Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Page 80

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Page 80
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 201480 erfið hegðUn nemenda Stuðningur til að takast á við erfiða hegðun Á heildina litið virðast kennarar í þessari rannsókn helst fá stuðning frá öðrum kennurum, skólastjórnendum og foreldrum við að takast á við erfiða hegðun nem- enda. Kennarar álíta yfirleitt að stuðningur samstarfsfólks og stjórnenda skipti miklu máli til að stuðla að góðri hegðun nemenda (Anna-Lind Pétursdóttir, 2013; Rúnar Sig- þórsson o.fl., 2014) og slíkur stuðningur getur unnið gegn kulnun (Greenglass o.fl., 1998). Jafnframt kom fram í íslenskri rannsókn að því meiri hvatningu og stuðning sem kennurum fannst þeir fá frá skólastjórnendum, foreldrum og samkennurum, þeim mun ólíklegra var að þeir upplifðu kulnun (Anna Þóra Baldursdóttir og Val- gerður Magnúsdóttir, 2007). Hins vegar virðist sá stuðningur, sem kennarar í þessari rannsókn fá, ekki duga til að halda hegðunarerfiðleikum í skefjum þar sem umfang erfiðrar hegðunar nemenda mælist mikið og meirihluti þátttakenda íhugar að hætta kennslu vegna hennar. Mögulega gæti þetta stafað af skorti á stuðningi frá sérfræðing- um á þessu sviði. Aðeins um einn af hverjum tíu kennurum í þessari rannsókn sagðist oft fá stuðning frá sérfræðingum í hegðunarstjórnun eða atferlisgreiningu, saman- borið við þriðjung sérkennara og 16% almennra kennara í rannsókn Westling (2010). Aðeins 2% kennara sögðust oft fá stuðning frá sérfræðingum utan skólans, en hlutfall- ið var nokkuð hærra meðal almennra kennara (13%) og sérkennara (8%) í rannsókn Westling (2010). Kennarar í rannsókn Westling fengu því meiri stuðning sérfræðinga og að þeirra mati var erfið hegðun nemenda ekki eins algeng og í þessari rannsókn. Ekki er hægt að fullyrða um orsakasamhengi þarna á milli, en að mati kennara hér- lendis er stuðningur sérfræðinga mikilvægur til að stuðla að góðri hegðun nemenda (Anna-Lind Pétursdóttir, 2013; Rúnar Sigþórsson o.fl., 2014). Einnig hefur komið fram að kennurum hefur fundist vanta upp á slíkan stuðning eða faglega ráðgjöf í starfi (Ingvar Sigurgeirsson og Ingibjörg Kaldalóns, 2006). Ráðgjöf sérfræðinga til kennara um árangursrík vinnubrögð gagnast ekki aðeins til að draga úr hegðunarerfiðleikum nemenda heldur getur líka aukið færni kennara og seiglu í að takast á við slíka erfið- leika í framtíðinni (Anna-Lind Pétursdóttir, 2011; Anna-Lind Pétursdóttir, Lucinda Árnadóttir og Snæfríður Dröfn Björgvinsdóttir, 2012; Ross o.fl., 2012; Stoiber og Gettinger, 2011). Takmarkanir rannsóknarinnar og næstu skref Nokkrir vankantar eru á rannsókninni sem verður að hafa í huga við túlkun niður- staðna. Þar vegur þyngst að um hentugleikaúrtak var að ræða og aðeins um helming- ur þess lauk spurningalistanum. Það er því takmörkunum háð að yfirfæra niðurstöð- urnar á kennara almennt. Ýmislegt var reynt til að fá sem hæst svarhlutfall. Kennurum var boðin þátttaka í happdrætti í þakklætisskyni fyrir þátttökuna og leitað var eftir leyfi til að leggja spurningalistann fyrir á staðnum í þeirri von að þannig myndu fleiri taka þátt. Leyfi fékkst til að leggja spurningalistann fyrir á staðnum í tveimur skólum en svarhlutfall í þeim skólum reyndist svipað og í þeim skólum þar sem lagt var fyrir með tölvupósti. Það er áhyggjuefni að kennarar sjái sér ekki fært að taka þátt í rann- sóknum sem þessari en fram kom hjá skólastjórum að mikið álag væri á kennurum og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.