Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 74

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 74
392 Hafnamál Slíkar skyldur verði ekki lagðar á hafnarsjóðina nema á móti komi skýr ákvæði um tekjur hafnanna til þess að þær geti staðið undir þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar. Bent er á að hafnirnar eiga í samkeppni við aðra samgöngumáta þar sem vegir og flugvellir eru að fullu ijármagnaðir úr ríkissjóði. Jafnframt bendir fundurinn á að höfn hvers sam- félags er hjarta þess og lífæð. Því er mikilvægt að rekstrargrundvöllur hafna sé tryggður og þar með grundvöllur hvers samfélags. Telur fundurinn að skilgreina þurfi betur hvernig greiðsluþátttaka ríkisins, hvort sem um er að ræða í hafnaáætlun eða í gegnum hafnarbótasjóð, verður í einstökum tegundum hafnarframkvæmda, en ljóst er að litlar og meðalstórar hafnir geta ekki einar og sér staðið undir kostnaði við slíkar framkvæmdir, nema til komi verulega auknar tekjur hafnarsjóð- anna. Talið er ljóst að vandasamt verk sé að hverfa frá samræmdri gjaldskrá hafna, þar sem aðstæður eru mjög mismunandi bæði með tilliti til stærðar og staðsetningar hafnanna. Ýmsar markaðsaðstæður, s.s. skipulag strand- og landflutninga, val á löndun- arstöðvum, samkeppni við erlendar hafnir o.fl. hefúr einnig áhrif. Álit margra rekstraraðila hafna er að fijálsræði í gjaldskrá geti leitt til lækkunar tekna. Hafnasambandið telur að þar sem afkoma hafna hefur farið versnandi ár eftir ár sé mikilvægt að hafnirnar fái hækkun á gjaldskrám sinum til að mæta kostnaðarauka líkt og aðrir aðilar i samfélag- inu fá. Var því samþykkt að leggja til við sam- gönguráðherra að gjaldskrá hafna hækki um 8% og að aflagjöld hækki úr 1,03% í 1,1% af aflaverð- mæti. Þá var samþykkt að leggja til að allar undan- þágur í gjaldskrám hafna séu felldar niður. Starfshættir og skipulag hafnasambandsins Að tillögu allsherjarnefndar fúndarins var sam- þykkt að stjórn HS skipi starfsnefnd sem fjalli um starfshætti og skipulag sambandsins og leggi fram frumtillögur í janúarmánuði 2002.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.