Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Qupperneq 80

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Qupperneq 80
Kosningar Öll framkvæmd við rafræna kjörskrá gekk með ágætum, en á það ber að líta að kjörsókn var minni en búist hafði verið við. Það er auðvitað hagræði fyrir kjósendur að geta kosið á hvaða kjörstað sem er innan sveitarfélagsins (kjördæmisins?), en óhag- ræði við framkvæmdina getur verið að örtröð myndist á einstökum kjörstöðum. Þessu var þannig til hagað að kjósandi gaf sig fram við kjörstjórnarmann í kjördeild og framvís- aði persónuskilríkjum, sem fletti nafni kjósandans upp í tölvu, siðan var það staðfest af öðrum kjör- stjórnarmanni með sjálfstæðri aðgerð. Þrír kjör- klefar voru að jafnaði í hverri kjördeild. Engin vandamál voru á kjördag hvað þetta varðaði og ég tel villuhættu vera minni en í hefðbundnum kosn- ingum með því að notast við rafræna kjörskrá með þeim hætti sem gert var í atkvæðagreiðslu um flug- völlinn. Sjálf atkvæðagreiðslan á kjörfundi fór þannig fram að kjósandi fékk kjörkort sem hann setti í tölvuna og þá kom kjörseðillinn upp á skjáinn. Notuð kjörkort fóru síðan til kjörstjórnar, þar sem þau voru endurhlaðin, þannig að kortin voru á sí- felldri hringferð rneðan á kosningunni stóð. Endur- hleðsla korta var sjálfkrafa skráð í svonefndan at- kvæðagrunn og var skráning til samanburðar við greidd atkvæði og merkingar á kjörskrá. Auðir — ógildir Atkvæði greiddu rúmlega 30 þús. eða rúmlega 37% af þeirn sem á kjörskrá stóðu. Auðir seðlar samkvæmt merkingu kjósenda voru 477. Ógildir seðlar voru á hinn bóginn 330. Kom fjöldi ógildra seðla mjög á óvart, en þessi möguleiki hafði verið metinn í algjöru lágmarki. Ætla má að flestir hafi gert ógilt með þeim hætti að kjósandi staðfesti ekki val sitt á tölvunni. Kjósandi lauk ekki kosningunni. Auðir og ógildir urðu þannig samtals 2,57%, sem er mun hærra en venja er til. Okkur sem höfurn unnið við talningu í áraraðir er ljóst að allnokkur hluti af ógildum seðlum eru ógiltir vilj- andi, en ætla má að ógildir at- kvæðaseðlar vegna mistaka i at- kvæðagreiðslu um Reykjavíkur- flugvöll hafi getað numið a.m.k. 0,5%, sem er mun meira en a.m.k. ég þekki við aðrar kosningar. Sá samanburður sem fékkst við uppgjör milli greiddra atkvæða og atkvæðagrunns leiddi í fyrstu til mismunar sem kjörstjórn þótti óásættanlegur. Þennan mismun tókst hins vegar að rekja að lang- mestu leyti og stafaði m.a. af því að kjörkort sem áttu að vera notuð komu hlaðin eða sem virkt kort í endurhleðslu og var þetta skráð jafnóðum. Um 2 til 3 klukkutíma tók að rekja þennan mismun sem varð innan skekkjumarka áður en yfir lauk. Eg læt það ógert hér að fara út i þá tæknilegu hnökra sem voru á, en nauðsynlegt er að bæta kerfið að þessu leyti, sem vel er hægt. Kostnaður Kostnaður við framkvæmd atkvæðagreiðslunnar 17. mars sl. nam urn 22 milljónum kr., en áætla má að kosning með hefðbundnu sniði hefði nurnið um 13 milljónum kr. Hluti viðbótarkostnaðar var að vísu stofnkostnaður vegna lagna og ýmissa byrjun- arörðugleika en hafa ber í huga að öll aðkeypt þjónusta á þessu sviði er mjög dýr. Ef horft er til borgarstjórnarkosninga 25. maí nk. má ætla að viðbótarkostnaður vegna rafrænnar kjörskrár eingöngu gæti numið um 40%. Rafræn kosning gæti numið tvöfaldri upphæð hefðbund- inna kosninga. Við útboð rafræna hlutans gæti þessi viðbótarkostnaður að sjálfsögðu lækkað og þegar fram í sækir má telja fullvíst að þessi mis- munur muni fara verulega minnkandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.