Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 32

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 32
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 201432 má ég fá að ráða mínU eigin l ífi ? dagskipulag eða tafla þar sem myndum af þeim athöfnum sem átti að framkvæma hvern dag var raðað upp. Gunnari virtist líka þetta fyrirkomulag vel, brosti þegar á dagskrá var að fara í gönguferð, en sýndi þeim myndum sem til dæmis tengdust máltíðum minni áhuga. Það vakti þó athygli að Gunnar virtist hafa fáa valkosti innan rammans, ekki voru gerðar neinar tilraunir til að sýna honum til dæmis myndir af tveimur atburðum og gefa honum kost á að velja milli þeirra. Ef til vill skorti starfs- fólk þekkingu á möguleikum þeirra tjáskiptaleiða sem um var að ræða eða að gert var ráð fyrir að hann hefði ekki hæfni til þess að velja á milli. Forsenda þess að fólk geti tekið ákvarðanir er að starfsfólk og aðstandendur þekki tjáskiptaleiðir þess og gefi því möguleika á að þroska hæfni sína til ákvarðanatöku og þar með möguleikann á að efla sjálfræði sitt. Sjálfræði einstaklings er alltaf takmörkunum háð því allir þurfa að taka tillit til annarra og þeirra aðstæðna sem þeir búa við (Ástríður Stefánsdóttir og Vilhjálmur Árnason, 2004). Þrátt fyrir þær takmarkanir sem þjónustuúrræðið skapar er ýmislegt sem starfsfólk getur gert til að stuðla að auknu sjálfræði meðal íbúa. Í niðurstöðum rannsóknarinnar komu fram dæmi um að fólk hefði ekki aðgang að vaktaáætlun starfsfólks og hafði það áhrif á öryggiskennd þess og kom í veg fyrir að það gæti valið sér starfsfólk í tiltekin verkefni. Erla var þrítug og bjó í íbúðakjarna. Hún var mjög ánægð með það fyrirkomulag að fá alltaf upplýsingar um það hverjir væru á vakt hverju sinni og hún ákvað líka hvað yrði í matinn eftir því hver aðstoðaði hana við eldamennskuna: „Því það eru ekki allir sem kunna að steikja fisk.“ Svo virðist sem í einhverjum tilfellum hafi verið litið á vaktaáætlanir sem starfsmannamál sem íbúa varðaði ekki um og því ekki vel liðið að íbúar veldu sér starfsfólk í mismunandi verk- efni og gerðu þannig upp á milli starfsfólks. Einnig sögðu þátttakendur rannsóknar- innar frá því að viðhorf starfsfólks til verkefnanna hefðu áhrif á gæði stuðningsins. Ásgerður, sem var rúmlega þrítug og bjó í íbúðakjarna, sagði: „Ég get ekki eldað sjálf. En ég vil segja henni [starfsmanninum] hvernig á að elda og krydda og sjóða lengi. En sumir vilja bara gera þetta eins og þeir gera heima hjá sér. En þetta er minn matur.“ Konunum sem tóku þátt í rannsókninni og þurftu aðstoð við athafnir daglegs lífs fannst mörgum óþægilegt að fá aðstoð hjá karlmönnum. Þess vegna gat það verið mikilvægt fyrir þær að hafa aðgang að vaktaáætluninni svo þær gætu skipulagt sig þannig að þær færu til dæmis í bað á þeim dögum eða tíma þegar konur væru á vakt. En oft og tíðum er það svo að baðdagarnir eru fyrirfram ákveðnir, tímasettir og dag- settir og sveigjanleiki takmarkaður. Þar af leiðandi gátu sumar konurnar ekki, sökum skipulagsins, treyst því að fá aðstoð hjá konum við athafnir daglegs lífs og upplifðu því takmarkaða stjórn á eigin lífi. Á hinn bóginn var það afar sjaldgæft að karlarnir sem tóku þátt í rannsókninni gætu fengið aðstoð hjá körlum, en það virtist ekki skipta þá eins miklu máli. Þátttakendur sem bjuggu í íbúðakjörnum og sambýlum töluðu um að þar væri oft og tíðum lítið einkarými. Dæmi voru um að það væri ekki hægt að læsa baðherbergj- um og að fólk kæmi inn í herbergi án þess að banka, og einn þátttakandinn gat þess að dyrabjöllunni væri sjaldan hringt á sambýlinu sem hann bjó á. Ókunnugt fólk gengi inn eins og um væri að ræða fyrirtæki, stofnun eða almennt rými. Það bendir til þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.