Sagnir - 01.05.1991, Qupperneq 8

Sagnir - 01.05.1991, Qupperneq 8
Bylgja Björnsdóttir „Þá riðu goðar um héruð“ Um veldi Guðmundar ríka Veldi Guðmundar ríka virðist hafa verið fólgið í rækt hans við persónubundin sambönd og stöðug ferðalög. Við skulum hverfa næstum 1000 ár aftur í tímann og sjá fyrir okkur grasi gróið landið og forfeður okkar ríðandi um héruðin, stolta og teinrétta í baki á fákum sínum. Við látum hugann reika um landið og stöldrum loks við á bæ einum norður í landi, nánar tiltekið á Möðruvöllum í Eyjafirði. Þar bjó Guðmundur ríki, sem var sonur Eyjólfs Valgerðarsonar, en hann var ættfaðir Möðruvellinga. Ætt þeirra var voldug, þó benda sögur ekki beint til að Eyjólfur hafi látið eftir sig meiri völd en eitt af þremur goðorðum Vaðlaþings og varla það mannflesta. En Guð- mundur ríki, eins og hann var kall- aður, virðist snemma á árum verða mikill höfðingi á Norðurlandi.1 Hann er sagður vera uppi á bilinu 954-1025.2 Guðmundur er mjög fyrirferða- mikill í íslendingasögum og skulum við nú taka eitt dæmi úr þeim, nánar tiltekið úr Ófeigsþætti Ljósvetningasögu. Þar segir frá sam- skiptum Guðmundar ríka við þing- menn sína. Það var venja hjá Guð- mundi að fara á vorin og hitta þingmenn sína og ræða málin. Guðmundur reið oft með 30 menn og jafnmarga hesta og settist að í nokkra daga hjá þingmönnum sínum. Haust eitt var mikið hallæri fyrir norðan og kviðu menn því komu Guðmundar vorið eftir, það þótti sýnt að menn hefðu ekki efni á að taka á móti honum með allt hans fylgdarlið. Einn bóndinn, Ófeigur Járngerðarson í Skörðum, kom með þá hugmynd að þeir skyldu því fara vorið eftir og heimsækja Guðmund og dveljast hjá honum í nokkra daga. Vorið eftir riðu síðan mennirnir að Möðruvöllum, Guðmundur fagn- aði þeim og þar dvöldust þeir í nokkra daga. Á meðan þeir dvöld- ust þar, neyddist Guðmundur til 6 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.