Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 107
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 107
HelGa rut GuðMundSdóttir
MenntaVíSindaSViði HáSkóla íSlandS
Uppeldi og menntun
23. árgangur 2. hefti 2014
Framsýnt listaverk en býður upp á litla
sköpun notandans
Björk. (2011). Biophilia – snjallforrit fyrir ipad- og android-spjaldtölvur.
Framleiðendur: Björk og 16bit. Útgefendur: One Little Indian, Polydor, Nonesuch.
Haustið 2011 kom út breiðskífan Biophilia eftir Björk með afar óhefðbundnum hætti.
Í stað þess að gefa út 10 tónsmíðar á geisladiski voru þær gefnar út á iTunes en jafn-
framt sem safn af snjallforritum (eftirleiðis kölluð öpp) eða „app-svíta“ fyrir ipad. Á
þessum tíma voru slíkar spjaldtölvur með snertiskjá að byrja að ná útbreiðslu á mark-
aði. Listakonan Björk virtist sjá fyrir óþrjótandi möguleika í nýju snjalltækjunum og
hóf samstarf við fremstu forritara á sviði spjaldtölvuforrita. Niðurstaðan varð sú að
eitt app var samið í tengslum við hverja af tónsmíðunum tíu. Yfirlýstur tilgangur með
öppunum var að tengja saman náttúruvísindi og tónlist. Með öppunum ættu notend-
ur að geta lært um vísindi og tónlist á óhefðbundinn og aðgengilegan hátt en ekki síst
ættu þau að opna heim tónsköpunar fyrir notendum.
Hér verður leitast við að meta kennslufræðilegt gildi Biophilia-appanna eins og þau
koma notandanum fyrir sjónir á ipad-spjaldtölvu. Ekki verður farið náið í vísinda-
legt gildi þeirra tenginga sem Björk finnur á milli tiltekinna náttúrufyrirbrigða og
tónlistarfræða en sjálf hefur hún tjáð sig um mikilvægi tengslanna fyrir Biophilia-
verkefnið í heild. Hugrenningatengslin, sem Björk vísar til milli náttúru- og tónvís-
inda, eru reyndar ekki augljós flestum vísindamönnum á þessum sviðum. Það dregur
þó ekki úr mikilvægi þeirra fyrir listrænan innblástur Bjarkar sjálfrar enda hafa lista-
verk gjarnan verið innblásin af óvenjulegum og jafnvel furðulegum tengingum.
Lýsing á öppunum
Öppin tíu eru ólík að útliti, gerð og uppbyggingu enda samin af nokkrum aðilum.
Hvert tónverk Bjarkar er innblásið af ólíkum fyrirbærum í náttúrunni og því draga
öppin dám af hverju náttúrufyrirbrigði fyrir sig. Þau bera eftirfarandi heiti á ensku:
Moon, Thunderbolt, Crystalline, Dark Matter, Cosmogony, Hollow, Virus, Sacrifice, Mutu-
al Core og Solstice. Í hverju og einu þeirra er lagt upp með einhverja hugmynd sem