Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 26
Orkumál Fimmti ársíundur Samtaka sveitar- félaga á köldum svæðum - á Radisson SAS Hótel Sögu 10. október 2001 Fimmti ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum var haldinn á Hótel Sögu miðviku- daginn 10. október sl. Fundinn sátu fulltrúar fyrir 30 af 35 að- ildarsveitarfélögum samtakanna. Valgerður Sverrisdóttir, við- skipta- og iðnaðarráðherra, flutti ávarp við setningu fundarins og kynnti stefnu ríkisstjórnarinnar urn breytt skipulag orkumála, jöfnun orkuverðs, rannsókn á umhverfisvænum orkugjöfum og uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Ennfremur vék ráðherra að frumvarpi til nýrra orkulaga, samstarfi á sviði nýorku við Evrópusambandið, stofnstyrkjum til hitaveitna, jarðhitaleitarátaki, niðurgreiðslu raforku til húshit- unar og lagafrumvarpi til jöfn- unar húshitunarkostnaðar. Framsöguerindi Vífill Karlsson lektor flutti erindi um raforku til húshitunar í ljósi nýrra orkulaga og vék m.a. að þróun raforkunotkunar frá 1960-1999, skiptingu raforku- notkunar eftir notendum, raf- orkuverði einstakra framleið- enda, skipulagi orkumála og frumvarpi til nýrra orkulaga. Jafnframt ijallaði hann um flutn- ingstöp vegna ljarlægða, vægi orkukaupa í rekstri, verðlagn- ingu miðað við flutningsvega- lengd orku og þjóðhagslega hag- kvæmni orkugeirans. Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd, formaður Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum. Þórhallur S. Bjarnason tækni- fræðingur flutti erindi um orku- vinnslu úr glatvarma, orku- sparnað og umhverfisvernd. Hann ræddi m.a. um nýtingu glatvarma til upphitunar og glat- varma og jarðhita til raforku- vinnslu. Ennfremur vék hann að samnýtingu á varma til raforku- vinnslu og upphitunar og taldi áhugavert fyrir sveitarfélög að kanna hvort „niðurgreiðsla“ fáist í hlutfalli við orkusparnað með nýtingu glatvarma. Erindi Þórhalls er birt annars staðar í þessu tölublaði. Magnús B. Jónsson, formaður samtakanna, flutti skýrslu stjórnar um starfsemi þeirra liðið starfsár og Birgir L. Blöndal lagði fram og kynnti ársreikning fyrir árið 2000. Ályktanir Aðalfundurnn gerði nokkrar ályktanir: Aukinn stuðningur við nýjar hitaveitur Fundurinn skoraði á iðnaðar- og viðskiptaráðherra að auka stuðning við virkjun jarðvarma til húshitunar með því að lengja viðmiðunartímabil stuðnings við nýjar hitaveitur. í stað þess að styrkurinn nemi áætluðum fimm ára niðurgreiðslum á rafmagni til húshitunar á orkuveitusvæði hitaveitunnar nemi hann áætl- uðum tiu ára niðurgreiðslum. Niðurgreiðslur á raforku til hús- hitunar Fundurinn lýsti ánægju sinni með þá aukningu sem orðið hefúr á fjárframlögum til niður- greiðslu á raforku til húshitunar, en beindi því jafnframt til iðnað- ar- og viðskiptaráðherra að beita sér fyrir enn auknum niður- greiðslum með það að markmiði að kostnaður við hitun húsa með raforku verði sambærilegur við meðaldýrar hitaveitur. Fundurinn taldi að móta þurfi stefnu um niðurgreiðslur á húshitunar- kostnaði atvinnufyrirtækja. Markmið þeirrar stefnumótunar verði að jafna samkeppnisstöðu atvinnustarfsemi á hinum köldum svæðum gagnvart þeim sem hafa aðgang að hagstæðari orku til húshitunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.