Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 128

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Blaðsíða 128
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014128 fötlUn og menning sem hafa náð árangri í munnmálun eru þar á meðal. Listahátíðin List án landamæra ber þess vitni að fatlað fólk getur skapað listaverk sem þykja allrar athygli verð meðal listunnenda. Síðasti kafli bókarinnar fjallar um fötlunarlist og kallast hann á við inngang bók- arinnar. Fötlunarlist er ekki komin til vegna þess að listamaðurinn sé fatlaður heldur „beinir sjónum að umhverfinu og felur í sér gagnrýna ádeilu á samfélagslega útskúf- un og undirokun fatlaðs fólks“ (bls. 305). Kaflinn fjallar um það sem nú er nýjast í málefnum fatlaðs fólks. Fatlað fólk hafnar stöðluðum ímyndum um vangetu sína og hefur með gagnrýninni listsköpun sinni beint sjónum að óréttlæti og mismunun sem er fötluðu fólki sameiginleg reynsla. Samantekt Við lestur fyrstu kafla bókarinnar er ekki hægt annað en að velta fyrir sér hvað af þessum hugmyndum lifir enn í dag í samfélagi okkar. Virðingarstigi mannlífsins er skýr og byggist meðal annars á menntun, atvinnu, efnahagslegri afkomu og efnis- legum gæðum. Margir eru þeirrar skoðunar að það sé auðmýkjandi og merki um veikleika að þiggja aðstoð frá hinu félagslega kerfi samfélagsins. Sumir þeirra sem leita til samfélagsins eftir lögbundinni þjónustu telja að hið félagslega kerfi sé byggt á slíkum viðhorfum. Reglur sem eru settar eru byggðar á mati á færni til að takast á við daglegt líf þar sem fyrst og fremst er dregið fram það sem einstaklingurinn getur ekki. Þjónustuþörf einstaklinga byggist á læknisfræðilegu mati þar sem greint er í flokka og prósentur og við slíka lista er fé til þjónustu miðað. Á hugsanagangur af þessum toga rætur sínar að rekja til hinna fornu tíma? Við verðum vör við þessar birtingarmyndir í fjölmiðlum og netmiðlum samfélags- ins. Íslendingar grípa gjarnan upp tiltekin málefni og kynna þau í fjölmiðlum og höfða þá til tilfinningasemi í von um að landinn styrki málefnið. Þá eru dregnar upp lýs- ingar á hryllilegum aðstæðum barna og fjölskyldna þeirra eða fatlaðs fólks í von um ríkulegan fjárstuðning. Brotin andlit og börn í öndunarvélum sýnd hægt með drama- tískri tónlist eru dæmi um hvernig hægt er að harmgera líf fólks. Sú hugmyndafræði að fötlun sé persónulegur harmleikur, fatlað fólk sé háð góðmennsku samborgara sinna og eigi að vera þakklátt fyrir þá þjónustu sem það fær í samfélaginu hefur verið áberandi í umræðunni. Sjónvarpsþátturinn Biggest looser er dæmi um hvernig enn er horft á fólk sem sker sig úr fjöldanum. „Við“, venjulega líkamsræktaða fólkið, horfum hneyksluð á „hina“ sem hafa ekki stjórn á ofáti sínu og óheilbrigðu lífsmynstri. Það fólk er afbrigðilegt og líkamar þeirra eru sýndir sem furðuverk. Bókin Fötlun og menning er mikilvægt innlegg í umræðu og skoðanaskipti um fötl- un í samfélagi okkar. Bókin styður pólitíska réttindabaráttu fatlaðs fólks sem kennd er við félagslegt sjónarhorn og leggur áherslu á að fatlað fólk geti tekið virkan þátt í samfélaginu fái það tækifæri til þess. Fagna ber útgáfu sem þessari sem hvetur til skoðanaskipta um þá hugmyndafræði sem hefur verið að ryðja sér til rúms. Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur ekki enn verið fullgiltur hér á landi og enn er langt í land að við höfum upprætt þær lífseigu hugmyndir sem fram koma í bókinni um fatlað fólk. Á Alþingi Íslendinga er fyrst núna, árið 2014, verið að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.