Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 55

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 55
Skipulagsmál Hugmynd að útliti bryggjuhverfis framarlega á Kársnesi í Kópavogi. Uppdráttinn gerði Björn Ólafs arkitekt, höfundur tillögunnar um hverfið. byggð, atvinnurekstri, s.s. veit- ingarekstri, skrifstofum og þjón- ustu ýmiss konar. Utkoman, ef vel tekst til, er byggðarform sem býður upp á meira líf og lit í til- verunni en ella. Áhugi sveitarfélaga á bryggju- hverfishugmyndinni er af ýmsum toga. Þétting byggðar á landiyllingu nær miðju sveitar- félags styrkir og eflir bæjar- félagið sem félagslega heild og er oftast hagkvæm lausn borið saman við aðra kosti með tilliti til kostnaðar við stofnbrautir og lagnir. Bryggjuhverfi bjóða borgurunum upp á ferskan og eftirsóknarverðan valkost til bú- setu. Þau geta auðveldlega orðið mikil bæjarprýði, m.a. með sam- spili lands og sjávar. Margar þær borgir sem rómaðastar eru fyrir fegurð nýta einmitt vatn vel í skipulagi; sem dæmi má nefna Feneyjar, Kaupmannahöfn, Amsterdam og Stokkhólm. Hvaða leiðir eru til þess að tryggja að árangur náist við skipulag bryggjuhverfis? í fyrsta lagi að skipulag nýti landkosti vel með tilliti til útsýnis og skjóls. Hin óvenjumikla sveigja sem landfyllingar bjóða upp á við skipulag skiptir hér miklu. í annan stað er nauðsyn að tryggja samræmi í útliti húsa með ákveðnum reglum sem jafnframt eru hluti skipulagsins. Slíkar reglur mega hins vegar ekki koma niður á hagkvæmni i byggingu. Þá skiptir máli að hönnun lykilhúsa, sem setja mark sitt á hverfið, sé vel stýrt. I fjórða lagi að blanda saman íbúðabyggð, smábátahöfn, at- vinnu og þjónustu á aðlaðandi hátt. Loks er mikilvægt að sveigja sé nægilega mikil í skipulagi til þess að svara þörfum markaðarins á bygging- artíma. Takist þetta allt ætti hverfið að verða bæði mjög ánægjulegur staður til búsetu - en ekki síður eftirsóknarverður staður til heimsókna - og um leið bæjarprýði.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.