Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 78

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 78
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 201478 erfið hegðUn nemenda Algengast var að kennarar í þessari rannsókn þyrftu að fást við truflun, mótþróa og óhlýðni hjá nemendum sínum. Í rannsókn á starfsháttum í 20 grunnskólum vorið 2010 kom einnig fram að sú erfiða hegðun sem fagmenntað starfsfólk þurfti oftast að takast á við var truflandi hegðun (Anna-Lind Pétursdóttir, 2013; Rúnar Sigþórsson o.fl., 2014). Truflandi hegðun nemenda virðist þó fyrirferðarmeiri að mati þátttakenda í þessari rannsókn en í starfsháttarannsókninni. Niðurstöður sýndu að þrír fjórðu um- sjónarkennara og helmingur sérkennara sögðust þurfa að takast á við erfiða hegð- un í formi truflunar nánast daglega eða oft á dag. Í starfsháttarannsókninni sagðist tæplega helmingur fagmenntaðra starfsmanna takast á við truflandi hegðun nánast daglega eða oft á dag (Anna-Lind Pétursdóttir, 2013; Rúnar Sigþórsson o.fl., 2014). Mögulega stafar þessi munur á milli rannsókna af mismunandi svarhlutfalli og úr- taksstærð, en starfsháttarannsóknin byggðist á stærra úrtaki og hærra svarhlutfalli en þessi rannsókn og mögulega völdu frekar þeir kennarar að svara sem þurfa oft að fást við hegðunarerfiðleika. Hins vegar gæti líka verið að truflandi hegðun nemenda hafi aukist á þeim tæpu fjórum árum sem liðu frá starfsháttarannsókninni til þessar- ar rannsóknar. Það væri í samræmi við niðurstöður rannsóknar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara frá árinu 2012 þar sem mikill meirihluti kennara taldi álag í starfi hafa aukist mikið vegna aukinna hegðunarvandkvæða. Áhrif erfiðrar hegðunar Að mati kennara í þessari rannsókn hefur erfið hegðun töluverð neikvæð áhrif á líðan þeirra og starf, svo og á nám nemenda þeirra. Níu af hverjum tíu kennurum töldu að nemandi sem sýnir erfiða hegðun læri minna af þeim sökum og átta af hverjum tíu töldu aðra nemendur læra minna vegna erfiðrar hegðunar samnemanda. Þetta mat er hliðstætt mati bandarískra kennara í rannsókn Westling (2010) en þar töldu sjö til átta kennarar af hverjum tíu nemanda sem sýnir erfiða hegðun læra minna vegna hennar og átta til níu af tíu töldu aðra nemendur læra minna vegna erfiðrar hegðunar samnemanda. Þegar könnuð voru áhrif erfiðrar hegðunar á kennara kom fram að níu af hverj- um tíu kennurum í þessari rannsókn þótti erfið hegðun taka stóran hluta af tíma sín- um, sem er nærri tvöfalt hærra hlutfall en kom fram í rannsókn Westling (2010). Hins vegar var álíka hátt hlutfall kennara í báðum rannsóknum, um átta af hverjum tíu kennurum, sammála því að erfið hegðun yki streitu. Eins voru tæplega tveir þriðju kennara í báðum rannsóknunum sammála því að erfið hegðun drægi úr árangri þeirra í starfi. Þessar niðurstöður eru í samræmi við fyrri rannsóknir hérlendis sem sýnt hafa að kennarar telji hegðunarvandkvæði auka álag í starfi og að agavandamál og „erfið- ir nemendur“ séu það erfiðasta við kennarastarfið (Samband íslenskra sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara, 2012, bls. 36). Einnig ríma niðurstöður við fyrra mat grunnskólakennara, að helstu álagsþættir í starfi séu vinnuálag, tímaskortur og aga- og hegðunarvandi (Anna Þóra Baldursdóttir og Valgerður Magnúsdóttir, 2007). Það er hins vegar verulegt áhyggjuefni að 56% kennara sem tóku þátt í þessari rannsókn (61% almennra kennara og 21% sérkennara) segir að erfið hegðun nemenda fái þá til að íhuga að hætta kennslu. Svo hátt hlutfall kom ekki fram hjá Westling (2010), en þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.