Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 124

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Síða 124
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014124 Um fagmennsKU í sKólastarfi Samantekt Ritið Fagmennska í skólastarfi hefur að geyma mjög áhugaverð skrif um skólastarf hér á landi. Þau eru fjölbreytt og lýsa á ýmsan hátt fagmennsku kennara og skólastjórn- enda og samvinnu og þátttöku þeirra í þróun skólastarfs. Þessi skrif koma vel heim og saman við þátttöku og framlag skólamannsins Trausta Þorsteinssonar til menntamála hér á landi. Vel hefur tekist að sameina fræðilegt og hagnýtt sjónarhorn í köflunum eins og ritstjórn fór fram á við höfunda. Áberandi er í umfjöllun flestra höfunda hve rík áhersla er lögð á aukið samstarf og samvirkni allra aðila skólasamfélagsins. Skólastjórnendur og kennarar geti ekki lengur lokað að sér og unnið hver í sínu horni heldur þurfi að taka þátt í því sem nú til dags kallast lærdómssamfélag og geta sýnt nýja fagmennsku í starfi og skólaþróun. Þeir verða að vera færir um að geta unnið samkvæmt menntastefnu yfirvalda og lögum og aðalnámskrá viðkomandi skólastigs með fjölbreytnina sem auðlegð. Einnig eiga þeir að vera færir um að vinna með ýmis gildi í skólastarfi til að mennta og móta börn og ungmenni á fjölbreyttan hátt sem virka og ábyrga þjóðfélagsþegna með lýð- ræði, mannréttindi og félagslegt réttlæti að leiðarljósi. Raddir nemenda þurfa að fá að hljóma svo þeir fái áheyrendur sem stuðla að fullri hlutdeild þeirra í ákvarðanatöku og áhrifum á eigið nám og þar með aukinni ábyrgð á því. Þeir þurfa að fá tækifæri til að æfa röddina í námi sínu í stað þess að sitja og þegja og nota einungis aðra höndina megnið af skólatímanum. Þegar á heildina er litið er bókin mjög gagnlegt rit og þarft framlag til menntamála hér á landi. HEiMilDir Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (2012). Aðalnámskrá grunnskóla 2011. Almennur hluti. Reykjavík: Höfundur. Trausti Þorsteinsson. (2003). Fagmennska kennara. Í Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson og Steinunn Helga Lárusdóttir (ritstjórar), Fagmennska og forysta: Þættir í skólastjórnun (bls. 187–200). Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. UM HÖfUnDinn Jóhanna Karlsdóttir (johannak@hi.is) er lektor við Kennaradeild Háskóla Íslands. Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1972, framhaldsnámi í byrjendakennslu og myndmennt frá Danmarks Lærerhøjskole 1989 og M.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands 2001. Hún starfaði sem kennari við grunnskóla í 30 ár, lengst af við Grunda- skóla á Akranesi, og starfaði á Fræðsluskrifstofu Vesturlands í nokkur ár sem kennslu- ráðgjafi. Helstu rannsóknarsvið hennar eru skóli án aðgreiningar og framkvæmd þeirrar stefnu, námskrárfræði, námsmat og heimanám nemenda í grunnskólum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.