Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 42

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 42
Orkumál Aðalsteinn Guðjohnsen, orkuráðgjaji borgarstjóra: Raforkumálin og sveitarfélögin Það sem hér fer á eftir, einkwn þó myndefnið, er að ýmsu leyti byggt á erindi því sem ég flutti á Orkuþingi 2001 í október sl. Inngangur ísland er eitt örfárra vestrænna ríkja þar sem orkumál eru alfarið í höndum opinberra aðila, ríkis og sveitarfélaga. Hver er reynslan, hver er staðan og hvert skal stefna? Þar eð lengst af hefur verið litið á afhendingu og sölu raforku sem þjónustu telst reynslan sjálfsagt bærileg. Tiltölulega skammt er síðan farið var á alþjóðavettvangi að skilgreina raforkuna sem vöru, allavega þjónustutengda vöru. Við það breyttust viðhorfin. Um þetta leyti hófst Greinarhöfundur er stúdent frá MR, lauk B.Sc.-prófi í raf- magnsverkfrœði frá University of Pennsylvania í Fíladelfiu 1954 og M.Sc.-prófi í sömu grein frá Stanford University í Kaliforníu 1955. Hann hóf störf sama ár hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur, einkum við skipulagningu veitukerfis, var rafmagnsstjóri 1969-1998, formaður Sambands ís- lenskra rajveitna, SÍR, 1969-1995, í stjórn SAM- ORKU, formaður raforkusviðs 1995-1999, formaður Ljóstœknifélags Islands og í stjórn Alþjóða Ijóstœkni- sambandsins, CIE, 1963-1990. Hann var í nor- rœnum samtökum um raforkumál, NORDEL, 1969-2001, í landsnefnd Islands íAlþjóðaorkuráð- inu, WEC, 1962-2000, varamaður í stjórn Lands- virkjunar 1971-1995, í stjórn RARIK 1978-1982, í starfshópi til að undirbúa stofnun Aflvaka hf. 1991-1992 og í starfshópi vegna sæstrengsverkefnis- ins ICENET1992-1997. Hann hefur átt sœti i stjórn Jarðgufufélagsins frá 1996, þar af sem formaður flrá 1998, í stjórn Alþjóðasamtaka raforkufyrirtœkja, UNIPEDE, 1989-2000 og EURELECTRIC 2000-2001. Aðalsteinn hefur kennt stœrðfrœði við MR og lýsingartœkni við Vélskóla Islands, ritað og þýtt kennslubœkur um rafmagn og lýsingartœkni, ritað Jjölmargar greinar ogflutt erindi um sama efni. einkavæðing raforkufyrirtækjanna í Bretlandi. Með því hófst auðvitað samkeppni. Samkeppni ætti að öllu jöfnu að leiða til lægra verðs enda gerði hún það. En hún kallar líka á vandað og hlutlaust eftir- lit. Það kostar sitt enda þarf bæði að hafa eftirlit með verðlagningu og ekki síður því að samkeppnin sé virk. Þetta frelsi í raforkuviðskiptum, þessi markaðsvæðing, er sem sé komin til að vera. Af Evrópuríkjum tóku Norðmenn líka fljótt við sér. En þeir settu einkavæðingu ekki í öndvegi, heldur samkeppnina, frelsið og markaðsvæðing- una. Raforkufyrirtækin voru eftir sem áður í eigu opinberra aðila að langmestu leyti. Allmörgum árum síðar fóru Svíar, Finnar og Danir sömu leið. Hluti markaðsvæðingarinnar er að raforkufyrir- tækin hafa gengið kaupum og sölum, innanlands sem milli landa. Vestur-Evrópuríkin hafa almennt farið þessa leið og svonefnd opnun markaðarins hefur orðið hraðari en kröfur ESB gerðu að skil- yrði. Yfirlit yfir Evrópuríkin, samtök þeirra og opnun raforkumarkaðarins sést á 3. og 4. mynd hér á eftir. Þetta er rétt að hafa í huga nú þegar setning nýrra íslenskra raforkulaga er á næsta leiti. EES- og EFTA-ríkin hafa með samningum geng- ist undir ákvæði í svonefndri Tilskipun Evrópu- þingsins og Ráðs ESB 96/92 um innri markað fyrir raforku. Samkvæmt því þurfa ný íslensk raforku- lög að hafa öðlast gildi eigi síðar en 1. júlí 2002 - og höfum við þá nýtt okkur sérstakan frest í þeim efnum. Þegar þetta er ritað mun raforkulagafrum- varpið vera til skoðunar í þingflokkum ríkisstjórn- arinnar. Þaðan fer það til iðnaðarnefndar Alþingis og áfram sina leið. I frumvarpinu mun gert ráð fýrir opnun markaðarins í áföngum en að fullu 1. janúar 2005. Það er skynsamleg tímasetning, því að þótt einungis sé nú í Tilskipuninni mælt fyrir um 33% opnun 2003 sem skilyrði, er samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Eurelectric í Brussel mælt fyrir um fulla (100%) opnun 1. janúar 2005 í til- lögu að endurnýjaðri Tilskipun ESB. Aður en gerð er grein fyrir stöðu raforkumála í Evrópuríkjum finnst mér rétt að sýna tvær myndir til að skýra hið mikla umfang raforkubúskapar hér

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.