Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 13

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 13
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 13 V i ðta l V i ð j ó h ö n n U e i n a rs d ót t U r og starfshætti í leikskólum. Þessi þróun hefur farið fram úr mínum björtustu von- um. Hópur fræðimanna og doktorsnema á vegum rannsóknarstofunnar tekur nú þátt í stórum alþjóðlegum rannsóknum og kynnir rannsóknir sínar á alþjóðlegum vettvangi. Menntunarfræði ungra barna er nú orðin eitt sterkasta rannsóknarsviðið á Menntavísindasviði. Á meðan ég var í doktorsnámi, þá byrjaði í raun þessi hreyfing sem kölluð hefur verið bernskurannsóknir (e. childhood studies) þar sem áhersla er lögð á að hlusta á börn og gera rannsóknir með börnum. Þessar hugmyndir byggjast á Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins auk nýrrar þekkingar á námi og menntun barna. Einn prófessorinn minn, Daniel Walsh, var að skrifa bókina Studying Children in Context: Theory, Methods, and Ethics sem var eitt af fyrstu ritunum á þessu sviði. Þessar hugmyndir höfðuðu mjög til mín og féllu vel að þeim lífsgildum sem ég ólst upp við, hugmyndafræði leikskólans og þeim viðhorfum sem starf mitt í Æfingaskólanum byggðist á. Með því að hlusta á börn sýnum við þeim virðingu og þau fá tækifæri til að hafa áhrif og taka þátt. Ef við ætlum að byggja upp öfluga skóla sem taka mið af hæfni og þörfum allra barna þá þurfum við að leita eftir sjónarmiðum barnanna sjálfra. Ég hef þróað rann- sóknaraðferðir ásamt erlendum kollegum sem henta ungum börnum. Með því að nota teikningar barna, ljósmyndir þeirra, samtöl, leiki og þátttökuathuganir höfum við aflað mikilvægra upplýsinga um líðan barna og nám. Rannsóknir mínar með íslenskum leikskólabörnum og börnum í fyrstu bekkjum grunnskólans hafa sýnt að börn hafa skoðanir á því hvernig skólinn og kennarar eiga að vera og hvaða aðstæður og aðferðir henta þeim best. Þetta þurfum við að hlusta á. Forseti Menntavísindasviðs Ég er enn að læra á það að vera sviðsforseti. Þetta er viðamikið starf sem mér finnst ég geta skipt gróflega í fernt. Í fyrsta lagi þarf sviðsforseti að vera stjórnandi og faglegur leiðtogi innan sviðsins. Í öðru lagi snýst starfið um samskipti og áhrif innan Háskólans. Í þriðja lagi þarf sviðsforseti að vera talsmaður menntamála í samfélagslegri umræðu og hafa samskipti við einstaklinga og stofnanir samfélagsins. Í fjórða lagi þarf hann að opna glugga fyrir menntavísindin út í hinn alþjóðlega fræðaheim. Það er nauðsynlegt í okkar litla samfélagi að vera í erlendu samstarfi og læra af reynslu annarra þjóða. Mikið af tíma mínum þetta fyrsta ár hefur farið í fyrsta þáttinn, þ.e. að kynna mér það sem fólk er að hugsa og gera innan sviðsins og í framhaldinu móta stefnu og taka ákvarðanir um áhersluþætti næstu ára. Starf sviðsforseta er teymisvinna. Það er mjög mikilvægt að stjórnandi kunni að dreifa verkefnum og treysti samstarfs- fólki sínu. Ég er afskaplega lánsöm að hafa mér við hlið úrvals samstarfsfólk sem ég treysti. Ég þekkti Menntavísindasvið nokkuð vel áður þannig að ekkert hefur komið mér verulega á óvart. Háskólasamfélagið var nýrra fyrir mér. Ég hafði ekki verið í háskólaráði eða stjórnsýslu innan Háskólans áður. Það eru ósagðir hlutir og reglur sem þarf læra á þegar komið er á nýja staði. Þar sem Menntavísindasvið er nýtt fræðasvið innan Háskólans er mikilvægt að láta rödd menntavísinda heyrast og hafa áhrif jafnt í háskólanum og í samfélaginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.