Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 79
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 79
snæfríðUr dröfn BjörgVinsdóttir og anna- l ind PétUrsdóttir
íhuguðu 44% almennra kennara og 11% sérkennara að hætta að kenna vegna erfiðrar
hegðunar nemenda. Þessi tengsl erfiðrar hegðunar, óánægju kennara í starfi og þess
að kennarar íhugi að hætta störfum eru þekkt úr erlendum rannsóknum (Ingersoll,
2001; Kukla-Acevedo, 2009) og sýna hversu mikilvægt það er að finna leiðir til að
draga úr erfiðri hegðun nemenda og fyrirbyggja að kennarar hætti störfum vegna
hennar.
Tilfinningaþrot
Að mati kennara í þessari rannsókn eykur erfið hegðun nemenda streitu og álag í
starfi. Rannsóknir sýna að langvarandi álag og streita geti leitt til kulnunar (Burke
og Greenglass, 1995; Maslach o.fl., 2001). Á heildina litið fundu einn til þrír af hverj-
um tíu kennurum fyrir einkennum tilfinningaþrots, þar af greindu flestir frá mikilli
þreytu við upphaf vinnudags. Fram hefur komið að kvenkennarar finni frekar fyrir
tilfinningaþroti og minnkuðum starfsárangri en karlkyns kennarar (Vercambre o.fl.,
2009). Ekki var spurt um kyn þátttakenda í þessari rannsókn en gera má ráð fyrir
að meirihluti kennaranna hafi verið kvenkyns, þar sem rúmlega átta af hverjum tíu
kennurum á höfuðborgarsvæðinu eru konur (Hagstofa Íslands, e.d.). Hátt hlutfall
kvenna gæti átt þátt í því að allt að þriðjungur þátttakenda í þessari rannsókn upp-
lifir einkenni tilfinningaþrots. Jafnframt hefur komið fram að kennarar sem kenna á
yngri stigum grunnskóla finni frekar fyrir tilfinningaþroti en kennarar á eldri stigum
(Vercambre o.fl., 2009), en meirihluti þátttakenda í þessari rannsókn voru umsjónar-
kennarar í 1.–6. bekk. Eins og fram hefur komið eru vísbendingar um að kennarar sem
finna fyrir miklu tilfinningaþroti upplifi litla trú á eigin getu sem kennarar, finni fyrir
minni starfsánægju og upplifi minnkandi starfsárangur og um leið kulnun sem tengist
áformum um að hætta í starfi (Brouwers og Tomic, 2000; Goddard og Goddard, 2006;
Lee og Ashforth, 1996; Skaalvik og Skaalvik, 2010). Það er því áhyggjuefni að allt að
þriðjungur kennaranna í þessari rannsókn finni fyrir einkennum tilfinningaþrots.
Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli hegðunarerfiðleika nemenda og
kulnunar kennara í starfi (Hastings og Bham, 2003; Kokkinos, 2007; McCormick og
Barnett, 2011; Vercambre o.fl., 2009). Svipaðar niðurstöður komu fram hér, þar sem
jákvæð fylgni reyndist vera á milli tilfinningaþrots kennara og hversu oft þeir þurftu
að takast á við erfiða hegðun. Því oftar sem kennarar greindu frá því að þeir þyrftu
að takast á við erfiða hegðun, þeim mun líklegra var að þeir upplifðu einkenni til-
finningaþrots. Niðurstöðurnar samræmast niðurstöðum Reinke o.fl. (2013), þar sem
kennarar sem fundu fyrir miklu tilfinningaþroti mátu truflun af hálfu nemenda í
skólastofunni meiri en þeir sem fundu minna fyrir því. Hafa ber í huga að þessi tengsl
milli breytnanna jafngilda ekki orsakasambandi. Sambandið getur verið í báðar áttir.
Vísbendingar eru um tengsl milli líðanar kennara og mats þeirra á erfiðri hegðun
nemenda (Anna Dóra Steinþórsdóttir, 2009; Hamre, Pianta, Downer og Mashburn,
2008). Þannig gætu kennarar sem eru á þrotum tilfinningalega metið hegðun nem-
enda erfiðari en kennarar sem eru í betra jafnvægi.