Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 33

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 33
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 33 gUðrún V. stefánsdóttir, Kristín Björnsdóttir og ástríðUr stefánsdóttir að ekki sé litið á sambýlið sem heimili fólks. Líklegt er að þetta geti leitt til þess að fólk með þroskahömlun upplifi takmarkað einkarými og má velta fyrir sér hvaða áhrif það hefur á sjálfsmynd þess. Vel er hugsanlegt að það að búa við þær aðstæður að stöðugt geti einhver gengið inn á mann fyrirvaralaust á manns eigin heimili hamli fólki og hafi jafnvel áhrif á grunnöryggi og þroska persónunnar. Nú er málaflokkur fatlaðs fólks hjá sveitarfélögum í stað ríkisins áður, og þá er mikil- vægt að skoðað sé hvernig sveitarfélögin skipuleggja þjónustu sína og hvernig það hefur áhrif á fólk með þroskahömlun. Ýmislegt í þessari rannsókn bendir til þess að sú aðstoð sem fólki stendur til boða sé mismunandi eftir sveitarfélögum og jafnvel hverf- um höfuðborgarinnar. Einnig eru vísbendingar um að fólk hafi fengið misvísandi eða jafnvel rangar upplýsingar um rétt sinn, eins og til dæmis að íbúar á sambýlum ættu ekki rétt á liðveislu eða að viðkomandi ætti ekki rétt á einhverri þjónustu af því að hann hefði ekki „rétta“ greiningu. Þegar stuðningurinn er ekki viðeigandi eða nægi- legur hefur það áhrif á líðan fólksins og möguleika þess á að taka sjálfstæðar ákvarð- anir. Birta var á fertugsaldri og hafði búið á sama sambýlinu í sextán ár, henni leið ekki vel og hún upplifði sig ekki örugga á eigin heimili: Það er ágætt að vera hérna þannig séð en þjónustan mætti vera betri … ég finn ekki fyrir ást og umhyggju hérna lengur eins og ég fann fyrstu árin. Ég finn meira fyrir hatri og svikum og ég treysti engum hérna … Fólk var ekki svona áður fyrr. Fólk kom og talaði við mann. Nú hefur maður engan til að tala við, bara vini sína og karlinn. Ef húsnæði á að geta kallast heimili þarf að ríkja þar öryggi og sá sem þar býr þarf að geta mótað það eftir sínum persónulega stíl. Í rannsókninni Sjálfræði og aldraðir er fjallað um muninn sem er á stofnun annars vegar og heimili hins vegar: Í hugum flestra er heimilið skjól eða griðastaður þar sem hægt er að vera í næði og öryggi. En það einkennir einnig heimilið að það endurspeglar persónuleika manns. Einstaklingurinn getur þar mótað umhverfið í sínum stíl og í samræmi við gildis- mat sitt … stofnunin hefur sinn eigin karakter sem sá sem þar dvelur hefur litla möguleika á að hafa áhrif á. Persónuleikinn, það hver maður var og hver maður er, endurspeglast ekki á sama hátt í umhverfi manns á stofnun og ef um væri að ræða eigið heimili. (Ástríður Stefánsdóttir og Vilhjálmur Árnason, 2004, bls. 170) Ef gengið er út frá þessum sama skilningi á hugmyndinni um heimili er mikilvægt að fólk hafi vald yfir því svæði sem kallast heimili þess. Það þarf að geta treyst umhverf- inu og haft stjórn á aðstæðum sínum þar inni. Mikilvægi þessa má lesa úr svörum þátttakenda. En þegar vel gekk og stuðningur var viðeigandi birtust þátttakendur rannsóknarinnar sem sjálfstæðir, fullorðnir einstaklingar sem hafa fengið tækifæri til að þróa með sér sjálfræði í lífi sínu. Arnar var á sextugsaldri og lýsti því hvernig stuðningur ætti að vera: Það heitir alveg virðing, þetta er mitt heimili. Það á að hjálpa, ekki skipa bara fyrir og ekki ákveða alltaf fyrir mann. Ég get það. Ekki ljúga að mér og vilja vera vinir mínir. Það á líka að hlusta, ekki skipa og ég þarf að ákveða hvenær ég þrífa og taka til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.