Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Síða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Síða 35
Fulltrúará&sfundir 353 Lengst til vinstri fremst á myndinni er Sigurgeir Sigurðsson, formaður byggðanefndar sambandsins, og við hitt borðið Soffia Lárusdóttir, bæjarfull- trúi í Austur-Héraði, Valgarður Hilmarsson, oddviti Engihlíðarhrepps, Guð- mundur Haukur Sigurðsson, hreppsnefndarmaður í Húnaþingi vestra, Elín Líndal, oddviti Húnaþings vestra og formaður SSNV, Bjarni Þór Einarsson, framkvæmdastjóri SSNV, og Skarphéðinn Guðmundsson, forseti bæjar- stjórnar Siglufjarðar. hreppi, Gísli Gunnarsson, Jóhannes Sig- fusson, oddviti Svalbarðshrepps, Val- garður Hilmarsson, Sigurlaug Gissurar- dóttir, bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Hornafirði, Sveinn A. Sæland, oddviti Biskupstungnahrepps, Guðmundur H. Sigurðsson, hreppsnefndarmaður í Húna- þingi vestra, og Ríkharð Brynjólfsson. Elín Líndal, formaður Samtaka sveitar- félaga í Norðurlandskjördæmi vestra (SSNV), bar upp tillögu fyrir hönd stjórnar SSNV um breytingu á 10. tölulið tillagna byggðanefndar á þá lund að skorað væri á ríkisstjórnina að skipa nú þegar nefnd sem hefði það verkefni að gera tillögur um hvernig skuli beita sköttum til að hafa áhrif á byggðarþróun. í nefndinni eigi sæti fulltrúar ríkis og sveitarfélaga. Valtýr Valtýsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), kynnti ályktun síðasta aðalfundar SASS þar sem hafnað er tillögu byggðanefndarinnar um sameiningu sveitarfélaga með lögboði. Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, lagði fram og kynnti breytingartillögu sem hann flutti ásamt fleirum við 4. tölulið tillagna byggða- nefndar þess efnis að náist ekki árangur í fækkun sveitarfélaga með frjálsri sameiningu „á næstu átta árum“ skuli standa „á næsta kjörtímabili" að þá skuli sambandið beita sér fyrir því í samráði við ríkisvaldið að sveitarfélög verði sameinuð með lögum. Hann gerði einnig athugasemd við tillög- una um þrjú kjarnasvæði. Sigurgeir Sigurðsson svaraði fyrirspurnum og fjallaði nánar um ýmis efni sem byggðanefndin hefði tekið til meðferðar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson kvað umræðurnar hafa verið gagnlegar en lagði til að tillögum byggðanefndar og breytingartillögunum við þær svo og öðrum ábendingum um byggðamál sem fram hefðu komið á fundinum yrði vísað til með- ferðar í stjórn sambandsins og að henni lokinni verði þær lagðar fram að nýju á næsta fundi full- trúaráðsins. Þeim yrði að því loknu vísað til næsta landsþings sambandsins sem haldið verður í sept- ember 2002. Tillagan var samþykkt. Ályktun um reynslusveitarfélaga- verkefnið Borin var upp og samþykkt samhljóða svofelld tillaga um reynslusveitarfélagaverkefnið: Fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfélaga telur að reynslusveitarfélagaverkefnið hafi verið mjög athyglisverð nýjung í íslenskri stjórnsýslu. í heild hefur verkefnið tekist vel. Sérstaklega er at- hyglisvert að tilraunir á Akureyri, Hornafirði og Vestmannaeyjum með yfirtöku verkefna á sviði málefna fatlaðra, aldraðra og heilsugæslu hafa leitt í ljós að sveitarfélögin hafa leyst þau verkefni vel af hendi. Niðurstaða úttektaraðila er sú að í þeim málaflokkum hafi náðst sá lögbundni tilgangur með tilraununum að auka sjálfsstjóm sveitarfélaga; að laga stjórnsýslu þeirra betur að staðbundnum aðstæðum, að bæta þjónustu við ibúana og nýta betur fjármagn hins opinbera. Innan reynslusveitarfélaganna hafa einnig átt sér stað athyglisverðar stjórnsýslutilraunir; bæði hefur verið um að ræða stjórnsýsluumbætur í tengslum við tilraunir með yfirtöku verkefna og stjórnsýslu- tilraunir í málaflokkum sem sveitarfélög hafa al- mennt með höndum. Annars vegar hefur verið um að ræða tilraunir sem hafa krafist undanþágu frá lögum með heimild í lögum um reynslusveitar- félög og hins vegar hefur þátttaka í reynslusveitar- félagaverkefninu haft þau áhrif að einstök reynslu- sveitarfélög hafa ráðist í ýmis umbótaverkefni sem ekki hafa krafist undanþágu frá lögum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.