Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Qupperneq 67

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Qupperneq 67
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 67 snæfríðUr dröfn BjörgVinsdóttir og anna- l ind PétUrsdóttir Áhrif erfiðrar hegðunar Hegðunarerfiðleikar trufla ekki bara samskipti, heldur geta þeir einnig haft neikvæð áhrif á námsframvindu og tækifæri nemenda í lífinu. Í rannsókn Westling (2010) kom fram að flestir kennarar töldu erfiða hegðun hafa slæm áhrif á námsframvindu nem- enda. Sjö af hverjum tíu sérkennurum og átta af hverjum tíu almennum kennurum í þeirri rannsókn töldu nemendur sem sýna erfiða hegðun læra minna vegna hennar. Langtímarannsóknir hafa einnig sýnt slæmar framtíðarhorfur nemenda með langvar- andi hegðunarerfiðleika. Þeir nemendur eru líklegri en aðrir til að fá lægri einkunnir, skrópa í skóla, flosna upp úr námi, eiga í erfiðleikum félagslega og að komast í kast við lögin (Bradley, Doolittle og Bartolotta, 2008; Wagner, 1995). Einnig eiga nemendur með hegðunarerfiðleika erfiðara uppdráttar á vinnumarkaði að námi loknu og eru líklegri til að sinna láglaunastörfum eða vera án atvinnu (Bradley o.fl., 2008; Wagner, 1995). Hegðunarerfiðleikar hafa ekki aðeins neikvæð áhrif á nám og framtíðarhorfur viðkomandi nemenda, heldur geta einnig truflað nám samnemenda og aukið álag á kennara (Samband íslenskra sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara, 2012; West- ling, 2010). Niðurstöður Westling (2010) sýndu að átta af hverjum tíu kennurum töldu aðra nemendur læra minna vegna erfiðrar hegðunar samnemanda. Þá sögðu átta af hverjum tíu almennum og þrír af hverjum fjórum sérkennurum að erfið hegðun yki streitu þeirra í starfi. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður könnunar meðal íslenskra grunnskólakennara sem sýndi að kennarar fyndu fyrir vaxandi álagi í starfi vegna aukinna hegðunarvandkvæða og að „erfiðir nemendur“ og agavandamál væri það sem þeim þætti erfiðast við kennarastarfið (Samband íslenskra sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara, 2012, bls. 36). Rannsókn sem gerð var á líðan íslenskra kennara árið 2005 leiddi í ljós að helstu streituvaldar í starfi væru vinnuálag og tíma- skortur ásamt aga- og hegðunarvanda. Einnig kom fram að kennarar höfðu áhyggjur af erfiðleikum nemenda og þóttu úrræði of fá (Anna Þóra Baldursdóttir og Valgerður Magnúsdóttir, 2007). Það er því margt sem bendir til þess að hegðunarerfiðleikar nem- enda valdi grunnskólakennurum á Íslandi talsverðu álagi í starfi. Tilfinningaþrot meðal kennara Álag og langvarandi streita í starfi getur leitt til kulnunar (Burke og Greenglass, 1995; Maslach, Schaufeli og Leiter, 2001). Maslach o.fl. (2001) hafa skilgreint þrjá þætti kulnunar; hlutgerving (e. depersonalization), minnkandi starfsárangur (e. reduced per- sonal accomplishment) og tilfinningaþrot. Með hlutgervingu er átt við að viðkomandi hlutgeri skjólstæðinga sína, komi ekki fram við þá eins og manneskjur heldur fjar- lægist þá með því að koma fram við þá eins og hluti. Minnkandi starfsárangur vísar til þeirrar tilfinningar viðkomandi að vinnuframlag hans hafi litla sem enga þýðingu. Tilfinningaþrot er sá þáttur sem oftast er vísað til þegar fjallað er um kulnun en þá finnst viðkomandi að hann sé uppgefinn tilfinningalega, finnur fyrir vanmáttarkennd og fjarlægist starf sitt tilfinningalega og vitsmunalega (Anna Þóra Baldursdóttir og Valgerður Magnúsdóttir, 2007; Maslach o.fl., 2001).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.