Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 49

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 49
Menningarmál 367 Einar Njálsson, bæjarstjóri í Grindavík: Saltfisksetur íslands í Grindavík Ný menningarstofnun Sett hefur verið á stofn í Grindavík sjálfseignar- stofnun sem heitir Saltfisksetur íslands. Asamt Grindavíkurbæ standa 15 íyrirtæki og einstaklingar að sjálfseignarstofnuninni. Dómsmálaráðherra staðfesti skipulagsskrá stofnunarinnar hinn 12. júní 2001. í stjórn Saltfisksetursins eiga sæti Einar Njálsson bæjarstjóri sem er stjórnarformaður, Dag- bjartur Einarsson, Petrína Baldursdóttir, Guð- mundur Einarsson og Björn Haraldsson. Saltfisksetur íslands mun setja upp og reka sýningu tileinkaða saltfiski. Markmið sýningar- innar er að: • Safna saman og varðveita muni og myndir sem segja sögu saltfisksins í þeirn tilgangi að kynna fyrir almenningi og ferðamönnum mikilvægi þessa atvinnuvegar fyrir íslenskt samfélag. • Sinna fræðslustarfi fyrir skóla og aðrar mennta- stofnanir um saltfiskvinnslu og samfélagsleg áhrif hennar á íslandi. • Veita afþreyingu fyrir ferðamenn sem sækja Grindavík heim. Kynna fyrir gestum saltfisk, bragð hans og gæði með sérstakri áherslu á hreinleika islensku vörunnar og Qölbreytta möguleika í matargerð. Einar Njálsson var bœjarstjóri Húsavíkur frá september 1990 til ágústmánaðar 1998 er hann tók við starfi bœjarstjóra i Grindavík. Aóitr en hann varð bæjarstjóri á Húsavík var hann útibússtjóri Sam- vinnubankans á Húsavík. Hann var formaður Banda- lags íslenskra leikfélaga frá 1979 til 1988 og varaformaður Norrœna áhugaleik- hússráðsins 1980 til 1990 og hefur um árabil verið fulltrúi sambandsins í leiklistarráði. Á Húsavíkurár- unum átti hann m.a. sœti í skólanefnd bæjarins, stjórn sjúkrasamlags og stjórn Kísiliðjunnar hf. Hugmyndin hefur verið nokkuð lengi í deiglunni. Hún kviknaði vegna þess að íýrirtæki í Grindavík hafa löngum verið stærst í saltfiskframleiðslu á landinu og eru enn. Og leiðandi menn i sölusam- tökurn framleiðenda hafa gjarnan komið úr Grindavík. Allar aðstæður eru ákjósanlegar í Grindavik vegna nálægðar við stærsta markaðs- svæðið, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og Bláa lónið. Kostur er á samstarfi við Bláa lónið og Eldborg þar sem er jarðsögusýning Hitaveitu Suðurnesja við Svartsengi. Og síðast en ekki síst er ákjósan- legt að vera í tengslum við lifandi starfsemi hafn- arinnar og sjávarútveginn í Grindavík. í fyrstu var unnið út frá því að nýta byggingu sem áður hýsti áhaldahús bæjarins fyrir sýninguna. Þegar á átti að herða þótti hún ekki henta hvorki vegna stærðar né staðsetningar. Akveðið var að ráðast í byggingu sýningarskála og samkomulag tókst við fyrirtækið Þorbjörn Fiskanes h/f um að láta eftir hluta af lóð félagsins við Hafnargötu fyrir hús Saltfisksetursins. Lóðin er afar vel staðsett, miðsvæðis við höfnina og sér vel yfir athafna- svæðið. Kann ég forsvarsmönnum fyrirtækisins bestu þakkir fyrir víðsýni og þann mikla velvilja sem þeir sýna verkefninu með þessari gjörð. Þegar þetta lá fyrir var farið í alútboð á húsnæði. Fjórir verktakar voru valdir í forvali til að taka þátt í útboðinu. Spennandi tillögur bárust frá öllum bjóðendum og var samþykkt að ganga til samninga við lægstbjóðanda í verkið. Hinn 14. desember sl.var undirritaður verksamn- ingur milli Istaks h/f og Saltfisksetursins um bygg- ingu sýningarskála. Sýningarskálinn er 650 m2 að grunnfleti og sýningarsvæði á tveimur gólfum alls 510 m2. Gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið í ágúst 2002 og kostnaðarverð samkvæmt verksamn- ingi er um 106,5 milljónir króna. Grindavíkurbær mun verða leiðandi aðili við framkvæmd verkefn- isins í samstarfi við stofnendur Saltfisksetursins og

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.