Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Side 22

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Side 22
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 201422 má ég fá að ráða mínU eigin l ífi ? Sjálfræði í samhengi við líf og reynslu fólks með þroskahömlun hefur lítið verið rannsakað hér á landi en Kristín Björnsdóttir (2011) fjallaði um sjálfræði og kynverund fólks með þroskahömlun, Guðrún V. Stefánsdóttir (2011) beindi sjónum að sjálfræði og ófrjósemisaðgerðum á konum með þroskahömlun og Ástríður Stefánsdóttir (2012) fjallaði um það hvernig beri að skilja sjálfræði. Niðurstöður þessara rannsókna benda til þess að fólk með þroskahömlun standi frammi fyrir margs konar hindrunum þegar kemur að því að lifa sjálfstæðu lífi og taka eigin ákvarðanir og þar vega viðhorf annarra þungt. Talsvert hefur verið fjallað um sjálfræði fólks með þroskahömlun í erlendum rannsóknum en í flestum þessara rannsókna er sjónum beint að heilbrigð- ismálum (Guess, Benson og Siegel-Causey, 2008; Mill, Mayes og McConnell, 2010; Wullink, Widdershoven, Lantman-de Valk, Metsemakers og Dinant, 2009). Stór hluti rannsókna sem beinast að sjálfræði fólks með þroskahömlun fjallar um sjónarhorn foreldra eða fagfólks en rödd fólksins sjálfs hefur lítið heyrst (Hawkins, Redley og Holland, 2011). Í ljósi þess að kveðið er sérstaklega á um sjálfræði einstaklingsins í löggjöf er varð- ar málefni fatlaðs fólks og í mannréttindasáttmálum er mikilvægt að beina sjónum sérstaklega að því hvernig sjálfræði birtist í lífi fólks með þroskahömlun (Lög um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992; Lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk nr. 88/2011; Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, 1948; Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, 2007). Þessi rannsókn er unnin á vegum Rannsóknarstofu í þroskaþjálfafræðum við Há- skóla Íslands og skiptist í þrjá áhersluþætti þar sem sjálfræði verður fyrst skoðað í samhengi við einkalíf og heimili fólks, því næst í tengslum við formlega og óform- lega menntun, tómstundir og frítíma og loks á opinbera sviðinu, eins og í atvinnulífi, stjórnmálum og hagsmunabaráttu. Rannsóknin hófst árið 2011 og er stefnt að því að henni ljúki árið 2015. Í þessari grein er fjallað um sjálfræði í einkalífi og á heimilum og spurt hvaða þættir hindri eða stuðli að sjálfræði út frá kenningum um aðstæðubundið sjálfræði. Í greininni er á hinn bóginn ekki gengið út frá hinu lagalega hugtaki og þeim réttindum sem því fylgja heldur fremur hinum siðferðilega skilningi á persónulegu sjálfræði. KEnningAr UM sjálfrÆÐi Og fÖtlUn Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar byggist annars vegar á norræna tengslaskiln- ingnum á fötlun (e. Nordic relational approach to disability) og hins vegar kenningum um aðstæðubundið sjálfræði (e. relational autonomy). Á Norðurlöndum má greina sameiginlegan skilning á fötlun sem hvorki er algildur né fastmótað líkan, heldur er um að ræða algenga túlkun á því hvað fötlun sé og birtist sú túlkun í hugmyndafræði og stefnumörkun um málefni fatlaðs fólks (Tøssebro, 2004). Með norræna tengslaskiln- ingnum er lögð áhersla á samspil umhverfis og fatlaðs fólks. Hann á rætur sínar að rekja til þróunar norræna velferðarkerfisins sem byggist á hugmyndum um jafnrétti og borgaraleg réttindi allra (Gustavsson, Tøssebro og Rannveig Traustadóttir, 2005). Fötlun er, samkvæmt tengslaskilningnum, misvægi milli getu fatlaðs fólks og þeirra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.