Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 36
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 201436
má ég fá að ráða mínU eigin l ífi ?
Eitt af grundvallarskilyrðum þess að fólk með þroskahömlun geti þróað sjálfræði
sitt, átt valmöguleika og tekið sjálfstæðar ákvarðanir í daglegu lífi er að það hafi að-
gang að nauðsynlegum upplýsingum og fái viðeigandi fræðslu. Þetta þarf að tryggja,
meðal annars með aukinni fræðslu starfsfólks og aðstandenda. Tekið skal fram að þó
að sumir þátttakendur hefðu upplifað forræðishyggju starfsfólks og fjölskyldu, höfðu
margir þeirra mótmælt kröftuglega ríkjandi viðhorfum og barist fyrir auknu sjálfræði.
Horft fram á veginn
Þótt Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (2007) hafi ekki ver-
ið lögfestur hér á landi hefur hann haft áhrif á umræðu um líf og aðstæður fatlaðs
fólks og ekki síst sjálfræði. Í samningnum er kveðið á um að fatlað fólk hafi frelsi
til að taka ákvarðanir um eigið líf, og eigi að fá til þess viðeigandi aðstoð (12. gr.).
Í Lögum um málefni fatlaðs fólks (nr. 59/1992) og í Lögum um réttindagæslu fyrir
fatlað fólk (nr. 88/2011) er gert ráð fyrir að tekið sé mið af samningnum og ekki síst
hvað varðar aðstoð við sjálfsákvarðanatöku. Þessi mikilvæga regla samningsins um
sjálfsákvörðunarrétt og sjálfræði hefur því að einhverju marki verið viðurkennd í ís-
lenskri löggjöf. Þrátt fyrir þessi ákvæði benda niðurstöður rannsóknarinnar til þess að
enn skorti á að starfsfólk og aðstandendur þekki til þeirra mannréttindasáttmála sem
Ísland hefur þegar undirritað og þeirrar löggjafar sem í gildi er. Ástæða þess að laga-
legur réttur virðist oft ekki ná til fólks með þroskahömlun kann að vera sú að gerhæfi
þess og þar með hæfni þess til að hafa forræði í eigin málum er ekki virt. Verður því
að teljast líklegt að ef samningurinn væri lögfestur á Íslandi teldust aðstæður margra
þátttakenda í þeirri rannsókn sem hér er til umfjöllunar vera lögbrot.
Við teljum að þær kenningar og hugmyndir sem hér hafa verið lagðar til grund-
vallar eigi vel við þegar unnið er að markmiðum Samnings Sameinuðu þjóðanna um
réttindi fatlaðs fólks (2007) og íslenskra laga. Með því að nýta þessar hugmyndir má
fá betri verkfæri til að vinna gegn mannréttindabrotum á fötluðu fólki og leita leiða til
að auka lífsgæði þess. Þá er ekki síst brýnt að hafa verkfæri til að rökstyðja siðferðilegt
mikilvægi þess að fólk sé stutt til að taka sjálft ákvarðanir og því gefið svigrúm til að
þróa eigið sjálfræði.
AtHUgAsEMDir
1 Ágústa Björnsdóttir, Eiríkur Sigmarsson, Freyja Baldursdóttir, Guðrún Benjamíns-
dóttir, Helena Gunnarsdóttir, Kristín Stella Lorange og Sigríður Leifsdóttir.
2 Í greininni er notað hugtakið starfsfólk bæði um fagfólk og ófaglært starfsfólk. Í
gögnum rannsóknarinnar greina þátttakendur ekki á milli þeirra sem eru faglærðir
og þeirra sem eru ófaglærðir.