Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 26

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 26
Orkumál Fimmti ársíundur Samtaka sveitar- félaga á köldum svæðum - á Radisson SAS Hótel Sögu 10. október 2001 Fimmti ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum var haldinn á Hótel Sögu miðviku- daginn 10. október sl. Fundinn sátu fulltrúar fyrir 30 af 35 að- ildarsveitarfélögum samtakanna. Valgerður Sverrisdóttir, við- skipta- og iðnaðarráðherra, flutti ávarp við setningu fundarins og kynnti stefnu ríkisstjórnarinnar urn breytt skipulag orkumála, jöfnun orkuverðs, rannsókn á umhverfisvænum orkugjöfum og uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Ennfremur vék ráðherra að frumvarpi til nýrra orkulaga, samstarfi á sviði nýorku við Evrópusambandið, stofnstyrkjum til hitaveitna, jarðhitaleitarátaki, niðurgreiðslu raforku til húshit- unar og lagafrumvarpi til jöfn- unar húshitunarkostnaðar. Framsöguerindi Vífill Karlsson lektor flutti erindi um raforku til húshitunar í ljósi nýrra orkulaga og vék m.a. að þróun raforkunotkunar frá 1960-1999, skiptingu raforku- notkunar eftir notendum, raf- orkuverði einstakra framleið- enda, skipulagi orkumála og frumvarpi til nýrra orkulaga. Jafnframt ijallaði hann um flutn- ingstöp vegna ljarlægða, vægi orkukaupa í rekstri, verðlagn- ingu miðað við flutningsvega- lengd orku og þjóðhagslega hag- kvæmni orkugeirans. Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd, formaður Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum. Þórhallur S. Bjarnason tækni- fræðingur flutti erindi um orku- vinnslu úr glatvarma, orku- sparnað og umhverfisvernd. Hann ræddi m.a. um nýtingu glatvarma til upphitunar og glat- varma og jarðhita til raforku- vinnslu. Ennfremur vék hann að samnýtingu á varma til raforku- vinnslu og upphitunar og taldi áhugavert fyrir sveitarfélög að kanna hvort „niðurgreiðsla“ fáist í hlutfalli við orkusparnað með nýtingu glatvarma. Erindi Þórhalls er birt annars staðar í þessu tölublaði. Magnús B. Jónsson, formaður samtakanna, flutti skýrslu stjórnar um starfsemi þeirra liðið starfsár og Birgir L. Blöndal lagði fram og kynnti ársreikning fyrir árið 2000. Ályktanir Aðalfundurnn gerði nokkrar ályktanir: Aukinn stuðningur við nýjar hitaveitur Fundurinn skoraði á iðnaðar- og viðskiptaráðherra að auka stuðning við virkjun jarðvarma til húshitunar með því að lengja viðmiðunartímabil stuðnings við nýjar hitaveitur. í stað þess að styrkurinn nemi áætluðum fimm ára niðurgreiðslum á rafmagni til húshitunar á orkuveitusvæði hitaveitunnar nemi hann áætl- uðum tiu ára niðurgreiðslum. Niðurgreiðslur á raforku til hús- hitunar Fundurinn lýsti ánægju sinni með þá aukningu sem orðið hefúr á fjárframlögum til niður- greiðslu á raforku til húshitunar, en beindi því jafnframt til iðnað- ar- og viðskiptaráðherra að beita sér fyrir enn auknum niður- greiðslum með það að markmiði að kostnaður við hitun húsa með raforku verði sambærilegur við meðaldýrar hitaveitur. Fundurinn taldi að móta þurfi stefnu um niðurgreiðslur á húshitunar- kostnaði atvinnufyrirtækja. Markmið þeirrar stefnumótunar verði að jafna samkeppnisstöðu atvinnustarfsemi á hinum köldum svæðum gagnvart þeim sem hafa aðgang að hagstæðari orku til húshitunar.

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.