Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 92

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Side 92
Fjármál Rekstraraflcoma sveitarfélaga á árinu 2000 Skatttekjur sveitarfélaga jukust á árinu 2000 um 6.1 milljarð frá árinu á undan eða um 7,3% að raungildi miðað við þróun vísitölu neysluverðs rnilli áranna 1999 og 2000. Rekstrargjöldin hækk- uðu aftur á móti um 5,5 ntilljarða eða um 8,7% að raungildi. Vegur þar þyngst 1,7 milljarða útgjalda- aukning vegna fræðslumála og 0,9 milljarða út- gjaldaaukning vegna félagsmála. Hlutfall rekstrar- útgjalda af skatttekjum var 83,3% og hækkaði um 1.1 prósentustig frá árinu áður. Halli sveitarfélaga á árinu nam unt 4,4 millj- örðum króna sem svarar til 7,9% af heildarskatt- tekjum sveitarsjóða á árinu 2000. Er þá bæði tekið tillit til niðurstöðu rekstrar og ijárfestingar. Á árinu 1999 var hallinn um 2,9 milljarðar sem svaraði til 6% af heildarskatttekjum. Heildarskuldir sveitarfélaga jukust um 2,2 millj- arða að raungildi en peningalegar eignir þeirra juk- ust um 0,5 milljarða þannig að peningaleg staða sveitarfélaganna versnaði unt 1,7 milljarða króna. í árslok 2000 námu skuldir sveitarfélaga 56,3 milljörðum króna sem nernur 100,5% af skatt- tekjum. Árið á undan var þetta hlutfall 103,3%. Námsstefnur Hönnun fyrir alla - námsstefna 26. apríl Endurmenntunarstofnun efnir hinn 26. apríl til námsstefnu sem nefnist Hönnun fyrir alla. Hún er haldin í málaflokki sem nefnist Byggingar og um- hverfi og er haldin í samstarfi við Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra. Námsstefnan er ætluð öllum þeim sem koma að hönnun nýbygginga og endurhönnun eldri bygg- inga og taka ákvörðun um hönnun mannvirkja. Fjallað verður um hönnun út frá sjónarmiðinu „að- gengi fyrir alla“. Farið verður yfir ýmsar sérþarfir og rætt hvernig megi á hönnunarstigi taka tillit til þeirra. Þar er m.a. átt við hreyfihamlaða, sjónskerta, heyrnarskerta, þroskaskerta og þá sem haldnir eru Þetta má lesa út úr Árbók sveitarfélaga 2001 sem kom út í tengslum við ljármálaráðstefnuna sem haldin var 10. október, eins og fram kom í síðasta tölublaði þar sem skýrt var frá útkomu árbókar- innar. í bókinni eru birtar margháttaðar upplýsingar er varða ijárhag sveitarfélaga, starf- semi þeirra og ýmis önnur verkefni er varða rekstur sveitarfélaga. Þar er birt sundurliðað yfirlit um skiptingu tekna og rekstrargjalda sveitarfélaga í krónum á hvern íbúa. Þannig er samanburður milli sveitarfélaga auðveldur og hægt að bera saman hvernig rekstur- inn skiptist eftir málaflokkum frá einu sveitarfélagi til annars. Einnig er nú sú viðbót frá fyrri árbókum að birt er yfirlit um rekstur og eignastöðu helstu stofnana og fyrirtækja í eigu sveitarfélaganna, s.s. félags- legra ibúða, hafnarsjóða og veitustofnana. Mikil- vægt er að hafa aðgang að þessum upplýsingum til viðbótar við uppgjör sveitarsjóða til að fá heildar- yfirlit unt fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Árbókin fæst á skrifstofu sambandsins að Háa- leitisbraut 11 i Reykjavík og kostar 2000 kr. astma og ofnæmi. Sýnt verður myndband og ijallað um þær hindranir sem fatlað fólk rekst á. Farið verður yfir ákvæði í skipulags- og byggingarlögum og skipulags- og byggingarreglugerð um aðgengis- mál og kynntar innlendar og erlendar nýjungar í hönnun nýbygginga og endurgerð gamalla húsa. Á námsstefnunni verða m.a. pallborðsumræður um efnið. Handbókin „Aðgengi fyrir alla“ verður kynnt á námsstefnunni og gefst þátttakendum kostur á að kaupa hana á sérstöku tilboðsverði. I henni eru ít- arlegar leiðbeiningar um hönnun bygginga og um- hverfis með tilliti til aðgengis. Þátttökugjald á námsstefnunni er 16.500 kr. Umsjónarmaður hennar er Jón Ólafur Ólafsson arkitekt, Batteríinu ehf.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.