Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 47

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Page 47
Orkumál 365 Sigurður Ingvarsson, formaður stjórnar HS hf: Hitaveita Suðumesja hf. Stofnfundur Hitaveitu Suðurnesja hf. var haldinn hinn 30. mars 2001, þannig að þróun verkefnisins hefur tekið töluvert á þriðja ár en stofnaðilar HS hf. eru Reykjanesbær, ríkissjóður, Hafnarfjarðar- bær, Grindavíkurbær, Gerðahreppur og Vatnsleysu- strandarhreppur. Stofnaðilar hafa gert með sér samkomulag um samruna Hitaveitu Suðurnesja og Rafveitu Hafnar- ijarðar. Markmið sveitarfélaganna Markmið sveitarfélaganna með stofnun HS hf. eru: - að ná fram lægra raforkuverði fyrir einstakl- inga og fyrirtæki í sveitarfélögunum, - að nýta jarðhitaauðlindir innan sveitarfélag- anna og eftir atvikum víðar á landinu, - að öðlast aukna hlutdeild í eigin orkumálum, - að gerast eignaraðilar að öflugu orkufyrirtæki með víðtæka reynslu í vinnslu, sölu og dreifingu á jarðhita og raforku, - að athuga möguleika á því að sveitarfélögin gerist þátttakendur í rekstri orkuveitu, m.a. til að stuðla að lækkun orkuverðs og að koma í veg fyrir að íbúar og fyrirtæki í sveitarfélögunum séu með beinum hætti skattlögð til að standa undir rekstri annarra sveitarfélaga, - að vinna að iðnþróun og uppbyggingu atvinnu- lífs með því að laða að iðnað sem nýtir auðlindir jarðhitasvæðanna og Sigurðw Ingvarsson er fieddur 4. nóvember 1941 í Garði. Hann hefur starfað sem verktaki sl. 35 ár í fyrir- tæki undir eigin nafni, hefur setið í hreppsnefhd Gerða- hrepps frá árinu 1974 og hefur verið oddviti sl. tvö kjörtímabil. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaöarstörfum á vegum sveitarfélagsins og er nú stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja hf. - að tryggja, m.a. með stofnun orkugarða, aukna nýtingu áðurgreindra auðlinda og stuðla þannig að aukinni atvinnustarfsemi og auknum tekjum sveit- arfélaganna. Skipting eignarhlutar í HS Eignarhlutur í Hitaveitu Suðurnesja hf. skiptist á eftirfarandi hátt: Reykjanesbær 43,5% Rikissjóður íslands 16,667% Hafnarfjarðarbær 16,667% Grindavíkurbær 9,308% Sandgerðisbær 5,825% Gerðahreppur 5,058% Vatnleysustrandarhreppur 2,975% Með stofnun Hitaveitu Suðurnesja hf. er að mínu viti verið að stíga enn eitt framfarasporið fyrir okkur íbúana. Með stækkun fyrirtækisins skapast enn meiri möguleikar til að sækja fram á veginn til frekari uppbyggingar. Stofnun Hitaveitu Suðurnesja hf. Hitaveita Suðurnesja hefur ávallt verið fyrirtæki sem hefur gætt sín vel á því að staðna ekki, heldur horft fram á veginn og verið framsækið fyrirtæki. Stofnun HS hf. var talin nauðsynleg í ljósi þess að ný orkulög voru í undirbúningi, þar sem reiknað var með að fyrirtækið yrði að stækka til að verða samkeppnisfært á raforkumarkaðnum. Menn hafa gert sér grein fyrir að stöðnun þýðir hrörnun. Nýjar leiðir og nýjar víddir koma jafnt og þétt inn i sjóndeildarhringinn. í október 1998 komu saman til fundar í Eldborg sveitarstjórnarmenn og stjórnarmenn HS og voru viðstaddir undirritun samkomulags milli Hitaveitu Suðurnesja, Hafnarfjarðarbæjar, Garðabæjar og Bessastaðahrepps um samstarf og samvinnu varð- andi nýtingu jarðhita og aðra alhliða samvinnu á sviði orkumála. Nú hefur þetta leitt af sér að Raf- veita HafnarQarðar og Hitaveita Suðurnesja hafa sameinast. Hinn 17. október sl. var nýrri borholu hleypt upp á

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.