Sturlunga sögu, 1878, sem er braut-
ryðjendaverk og allýtarlegt yfirlit
yfir miðaldabókmenntir íslend-
inga, ekki alveg úrelt í dag. Svo
kom Jón Stefánsson hingað rétt
fyrir 1900 og svo að segja tók við af
Eiríki sem íslenskur aðsetursfræði-
maður. Hann var doktor í enskum
bókmenntum frá Kaupmannahöfn
cn fluttist þaðan til London og var
húsgangur á British Museum í 50
ár, loksins orðinn einhverskonar
þjóðsögukarl hjá bókasafnsstarfs-
mönnum þar. Hann var og skemmti-
legur og fróður, þó ekki á borð við
þá Guðbrand og Eirík, hafði ein-
hverja kennslu á köflum og flutti
marga fyrirlestra, og komst í kynni
við marga menntamenn og gentle-
men, þar á meðal til dæmis Sir
Edmund Gosse, sem var mikill
vinur Norðurlandaþjóða og gerði
meira en aðrir til að kynna ensku-
mælandi mönnum nútímabók-
menntir þeirra.
En síðan er farið að kenna íslensku
við breska háskóla og til verður lítið
samfélag í íslenskum og norrœnum
frœðum, hvernig kom það til?
Þessir tveir 19. aldar straumar
sem ég minntist á, annar róman-
tískur áhugi á fornöld íslendinga
og Norðmanna — ferðir til Noregs
og bækur um þær voru einnig afar
vinsælar — saman með forvitni um
landslag og náttúru þessara landa;
vísindalegur áhugi á sögu og menn-
ingu þeirra, komu saman í stofnun
Víkingafélagsins í London árið
1892. Stofnendur voru flestir menn
frá Hjaltlandi og Orkneyjum sem
voru að sækja sér fé og frama í
höfuðborginni. Fremstur þeirra var
Alfrcd Wintle Johnston, arkitekt að
mennt en með meiri áhuga á forn-
leifafræði en nútímabyggingarlist.
En brátt skárust í leik hálærðir
háskólamenn, sem höfðu mikinn
áhuga engu síður en þeir sem voru
fáfróðari. Þar er helst að nefna
W.P. Ker, sem kom til University
College sem prófessor í ensku árið
1889. Hann var skoskur, hafði lært
í Glasgow og Oxford, kennt latínu
í Edinborg og fékk prófessorsstól-
inn hérna í College 34 ára gamall —
svona var það í þá daga — en svo
vitur var hann að hann gaf ekki út
neina bók fyrr en hann var um
fertugt. En þá kom það klassíska
verk, Epic and Romance [1897]. í
henni var fornum bókmenntum
íslendinga gerð frábærlega góð
skil,' aðallega frá fagurfræðilegu
sjónarmiði, og þeim skipað hátt í
sessi, eins og kemur óbeint fram í
hinum köflunum í bókinni þar sem
hann fjallar um önnur höfuðskáld-
verk germanskra og rómanskra
þjóða í fornöld og á miðöldum.
Hann var fjölfróður, greindur og
smekkvís — þó hafði hann lítið
gaman af dróttkvæðum, en hvort
það sannar eða afsannar smekkvísi
hans er ef til vill efamál hjá sumum
— eins vel að sér í Sturlungu og
biskupasögum eins og í íslendinga-
sögum. Hann kenndi forníslensku
frá því um 1890 — og lærði
42 SAGNIR