Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 23

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 23
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 23 gUðrún V. stefánsdóttir, Kristín Björnsdóttir og ástríðUr stefánsdóttir krafna sem samfélagið gerir um hæfni og hegðun. Þetta misvægi birtist í því að sam- félagið gerir ekki ráð fyrir mannlegum fjölbreytileika (Tøssebro, 2004). Fötlun er þar af leiðandi aðstæðubundin og hefur áhrif á líf fólks í sumum aðstæðum en ekki öðrum. Fötlun er einnig afstæð í þeim skilningi að í gegnum tíðina hefur það verið breytilegt hvað telst fötlun og hvað ekki. Sem dæmi má nefna að ofvirkni með/án athyglisbrests hefur ekki talist til fötlunar á Íslandi á meðan hún er skilgreind sem fötlun í mörgum af nágrannalöndum okkar. Einnig er misjafnt hvort það telst þroskahömlun að vera einu eða tveimur staðalfrávikum fyrir neðan meðaltal í greindarvísitölu (Kristín Björns- dóttir, 2009). Með norræna tengslaskilningnum er einhliða lífeðlisfræðilegum skil- greiningum hafnað og sjónum beint að samfélagi og umhverfi og hvernig það mótar líf og reynslu fatlaðs fólks (Hanna Björg Sigurjónsdóttir, Ármann Jakobsson og Kristín Björnsdóttir, 2013). Með því að beita norræna tengslaskilningnum í þessari rannsókn við túlkun gagna er sjónum beint að þeim aðstæðum, hindrunum og hvötum, sem fólk með þroskahömlun býr við í stað þess að einblína á skerðingu og takmarkanir. Þar sem norræni tengslaskilningurinn gerir ráð fyrir að fötlun sé háð aðstæðum fellur hann vel að kenningum um aðstæðubundið sjálfræði. Kenningar um sjálfræði hafa mótast út frá ólíkri grundvallarafstöðu okkar til sjálfsins. Hugmyndir um að- stæðubundið sjálfræði eru byggðar á þeirri mynd af sjálfi okkar að það sé hlaðið eig- inleikum, taki mið af tíma og rúmi og mótist í samskiptum við annað fólk. Á síð- ustu árum hefur umræðan um þetta hugtak aðallega tekið mið af gagnrýni femínista (Meyers, 2010) á hefðbundnar sjálfræðiskenningar (Dworkin, 1988; Kant, 2003). Þær kenningar hafa til dæmis átt erfitt með að varpa ljósi á tengsl kúgunar og sjálfræðis einstaklinga. (Mackenzie og Stoljar, 2000). Sérstaklega er hér vísað til innri kúgunar (e. internalized oppression) en það er þegar einstaklingurinn gerir sér minni væntingar og telur sig hafa minni getu en almennt telst eðlilegt (Meyers, 2010, Stoljar, 2013). Má hér sem dæmi nefna þegar konur setja sér markmið sem ekki eru sambærileg eða veigaminni en markmið karla og telja eðlilegt að þær eigi ekki möguleika á að ná jafn langt og karlar (Meyers, 2010). Það sem helst einkennir hugmyndir um aðstæðubundið sjálfræði er að litið er á persónulegt sjálfræði sem hæfni sem við þróum með okkur og er í stöðugri mótun í samspili við umhverfi okkar. Jafnframt er lögð áhersla á að það séu verðmæti fyrir einstaklinginn að búa yfir þessari hæfni í ríkum mæli. Í þessum kenningum er megin- áherslan lögð á að greina þau áhrif sem tengsl á milli einstaklinga og hinnar félagslegu víddar sjálfsins hafa á sjálfsmyndina og hið persónulega sjálfræði (Mackenzie og Stoljar, 2000). Hugtök eins og sjálfsvirðing, sjálfstraust og gagnkvæm tengsl við aðra eru gjarnan í brennidepli og ennfremur áhrif umhverfisins á þau. Gildi þessarar nálg- unar er ekki síst það að hún beinir ekki einvörðungu sjónum að einstaklingum heldur má jafnframt greina með henni þær aðstæður þar sem einstaklingur er kúgaður og benda á mögulegar leiðir til að breyta þeim og fyrirbyggja eða aflétta kúguninni. Hér er því dregið fram mikilvægi þess að einstaklingurinn lifi í umhverfi og tengslum við annað fólk þar sem hann geti eflt hæfileika sína til sjálfræðis. Á þetta ekki síst við um fólk með þroskahömlun (van Hooren, Widdershoven, van den Borne og Curfs, 2002). Hvorutveggja, norræni tengslaskilningurinn og hugmyndin um aðstæðubundið sjálfræði, gengur út frá þeirri sýn að við lifum í nánum tengslum hvert við annað og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.