Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 11
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 11
V i ðta l V i ð j ó h ö n n U e i n a rs d ót t U r
fékk Fullbright-styrk til að fara í framhaldsnám til Bandaríkjanna þannig að ég fór
með, alveg óviss um hvað ég myndi taka mér fyrir hendur. Við dvöldum í Champaign-
Urbana, sem er háskólabær í Illinois, í þrjú ár. Ég lauk BS-prófi í uppeldissálfræði frá
Háskólanum í Illinois 1976 og síðan meistaraprófi í menntunarfræðum frá sama skóla
árið 1977.
Tuttugu árum síðar fór ég í doktorsnám og þá lá leiðin aftur til Illinois. Háskólinn
í Illinois er einn af virtustu ríkisháskólum í Bandaríkjunum og á þeim tíma þegar ég
var að huga að doktorsnámi var menntunarfræðideildin þar afar sterk. Við þekktum
staðinn líka vel og þar sem ég var að fara með þrjú börn og karl fannst mér þetta
góður kostur. Samstúdentum mínum í Illinois fannst þetta hins vegar afar sérstakt
og mikið ævintýri að ég skyldi setjast á skólabekk eftir 20 ára hlé og mæta með þrjú
börn og eiginmann og ætla mér að ljúka doktorsgráðu. Ég fékk mjög góða menntun
við Háskólann í Illinois og er afar ánægð með doktorsnámið og dvölina ytra. Ég var
á aðstoðarkennarastyrk frá skólanum og auk þess sem það gerði þetta fjárhagslega
mögulegt þá fékk ég þannig dýrmæta reynslu. Ég sá meðal annars um að undirbúa
og fylgja kennaranemum eftir í æfingakennslu og kynntist því nokkuð vel bandarísku
skólakerfi. Börnin okkar búa líka að þeirri dýrmætu reynslu að hafa búið í öðru landi
og kynnst ólíkum siðum og venjum.
Fósturskólinn, Kennaraháskólinn og doktorsnám
Þegar ég var á heimleið eftir meistaranámið í Bandaríkjunum fékk ég handskrifað bréf
frá Þuríði J. Kristjánsdóttur prófessor við Kennaraháskólann, þar sem hún hvatti mig til
þess að sækja um æfingakennarastarf við Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskólans.
Þetta gerði hún í samráði við Jónas Pálsson, skólastjóra Æfingaskólans. Hann var frum-
kvöðull í menntamálum og í hans tíð var Æfingaskólinn suðupottur nýrra hugmynda og
nýbreytni. Það var dýrmæt reynsla að starfa undir stjórn Jónasar. Ég fékk stuðning hans
til að koma ýmsum hugmyndum mínum um menntamál í framkvæmd og vann ásamt
frábæru samstarfsfólki að nýbreytni- og þróunarverkefnum í byrjendakennslunni.
Í tíu ár var ég æfingakennari og kenndi annars vegar grunnskólanemum við Æfinga-
skólann og hins vegar grunnskólakennaranemum við Kennaraháskólann. Þetta var
krefjandi og gefandi starf.
Það var haustið 1989 sem ég sá auglýst hlutastarf við að stýra framhaldsdeild
Fósturskólans. Ég var þarna komin með þrjú börn og fannst henta mér vel að vera í
hlutastarfi og sótti um. Þar með voru örlög mín varðandi leikskólamálin ráðin. Leik-
skólahugmyndafræðin féll mjög vel að hugmyndum mínum um menntun barna
þannig að ég fann mig vel á þessum vettvangi. Það var mikill baráttuandi og þraut-
seigja í stétt leikskólakennara á þessum tíma og hún þjappaði sér saman um mikilvæg
baráttumál. Leikskólinn var viðurkenndur sem fyrsta skólastigið, námskrá var gefin
út og námið flutt á háskólastig. Það var frábært að fá að taka þátt í þessu. Mér finnst
tómstundafræðin í dag að mörgu leyti á svipuðum tímamótum og leikskólafræðin á
þessum tíma. Það er svið í mikilli uppsveiflu, þar er þessi brennandi áhugi og kraftur.
Þessi hugsjónaeldur var líka í Æfingaskólanum á sínum tíma. Fólk var ekkert að telja
það eftir hvort það ynni tveimur tímunum meira eða minna, við ætluðum bara að