Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 45

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 45
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 45 linda BjörK ólafsdóttir, snæfríðUr þóra egilson og K jartan ólafsson foreldra og barna (r > 0,50) og virtust foreldrarnir að því leyti hafa ágæta innsýn í lífsgæði barna sinna (Burgess og Turkstra, 2010; Sheldrick o.fl., 2011). Takmörkuð félagsleg þátttaka er oft tengd erfiðleikum sem börn með einhverfu upplifa í samfélagslegum aðstæðum og í samskiptum við aðra. Þótt vinátta geti reynst þeim flókin hafa getumikil börn með einhverfu lagt áherslu á mikilvægi þess að eiga góða vini (Calder o.fl., 2013; Howard, Cohn og Orsmond, 2006) og þau finna fyrir ein- manaleika þegar sú ósk er ekki uppfyllt (Bauminger og Kasari, 2000; Calder o.fl., 2013; Lasgaard, Nielsen, Eriksen og Goossens, 2010). Jafnframt virðist leiðsögn foreldra, kennara og annarra aðila skipta miklu þegar kemur að vinasamböndum (Bauminger og Shulman, 2003; Calder o.fl., 2013). Munur á lífsgæðamati barna og foreldra Þekkt er að foreldrar upplifa lífsgæði barna sinna oft á annan hátt en börnin sjálf, sér- staklega þegar kemur að sálfélagslegum þáttum (Davis o.fl., 2007; Upton, Lawford og Eiser, 2008). Mat foreldra getur þó skipt miklu máli þegar ætla má að barn hafi ekki fulla innsýn í eigin líðan og aðstæður eða það á í erfiðleikum með að tjá sig um þær, eins og átt getur við um sum börn með einhverfu. Þá er algengt að foreldrar séu beðnir að setja sig í spor barna sinna svo matið endurspegli viðhorf þeirra (e. parent proxy report) (Sheldrick o.fl., 2012). Í ástralskri rannsókn Davis o.fl. (2007) var leitast við að skoða ólíka upplifun for- eldra og barna. Tekin voru viðtöl við 15 börn (8–12 ára) og foreldra þeirra, þar sem stuðst var við lífsgæðamatslistann KIDSCREEN-27 (KIDSCREEN Group Europe, 2006). Sá munur sem fannst fólst einkum í mismunandi röksemdafærslu barna og foreldra en börnin byggðu svör sín gjarnan á einu atviki á meðan foreldrarnir tóku fleiri dæmi áður en þeir svöruðu. Auk þess fannst foreldrum erfitt að fullyrða um sum atriði og nýttu því miðgildi kvarðans frekar en lægsta eða hæsta gildi (t.d. aldrei eða alltaf) (Davis o.fl., 2007). Svipaðar niðurstöður komu fram í breskri rannsókn Tavernor, Barron, Rodgers og McConachie (2013) þar sem þátttakendur voru ellefu foreldrar og tíu 9–12 ára drengir með einhverfu. Í upphafi voru KIDSCREEN-27 og PedsQL lagðir skriflega fyrir þátttakendur og síðan tóku tíu foreldrar og fjórir drengir þátt í viðtali þar sem rýnt var í svör þeirra. Í ljós kom að foreldrar og börn lögðu mismunandi skilning í sumar spurningar og þótti drengjunum ekki alltaf ljóst hvort spurningarnar vísuðu í andlega eða líkamlega þætti. Einnig höfðu drengirnir tilhneig- ingu til að byggja svör sín á einstökum atburðum og var röksemdafærsla þeirra oft frábrugðin foreldranna. Tilgangur rannsóknar Rannsóknin, sem þessi grein byggist á, er hluti af stærra verkefni sem nefnist Lífsgæði, þátttaka og umhverfi barna sem búsett eru á Íslandi. Tilgangur þessa hluta rannsóknarinn- ar var tvíþættur. Í fyrsta lagi að kanna upplifun 8–17 ára getumikilla barna með ein- hverfu á lífsgæðum sínum samanborið við jafnaldra í samanburðarhópi. Í öðru lagi að skoða hvernig foreldrar barna með einhverfu meta lífsgæði barna sinna. Eftirfarandi rannsóknarspurningar leiddu rannsóknina:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.