Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Qupperneq 11

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Qupperneq 11
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 11 V i ðta l V i ð j ó h ö n n U e i n a rs d ót t U r fékk Fullbright-styrk til að fara í framhaldsnám til Bandaríkjanna þannig að ég fór með, alveg óviss um hvað ég myndi taka mér fyrir hendur. Við dvöldum í Champaign- Urbana, sem er háskólabær í Illinois, í þrjú ár. Ég lauk BS-prófi í uppeldissálfræði frá Háskólanum í Illinois 1976 og síðan meistaraprófi í menntunarfræðum frá sama skóla árið 1977. Tuttugu árum síðar fór ég í doktorsnám og þá lá leiðin aftur til Illinois. Háskólinn í Illinois er einn af virtustu ríkisháskólum í Bandaríkjunum og á þeim tíma þegar ég var að huga að doktorsnámi var menntunarfræðideildin þar afar sterk. Við þekktum staðinn líka vel og þar sem ég var að fara með þrjú börn og karl fannst mér þetta góður kostur. Samstúdentum mínum í Illinois fannst þetta hins vegar afar sérstakt og mikið ævintýri að ég skyldi setjast á skólabekk eftir 20 ára hlé og mæta með þrjú börn og eiginmann og ætla mér að ljúka doktorsgráðu. Ég fékk mjög góða menntun við Háskólann í Illinois og er afar ánægð með doktorsnámið og dvölina ytra. Ég var á aðstoðarkennarastyrk frá skólanum og auk þess sem það gerði þetta fjárhagslega mögulegt þá fékk ég þannig dýrmæta reynslu. Ég sá meðal annars um að undirbúa og fylgja kennaranemum eftir í æfingakennslu og kynntist því nokkuð vel bandarísku skólakerfi. Börnin okkar búa líka að þeirri dýrmætu reynslu að hafa búið í öðru landi og kynnst ólíkum siðum og venjum. Fósturskólinn, Kennaraháskólinn og doktorsnám Þegar ég var á heimleið eftir meistaranámið í Bandaríkjunum fékk ég handskrifað bréf frá Þuríði J. Kristjánsdóttur prófessor við Kennaraháskólann, þar sem hún hvatti mig til þess að sækja um æfingakennarastarf við Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskólans. Þetta gerði hún í samráði við Jónas Pálsson, skólastjóra Æfingaskólans. Hann var frum- kvöðull í menntamálum og í hans tíð var Æfingaskólinn suðupottur nýrra hugmynda og nýbreytni. Það var dýrmæt reynsla að starfa undir stjórn Jónasar. Ég fékk stuðning hans til að koma ýmsum hugmyndum mínum um menntamál í framkvæmd og vann ásamt frábæru samstarfsfólki að nýbreytni- og þróunarverkefnum í byrjendakennslunni. Í tíu ár var ég æfingakennari og kenndi annars vegar grunnskólanemum við Æfinga- skólann og hins vegar grunnskólakennaranemum við Kennaraháskólann. Þetta var krefjandi og gefandi starf. Það var haustið 1989 sem ég sá auglýst hlutastarf við að stýra framhaldsdeild Fósturskólans. Ég var þarna komin með þrjú börn og fannst henta mér vel að vera í hlutastarfi og sótti um. Þar með voru örlög mín varðandi leikskólamálin ráðin. Leik- skólahugmyndafræðin féll mjög vel að hugmyndum mínum um menntun barna þannig að ég fann mig vel á þessum vettvangi. Það var mikill baráttuandi og þraut- seigja í stétt leikskólakennara á þessum tíma og hún þjappaði sér saman um mikilvæg baráttumál. Leikskólinn var viðurkenndur sem fyrsta skólastigið, námskrá var gefin út og námið flutt á háskólastig. Það var frábært að fá að taka þátt í þessu. Mér finnst tómstundafræðin í dag að mörgu leyti á svipuðum tímamótum og leikskólafræðin á þessum tíma. Það er svið í mikilli uppsveiflu, þar er þessi brennandi áhugi og kraftur. Þessi hugsjónaeldur var líka í Æfingaskólanum á sínum tíma. Fólk var ekkert að telja það eftir hvort það ynni tveimur tímunum meira eða minna, við ætluðum bara að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.