Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 35

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 35
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 35 gUðrún V. stefánsdóttir, Kristín Björnsdóttir og ástríðUr stefánsdóttir sem fólk með þroskahömlun býr oft og tíðum við á heimilum sínum og sú aðstoð sem það fær getur ráðið miklu um þau tækifæri sem það fær til að þróa með sér hæfni til að taka ákvarðanir um eigið líf. sAMAntEKt Og lOKAOrÐ Í greininni var sjálfræði í einkalífi og á heimilum fólks með þroskahömlun skoðað með því að beita hugmyndum um aðstæðubundið sjálfræði og norræna tengslaskilninginn á fötlun. Spurt var hvaða þættir hindruðu eða stuðluðu að sjálfræði út frá kenningum um aðstæðubundið sjálfræði. Sagan segir okkur að fólki með þroskahömlun hefur oft og tíðum ekki verið treyst til að taka ákvarðanir um líf sitt. Það hefur verið réttlætt með þeim rökum að sökum skerðingar sinnar sé fólkið ekki fært um að þróa sjálfræði sitt. Þær aðstæðubundnu kenningar sem liggja að baki rannsókninni ganga aftur á móti út frá þeirri sýn að við lifum í nánum tengslum við annað fólk sem mótar persónuleika okkar og hefur áhrif á þau tækifæri sem okkur bjóðast í lífinu. Því skuli ekki einblínt á einstaklinginn og færni hans heldur skoðað með hvaða hætti sjálfræði mótast og þróast í samskiptum við annað fólk og umhverfið. Út frá þessum hugmyndum má draga þá ályktun að starfsfólk og fjölskyldumeðlimir séu í lykilhlutverki og geti haft áhrif á það hvort fólk með þroskahömlun fær tækifæri til að þróa sjálfræði sitt. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja þessar hugmyndir en fram komu þrír lykil- þættir sem ýmist stuðluðu að eða hindruðu sjálfræði fólksins: viðhorf starfsfólks og aðstandenda, aðgengi þátttakenda að upplýsingum og fræðslu og aðstoð og skipulag í daglegu lífi. Hvað varðar viðhorf starfsfólks og aðstandenda komu fram vísbendingar um að sú forræðishyggja sem á fyrri tímum einkenndi þjónustu við fatlað fólk sé á undanhaldi. Þrátt fyrir þessar jákvæðu niðurstöður komu líka fram gamaldags hugmyndir um fatlað fólk, þar sem fyrst og fremst var einblínt á veikleika þess og horft fram hjá samspili skerðingar og umhverfis. Á meðan slíkar hugmyndir eru við lýði skapast sú hætta að aðstoðin sem veitt er byggist hvorki á vilja fólksins sjálfs né rétti þess til að stjórna eigin lífi, heldur þeim hugmyndum að fatlað fólk eigi að vera þakklátt fyrir þá þjónustu sem það fær og hafi þar af leiðandi lítið um hana að segja. Í einhverjum til- fellum höfðu aðstæður í lífi þátttakenda breyst til batnaðar og þeir fengið meira svig- rúm til ákvarðanatöku, án þess þó að þeir hefðu nýtt sér það svigrúm. Margt bendir til að ástæðan fyrir því sé svokölluð innri kúgun en kenningar um aðstæðubundið sjálf- ræði beina sjónum að þeim áhrifum sem skert sjálfræði getur haft á einstaklinginn, þ.e. að þegar hann upplifi að vilji hans sé ekki metinn fari hann að telja slíkt eðlilegt og líti svo á að honum beri að lúta vilja annarra. Hætta er á að starfsfólk og fjölskyldu- meðlimir túlki það síðan svo að viðkomandi vilji ekki eða geti ekki tekið ákvarðanir. Í þessu samhengi má því benda á mikilvægi þess að starfsfólk og aðstandendur átti sig á áhrifum innri kúgunar til þess að hægt sé að vinna gegn henni. Með því að beita kenningum um aðstæðubundið sjálfræði má greina aðstæður sem þessar, þar sem einstaklingur er kúgaður, og benda á hugsanlegar leiðir til að breyta þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.