Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 21
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 21
Guðrún V. StefánSdóttir
MenntaVíSindaSViði HáSkóla íSlandS
kriStín BJörnSdóttir
MenntaVíSindaSViði HáSkóla íSlandS
áStríður StefánSdóttir
MenntaVíSindaSViði HáSkóla íSlandS
„Má ég fá að ráða mínu eigin lífi?“
Sjálfræði og fólk með þroskahömlun
Markmið greinarinnar er að greina sjálfræði í einkalífi og á heimilum fólks með þroskahömlun
út frá hugmyndum um aðstæðubundið sjálfræði og um norræna tengslaskilninginn á fötlun.
Í greininni er spurt hvaða þættir hindri eða stuðli að sjálfræði í lífi fólksins. Byggt var á við-
tölum við 41 einstakling með þroskahömlun á aldrinum 26–66 ára og vettvangsathugunum á
heimilum þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingu um að sú forræðishyggja sem
einkenndi þjónustu við fatlað fólk fyrr á tímum sé á undanhaldi. Þrátt fyrir það virðast viðhorf
aðstandenda, starfsfólks og kerfisins oft einkennast af vanmati á hæfni fólks með þroskahömlun
til að taka sjálfstæðar ákvarðanir í daglegu lífi. Þátttakendur fengu oft ekki upplýsingar um
rétt sinn og skortur var á fræðslu og stuðningi sem miðaði að því að gera fólkinu kleift að taka
sjálfstæðar ákvarðanir. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að fólk með þroskahömlun geti
með viðeigandi aðstoð og stuðningi þróað með sér sjálfræði og tekið ákvarðanir um líf sitt.
Efnisorð: Sjálfræði, einkalíf, fólk með þroskahömlun
inn gAng Ur
Fólk með þroskahömlun hefur lengi búið við forræðishyggju af hálfu sérfræðinga,
starfsfólks, fjölskyldu og þjónustukerfis sem hefur valdið því að það hefur oft átt erfitt
með að gera kröfur um sjálfræði í lífi sínu (Guðrún V. Stefánsdóttir, 2008). Þó að tals-
verðar breytingar hafi orðið til batnaðar í málefnum fólks með þroskahömlun á síð-
ustu áratugum er margt sem bendir til þess að stofnanamenning sé lífseig og hafi í
mörgum tilvikum færst úr stofnununum yfir í aðra þjónustu (Guðrún V. Stefánsdóttir,
2008; Kristín Björnsdóttir, 2009). Þá benda niðurstöður rannsókna til þess að fólk með
þroskahömlun fái sjaldan að spreyta sig á fullorðinshlutverkum og oft og tíðum sé
litið á það sem eilíf börn (Kristín Björnsdóttir, 2009).
Uppeldi og menntun
23. árgangur 2. hefti 2014