Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 27

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 27
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 27 gUðrún V. stefánsdóttir, Kristín Björnsdóttir og ástríðUr stefánsdóttir Niðurstöður rannsóknarinnar sem hér er til umfjöllunar benda til þess að viðhorf fjöl- skyldu og starfsfólks til fatlaðs fólks sé einn þeirra þátta sem geti hindrað eða stuðlað að sjálfræði þess. Átta af þátttakendum rannsóknarinnar höfðu búið á sólarhrings- stofnunum á einhverju tímabili í lífi sínu og meira eða minna lifað og hrærst í veröld fólks með þroskahömlun allt sitt líf og lært að gera ekki kröfur um sjálfræði í lífi sínu. Þetta kom til dæmis mjög skýrt fram hjá Hönnu, elstu konunni í rannsókninni, en hún sagði: Maður á ekki að kvarta, maður á að vera þakklátur við starfsfólkið og allir eru góðir við mann núna. Ég læt þær bara stjórna, þær vita hvað er best fyrir mig. Ef ég er al- mennileg þá eru þær líka almennilegar við mig. Langt fram eftir 20. öld var litið svo á að fólk með þroskahömlun væri ekki fullgildir meðlimir samfélagsins og því upp á góðvild annarra komið og bæri að vera hlýðið og þakklátt fyrir þá þjónustu sem það fékk (Hanna Björg Sigurjónsdóttir o.fl., 2013). Fyrri tíma stofnanir skildu fatlað fólk frá samfélaginu og hugmyndafræði þess tíma gerði ráð fyrir að fólk fengi alla þjónustu og fræðslu og stundaði vinnu innan stofnunarinn- ar og þyrfti aldrei að fara út fyrir veggi hennar. Á stofnunum var flest fyrirsjáanlegt því að starfsfólkið bar alla ábyrgð á daglegu lífi og tók ákvarðanir fyrir fólkið sem þar bjó. Íbúar stofnananna vöndust þessu regluveldi og löguðu sig að því og lærðu að láta aðra taka ákvarðanir fyrir sig (Goffman, 1961). Það má túlka þessi viðbrögð sem innri kúgun sem getur valdið því að fólk sættir sig við aðstæður sem eru óviðunandi og telur sig ekki eiga betra skilið (Ástríður Stefánsdóttir, 2012; Meyers, 2010). Þar af leiðandi má spyrja hvort reynslan hafi kennt Hönnu, sem sagt var frá hér að framan, að það borgaði sig að vera hlýðin og þakklát. Hún hafði ekki mörg tækifæri til að þróa sjálfræði sitt og hún reyndi ekki að taka stjórnina heldur lét starfsfólk standa í þeirri trú að hún vildi ekki stjórna lífi sínu. Hanna virtist sætta sig við aðstæður sem ekki þykja boðlegar í daglegu lífi fólks utan stofnana. Í rannsókninni kom einnig í ljós að þrátt fyrir regluveldi stofnana og forræðishyggju starfsfólks og fjölskyldu í lífi þátttakenda höfðu margir þeirra mótmælt kröftuglega ríkjandi viðhorfum og barist fyrir auknu sjálfræði í lífi sínu. Sigrún, sem er á sjötugs- aldri, bjó á stofnun og síðan á sambýli en bjó, þegar rannsóknin fór fram, í leiguíbúð ásamt eiginmanni sínum. Hún bar starfsfólki fyrri tíma ekki góða sögu; hún treysti því ekki og hafnaði þar af leiðandi aðstoð í mörg ár. Hún sagði: Ég vildi ekki aðstoð frá þessu fólki, ekki neinu starfsfólki. Ef ég hefði ekki mótmælt því væri ég ekki þar sem ég er í dag. Ef ég hefði trúað öllu sem starfsfólkið á stofn- uninni og sambýlinu sagði um mig og við mig væri ég ekki þar sem ég er í dag. Ég vil ekki láta koma fram við mig eins og barn sem þarf að hugsa um og stjórna. Ég vil ráða sjálf. Með baráttu sinni má ætla að Sigrúnu hafi tekist að þróa sjálfræði sitt en fórnarkostn- aðurinn var sá að lengi fékk hún ekki þá aðstoð sem hún þurfti á að halda. Það kom að því að vegna heilsuleysis varð Sigrún að fá aðstoð á heimili sitt. Þá fannst henni hafa orðið breytingar á viðhorfum og vinnubrögðum starfsfólks: Mér líkar við starfsfólkið núna, nú stjórna ég, áður stjórnuðu þau. Starfsfólk styður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.